Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Æma matíríal görl...

Sjáiði nýja símann minnsem súppi gaf mér í jólagjöf... er hann ekki sætur! hann er bleikur... (sko ekki gulur eins og á myndinni, mm ofurgella á soleis.. get ekki verið að herma eftir..)

Minn gamli var nú lengi búinn að vera í dauðateygjunum.. en í gær gerði útslagið.. það er nú lágmark að fólk heyri það sem maður er að segja! Needless to say þá lagaðist hann aftur um leið og nýji síminn var kominn.. hehe

liggaliggalái...

jésús ég er svo mikil pæja!!!!!

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

ARgH!

Viiiiibbalega mikið að gera hjá minni þessa daganna.. var meirasegja tvíbókuð (jafnvel tvíbökuð) á sunnudaginn í ellefumessuna.. þvílíkt mess mar.. (sjitt brjálað að gera í vondu bröndurunum.. þið bara VERÐIÐ að refsa mér..) sko, þannig er mál með vexti að ég er að fara að syngja hjá Herði í Hallgrími (jei!) í tveimur aðventukantötum á sunnudaginn klukkan fimm (pluggplugg). Svo hringir hún Anna Júlíana, gamli óperusögukennarinn minn, í mig um daginn og biður mig að syngja við einhverja myndlistarsýningaropnun í Vídalínskirkju eftir messuna þar. Jújú ég þigg það með gluðu geði og samþykki jafnframt að syngja við messuna sjálfa.. jahh sona fyrst ég var nú á svæðinu á annað borð.. (GRÁupplagt ´skan!)
Svo fer ég að tala við Hörð í dag og kemur þá í ljós að það á að flytja aðra kantötuna í úbartsmessu um morguninn!!! Kalli biskup að predika og allt!!! ARGH!!! og mín hafði bara ekki GUÐMUND um það skal ég nú segja ykkur! hafði aðeins gleymst að minnast á það við mig..
já já krakkar mínir, sona er maður nú orðinn frægur.. þabbaraþa...
Fer meira að segja í viðtal til hennar súsönnu svavars á morgun, verður stuð, hún er þokkalega hress..
Svo er ég að fara líka að syngja beint á eftir Kalla helgina þar á eftir í ás.. það verður líka stuð, ég, skallapopparinn, jói trompet og händel gamli.. við rokkum feitt... og ég og síðhærði popparinn alltaf að plotta afslöppunar-afstresstónleikana okkar fyrir jólin líka... og svo er ég jú á fullu að búa til quartett.. þokkaLEGA schvalt..

SUMSAGT! Ég er og verð eymingjabloggari allavega fram yfir jól! Og hananú! (sagði hænan og lagðist á bakið..)

laugardagur, nóvember 22, 2003

jólabörgerinn..

VARÐ að steliþjófast aðeins hjá henni Tótu töffara og setja þetta inn..

þetta er þvílík snilld! :)

föstudagur, nóvember 21, 2003

Dúlarfúlt...

Hvaða tregðulögmál ætli stjórni því að á meðan allir jeppahommarnir hamast við að kaupa sér stærri og stærri fretdýr verða bílastæði í borginni sífellt minni? þokkalega fyndið mar...
Líklegast sama lögmálið og réði því að á meðan fólkið fitnar og fitnar verður hvert pláss í flugvélum minna (lesist: péníngagræðgi ;) )

plöggbloggbloggplögg

Á sunnudaginn klukkan 5 er ég ásamt überkirkjukórnum KÓR ÁSKIRKJU og kammersveit að mestu fyllt ættingjum mínum (neeeii það eru reyndar ýkjur, en Siggi og Hilda eru þarna) að fara að halda hátíðartónleika í kirkjunni.. hún er nebblega tvítug pæja (Áskirkja þeas) og söbbnuðurinn er so mikið sem kominn á fimmtugsaldurinn..

Á þessum tónleikum erum við að rokka tvö schvöl verk, Gloríu í D-dúr R589 eftir rauðhærða prestinn í Feneyjum og svo GEÐVEIKA jólaóratoríu eftir hana Kamillu litlu (Saint-Saëns eða þannig) hún er sko ekkert smá flott! Hellingur af einsöngvurum present company included.. verða barasta helv... góðir tónleikar og svona.. allir að mæta! ÓGIBBIS INN!

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

prófaánautnin lætur kræla á sér enn á ný...

STAR
STAR
"self-confident, self-esteem"
You have a feeling and sense of self-worth. You
gain fame for demonstration of your abilities
in two very different areas. You are gifted
when it comes to intuition, perception, and
precognition. THe head of the figure on the
card looks to the inner star for guidance and
support-- you tend to be fairly introspective.


which major arcana of the thoth tarot deck are you? short, with pictures and detailed results
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Fyndna barnið á leiðinni heim með mömmu í bílnum:

Ragnheiður Dóra: hvar varstu?

