Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

mánudagur, desember 29, 2003

Þokkalega schwaltz... : )


miðvikudagur, desember 24, 2003

Elsku börnin mín góð,

TIL HAMINGJU MEÐ JÓLIN!!!!

:)

Hallveig

mánudagur, desember 22, 2003

Kyrrðartónleikar

Jæja börnin góð, þá er komið að því.. tónleikarnir okkar verða sumsagt í kvöld kl 9 í Neskirkju. Ég er bara SVEI mér þá farin að hlakka til bara... er nebblega EKKi með viðbjóðskvefið sem hún dóttir mín og elskulegir foreldrar eru búin að liggja í, þetta telst heilmikið afrek hjá mér sem alltaf tekst að ná mér í pestirnar sem eru að ganga. (talandi um það, af hverju heitir Pectolín ekki pestólín? Væri nær lagi...)

En aftur að aðalatriðinu.. þetta verða svo mikil rólegheit í kvöld að þetta hefur meira að segja reddað mér í hvert skipti sem ég hef æft undanfarna daga.. bara sokkið niður í e-n konar trans úr öllu jólastressinu.. snilld.

Vonast til að sjá sem flesta :)

miðvikudagur, desember 17, 2003

Búin..

Jæja allir geðveikt spenntir að vita hvernig gekk er þakki? Bara vel bara vel sko. þó þetta hefði verið eitt af öörfáum skiptum sem ég var stressuð.. þetta er svo furðulegt, ég er sko aldrei stressuð, ekki á útskriftartónleikunum mínum, ekki á frumsýningunni á óperunni, ekki á debút tónleikunum mínum, svo geta komið svona einstaka tilfelli þar sem ég er bara alveg að deyja! Var af þeim sökum fremur stíf eitthvað.. ekki alveg að fíla það. En söngurinn sjálfur var held ég bara fínn.. Kurt spurði allavega mikið, sem ég held að sé jákvætt..

Og EEELSKU Árni Heimir minn er auðvitað flottastur að nenna að koma með mér.. talandi um stöð og styttur! Takk elsku kallinn :)

Annars er ég svakalega glöð í dag! Þetta var nefnilega í fyrsta skipti þar sem ég hef haldið tónleika þar sem hefur dugað að senda fréttatilkynningu á dagblöðin! Bæði mogginn og fréttablaðið búin að hringja í mig, venjulega er það nefnilega þannig að maður þarf þvílíkt að hringja sjálfur og ýta á eftir og ég hélt að það yrði enn mikilvægara núna þegar er svona mikið um að vera.. en nei, virðist sem góðu rýnirnar og umfjöllunin sé farin að skila sér.. mahrr er bara að verða frægur! (djóóók)

:)

nú ætla ég að fara að borða rauðsprettu með kúskús, sólþurrkuðum tómötum, svörtum ólífum og pestó úr þessari búð:)

ÚFF

Allir að senda übergóða strauma til mín núna kl 1.. fyrirsöngur í óperunni! hjálp....

mánudagur, desember 15, 2003

Voff

Ég og Skúli vinur vorum að spegúlera um daginn hvað voff þýddi og komumst að þeirri niðurstöðu að voff hlýtur að þýða "já".
já. því þeir segja aldrei neitt nema já. sko, hundar..

Mjá aftur á móti þýðir "ha?" og ekki bara eitthvað "ha?" heldur "ha-ið" sem maður segir þegar maður er að horfa á sjónvarpið og einhver er að reyna að tala við mann á meðan. þannig eru þeir nebblega. sko, kettir....

Enda er ég eiginlega cat-woman.. allavega ALLS ekki dog-woman... harhar :)

(fyrir ykkur sem finnst ég vera komin í tóma steypu og eruð farin að hafa áhyggjur af andlegri heilsu minni í vinnutörninni miklu.. þið hafið líklegast alveg rétt fyrir ykkur HAHAHAHAAHHA)

tíhí :)

og af vinnutörninni miklu:

Tónleikarnir mínir verða sumsagt með honum Steina orgeltöffara í Neskirkju þann 22. des kl 9. Þetta verða ofur-afslöppunar-visakortshvílandi-rólegheita-tilbeiðslutónleikar.. ættu að vera schvaltz.. vonast til að sjá sem flesta :)

sunnudagur, desember 14, 2003

Indí rokkar..

indiepop
You're an Indie Pop Kid. You like songs about
relationships and the prettiness of nature.
You're sentimental, but not certainly not emo.
Oh, and if you aren't an English Major, you
should be.