Mamma: ég var að kenna. Í vinnunni.

Ragnheiður Dóra: nei, það er bannað.. þú átt bara að vera að æfa í kirkjunni.


Snillingur. Hvernig vissi hún?

Freedooom! Freedooom! freedooom!!FREEDOOOM!!!

Tók meðvitaða ákvörðun fyrir nokkrum dögum að minnka sjónvarpsgláp alvarlega.. eiginlega bara skammta mér klukkutíma á kvöld..

Man nebblega eftir því hvernig það var þegar ég bjó úti í London og átti ekkert sjónvarp, þvílíkt sem maður áorkaði! Ég málaði myndir, skrifaði ljóð og helling af sendibréfum (muniði, þau voru í svona umslögum með skrítnum marglitum límmiðum á..) og var svo auðvitað geðveikt dugleg að læra. Lagði kapla við kertaljós með tebolla og hlustaði á ógrynnin öll af tónlist.. snilld

Og nú er svo mikið að gera hjá mér að góð ráð eru kosnaðarsöm, hence the live-altering decision..

Og á þessum nokkru dögum er ég búin að:

Uppfæra síví-ið mitt, bæði á okkar ástkæra, ylhýra og engilsaxnesku

Pæla helling í (og plana fyrir) keppninni sem ég ætla að reyna að fara í í Belgíu á næsta ári

Finna fleiri keppnir sem mig langar í (fer sosum eftir hvernig gengur í þessari samt!;) )

Lesa aktjúal SKÁLDSÖGU!! (lesist: EKKI reifari!)

fikta mig áfram í Sibeliusar-forritinu.. og nota það

fara í heimsóknir

Æfa mig þvílíkt mikið

berjast við Sunnudagskrossgátu Morgunblaðsins (ekkert nema snilld)

Stofna eitt stykki kvartett með Skúla, Öllu og Kalla.. allt saman ágætis kórfélagar mínir alveg..

Auðvitað eru nettir annmarkar á þessu öllu saman, Amazon.co.uk reikningurinn snarhækkar (þar á meðal er LOTR TTT special edition extended version on four discs.. þetta hérna..) og aumina jón minn þarf að berjast mun meira um tölvuna sína en fyrr!

Þetta er nú samt sneðugt! Áfram sjónvarpsleysið!

laugardagur, nóvember 15, 2003

ókeiókei eitt enn!


Which [Charlie's Angels] characters are you?


bara af því að hún er svoooooooo geekt kúl.. og greinilega moi aussi!;)

föstudagur, nóvember 14, 2003

og meiri jólajóla.. eða reyndar aðventuaðventu...

Bráðum hefst aðventan og þá er nú gott að styrkja sig með góðu jólaglöggi..

hér kemur eitt gott í boði Jóa Spóa:

Verði ykkur að góðu!


Einfalt finnskt jólaglögg


1 lítri finnskur vodka
1 rúsína

Hrært og skreytt með greni.

mjús.. vei!

Jæja, það er varla að maður geti pikkað inn þessar línur, er krókloppin eftir að koma neðan af Laugavegi þar sem staðið var í röð í tæpan klukkutíma til þess að fá að berja snillingana í Muse augum.. VEI! geekt.... en mikið voru nú veðurguðirnir næs við mig núna.. ringdi á meðan ég keyrði niðreftir, ringdi ekkert á meðan ég var í röðinni og er byrjað að rigna aftur núna.. schnilld!

Hitti Kalla hennar Hörpu, þau eru búin að eignast stelpu! dásamlegt.. til hamingju elsku krúttin mín! Verð að fara að kíkja á prinsessuna sem fyrst.

Ég er ein af þeim fáu sem virðist taka Te og Kaffi fram yfir Kaffitár.. eða allavega kaffið sjálft. Kaffihúsið er auðvitað mikið huggulegra hjá tárinu, en mér finnst hitt kaffið betra. Kaffitár er bara svo mörgum MÍLUM framar í allri markaðssetningu og viðskiptaviti að ég er ekki hissa á slagsíðunni í þessari samkeppni. T.d. áðan, þá stóðu barista-dömurnar úti í glugga og horfðu á allt þetta syfjaða, skjálfandi fólk í röðinni inn í Skífu, og þeim datt ekki í hug að hella nú upp á sosum eina könnu og fara með út og selja.. þvílíkt sem þær hefðu raðað inn seðlunum á því! Ég er nú ekki viðskiptamenntuð en stundum verð ég alveg stórhissa á því þegar fólk virðist ekki sjá tilvalin tækifæri sem dansa fyrir framan nefið á þeim... æ og jæ, kannski þurfa þær einhver leyfi eða eitthvað.. ég veit sosum ekkert um það ;)
og nú er bara að bíða til tíunda des!

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

ok fer að slaka á í prófunum.... lofa því....

Sophisticated and classy, you're in it for the good time and the free drinks . . .
Congratulations!! You're a colorful and
sophisticated Cosmopolitan!!


What Drink Are You?
brought to you by Quizilla


úúújeeeeee!!:):):)

THAT is SO me!

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

aaaahh mikið þykir mér vænt um uppþvottavélina mína.

:)

Rdj að syngja með Soffíu frænku:

Ragnheiður Dóra: Já pissum svei, ó pissum svei..


My life is rated NC-17.
What is your life rated?



úúúúúúúúúúúú

voða er maður dónó eitthvað ;)

mánudagur, nóvember 10, 2003

kynningiiiiiin! namminamminamm..

Kynningar í búðum eru frekar fyndið fyrirbæri. Ef maður sé t.d. svangur á föstudagseftirmiðdegi er tilvalið að skella sér í margréttaða máltíð í Hagkaup í Kringlunni.. tala nú ekki um ef maður hefur ekki efni á að fara út að borða svona almennt.. sem eru jú ansi margir núna í góðærinu (!). Þarna svífur maður um ganga þessarar dásamlegu búðar og borðar sig pakksaddan.. fyrst er líklegt að maður rekist á lítinn plastdisk með nokkrum hrísgrjónum sem drekkt hefur verið í yndislegri krukkusósu frá einhvurju framandi landi, Tælandi t.d., ef maður er mjög heppinn leynist kannski í gumsinu hálf rækja eða kjúklingaflís. Nú, rétt handan við hornið bak við gúrkuhrúgurnar er viðbúið að standi maður sem upptekinn er við að smyrja oní mann saltkex með ostbita.. heldur betur viðeigandi sona í millirétt. Inn af kjötborði stendur svo annar maður og réttir manni steik á stöngli, oftast er hún nú fremur köld en maður er sosum ekki í neinni aðstöðu til að kvarta.. Rétt áður en maður kemur í mjólkurkælinn er svo iðulega stúlkukind sem býður manni einhvurn eðaldesert úr gæðakúadjús. Svo fer maður heim, sæll og glaður og strýkur á sér belginn.. eða þannig.

Af hverju ætli maður fái sér alltaf smakk í búðum þó að maður viti FULLVEL að í 95% tilvika finnist manni maturinn óspennandi og vondur? Þetta er auðvitað bland af eðlislægnri forvitni og matarfíkn.. hlýtur að vera, en einnig held ég að þetta sé einhver óstöðvandi bjartsýni, kannski í þetta sinn sé það gott!

Alversta dæmi um vanhugsað smakk sem ég hef lent í var eitt sinn í Bónus. Ég er yfirleitt mjög kurteis við ókunnuga og á því mjög erfitt með að neita fólki, t.d. finnst mér hryllilegt að segja nei takk við fatlaða eða blinda sem standa einhversstaðar og selja dót, þó ég sé þegar búin að kaupa viðkomandi drasl. Allavega, ég ætla inn í mjólkurkæli og þarf að ganga fram hjá ofurhressum manni í kokkabúning sem er með undarlegar brúnar klessur á bakka. Það voru ekki margir í búðinni og ég því auðveld bráð. Kemur í ljós að klessurnar eru bitar af lambabuffi (Langbestu Unnu Kjötvörurnar Á Markaðnum! Engin Aukaefni! Bara Hreint Kjöt Af Þeim Ágætu Skepnum, Lambi Og Soja!) Ég nálgast bakkann með varúð og hrygg í huga sting ég einum bita upp í mig... ÞVÍLÍKUR HRYLLINGUR!! Og ég ákvað í eitt skipti að vera bara hreinskilin við manninn. Hann kemur með sölupitchið og ég svara honum rólega.. "já en ég hugsa nú að ég eigi ekki eftir að kaupa þetta.. einfaldlega af því að mér finnst þetta eiginlega frekar vont." gaurinn bregst illa við og hreytir í mig " það er nú ekkert að marka þetta svona! Það þarf að hafa með þessu kartöflur og brúna sósu!"

Jesús.

Lít ég í alvörunni út fyrir að vera sjötíu og þriggja?

RDJ á þurrksvæðinu í sundi með pabba sínum:

Ragnheiður Dóra: DJÍSUS KRÆST hvað mér er kalt!

laugardagur, nóvember 08, 2003

Matrix repuked (ath spojlerar framundan.. ef þið hafið hugsað ykkur að fara á þessa ömurlegu mynd!)

Við Súppi fórum í gær á ömurlegustu mynd ever.. Matrix þrjú og þrírfjórðu.. AAALLmáttugur hvað myndin var öhöhöhömurleg!!!! ókei, tæknibrellurnar voru kúl og mörg bardagaatriðin góð en ofhlöðnu afleitt leiknu hryllilega skrifuðu ofurvæmnu atriðin þar sem liðið hafði 10 mínútur til að bjarga heiminum og ákvað að nota 7 af þeim til að halda tilfinningaþrungnar ræður um ástina og heimspeki lífsins eru bara too big a price to pay fyrir nokkrar kúl tæknibrellur ;Þ Steininn tók úr þegar hún þarna ofurgellan Trinity byrjar að rifja upp liðna tíð og hvað hún hefði nú átt að segja fyrir mörgum mánuðum.. með 5 risajárngöndla í gegn um efri hluta líkamans! GOD! Þetta átti náttúrulega að vera dramatíski hápunktur myndarinnar.. og ég hló svo mikið að fólkið í kring var farið að hlæja að mér.. (eða fáránleikanum, kemur út á eitt) Ég get svarið það, Wachowski bræður ættu að fara í leikstjóradjeilið! og handritaskrifaradjeilið!

Til að kánterakta þennan HRYLLING fór ég þegar við komum heim út í leigu og tók Charlie´s angels, Full Throttle.. þvílíkur léttir! Mynd sem er ekki að þykjast vera eitthvað meira en hún er.. bara rassinn á lucy liu í fullu stuði.. frábær mynd;)

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Ammæli

Fór í gríðarlega vel heppnað og skemmtilegt afmæli hjá Þorgerði minni í gærkvöldi, þar var stuð og ekkert tuð! (og nett puð hjá mér.. var nebblega að syngja..) Hitti auðvitað margt gott fólk.. marga sem ég hef ekki séð alltof lengi og aðra sem ég sé ekki nógu oft.. og auðvitað afmælisbarnið sem var glæsileg að vanda. Flott partí.

Fór líka í gær á útsölu í Debenhams og keypti mér geggjuðustu stígvél sögunnar.. það fylgir EKKI sögunni hvað ég borgaði fyrir þau.. segi bara að það var eins gott að það var 25% afsláttur.. þýðir að jólin koma allavega í EINHVERRI mynd.. hehe

smá RDJ í endann:

Eftir að afi hennar var búinn að sækja lítinn leikfangakassa upp á hillu:

Ragnheiður Dóra: Það er gott afi að þú skulir vera svona sterkur.

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

amajor
A major - you love to live life to the full. You
have a vibrant social life and are not afraid
to take life as it comes. You are content,
bright and often spontaneous.


what key signature are you?
brought to you by Quizilla

jahá.. ;)

bloggleti sbloggleti..

Voðaleg bloggleti er búin að vera í gangi hérna.. jæja, bætum úr því með sögu af fyndnasta yfirkennara landsins, honum Helga í Hafnarfirðinum:

Sálarrannsóknarfélag Hafnarfjarðar hafði samband við Helga og bað hann að koma og spila hjá þeim.
Þá sagði Helgi: Af hverju fáið þið ekki bara Pál Ísólfsson til að spila?

Harharharharhar :)

laugardagur, nóvember 01, 2003

to drink or not to drink...

lenti í alvarlegri persónulegri dilemmu í gærkvöldi.. Gat ómögulega ákveðið hvort ég ætti að fá mér bjór eða gin og tónik yfir Will og Grace.. Oh who am I kidding G&T ALWAYS wins!!!! I love it.. love it.. luuuurrvvee it!!!

Skemmtilegt er að sitja með hátt glas fyllt með ísmolum, lime sneið, góðri slettu af Bombay Sapphire og Schweppes tonikki, þykjast heita Pandora Beatrice Willardson-Flinkett frá Piggard-upon-Swine.. með uppsett hárið í reiðbuxum, kasmír peysu og Burberry dúnúlpu... yars yars darling!

Var með einni svona geðveikt posh í skóla.. ágæt stelpa samt ;)

En að öðru..

Fór á frábæra tónleika í 15.15 röðinni í eftirmiðdaginn í dag. Þórunn Guðmunds (sem var svo indæl að vera innhleypikennarinn minn þegar ég fór í frí í skólanum úti til að eiga fyndna barnið) var að syngja Mussorgsky ljóðaflokka, barnaherbergið og söngva og dansa um dauðann og félagar hennar úr Hugleik skreyttu ljóðin á milli.. þvílíkt góðir tónleikar!