You Know Yer Indie. Let's Sub-Categorize.
brought to you by Quizilla

harharhahrhrahrhhh... voff

laugardagur, desember 13, 2003

aaaaaaaaaaaaaahhhhhhhhhhhh

Jæja, börnin góð.

Þá eru jólin á næsta leyti og maður stendur algjörlega á haus í þessu öllu saman.. var í allan dag með grýlukerti í eyrunum niðrí bæ í pakkakaupum.. get skiljanlega lítið skrifað um heimtur þar eð stórfjölskyldan les bloggið af hinni mestu samviskusemi.. (EINS gott líka! ha!)
Margt fyndið búið að gerast síðan síðast og erfitt að velja úr til bloggs, en verð samt að kvarta aðeins og kveina yfir aumkunarverðri tilraun minni til kjólakaupa í smáralindinni (eða sem kallast öðru nafni forgarður helvítis hér á bæ) í gær.

Sko.. hvað er með þessi efni sem allir kjólar eru úr í dag! Liniefni! LINIEFNI! öll svona lin og teygjuleg og sem klessast upp að öllum mögulegum og ómögulegum bögðum og bugum á mínum fagra líkama þannig að ekkert er eftir fyrir ímyndunaraflið.. get svarið það, einn kjóllinn sem ég sá í gær var svo linur að meira að segja rassinn á GÍNUNNI virkaði stór! og þessi gína var sko þannig í laginu að ef hún væri lifandi hefði hún þurft svona stuðningsspýtu til að halda sér uppi eins og begónían mín...
Svo er það annað.. loxins tekst manni að finna einhvern kjólgopa sem lætur mann ekki líta út eins og michelin manninn.. og þá er hann ekki með neinum ermum.. KOMMON! það eru teljandi á tám annarrar lappar þær konur í kring um mig sem VIRKILEGA komast upp með að vera með bera handleggi.. (okok.. kannski aðeins fleiri) en það er eins og ekki einum EINASTA kjólaframleiðanda detti í hug að búa til fallega sparikjóla sem eru með t.d. hálfermum, eða fallegum síðum ermum.. og þeir búa þessa kjóla til upp í stærðir 20 eða eitthvað! gazalega lekkert alltsaman.. þá þarf maður að fara að bögglast með þessi sjöl dauðans sem auðvitað eru (EINMITT!) til í sama lit eða efni.. en krakkar mínir (komiði sæl) það er ekki hægt að vera með sjal á tónleikum.. talandi um stressfaktor dauðans... alltaf að detta af, eða leka niður, böggböggbögg.
Tókst svo á endanum að kaupa mér pils, mjög flott úr STÍFU efni en ermalaust reyndar.. (hehe þarna er hugmynd.. pils með ermum..) og að sjálfsögðu varð ég að taka á öllu mínu að komast út úr búðinni þvílíkur var þrýstingurinn á mig að kaupa ermalausa toppinn sem við átti (sko, þú færð þér bara sjal og NÆLIR það saman á nokkrum stöðum í kring um hendurnar... voða sniðugt.. já einmitt svona.. jahh þú getur náttúrulega stytt sjalið, það þarf ekkert að vera svona sítt... já þú kaupir þér bara brjóstahaldara í nákvæmlega sama lit, þá skiptir engu máli þó bæði höldurnar sjáist og krækjurnar á bakinu í gegn um víravirkið....)

já.

það fer nú að koma að því að ég fari að láta hana stefaníu sauma á mig.. greinilega eina sem virkar ;)

LONDON BEIBÍ LONDON!

Keypti mér flugmiða í gær! ætla að fara að hitta Theresu (gamla kennarann minn úr Guildhall)! VEI! get ekki beðið.. hmm get keypt mér efni í kjólinn sem Stefanía ætlar að sauma...

föstudagur, desember 12, 2003

Adam lay y bounden
You are 'Adam Lay Y Bounden'! Ah, you appear to be
something of a Christmas snob. Whether you are
a musician who has sung one carol service too
many, or merely someone with very highbrow
views on music and culture, you shudder at the
thought of piped music in lifts, wince at
endless repetitions of Jingle Bells and have
put out a contract on Rudolph. While you agree
that some of the well-known carols are lovely,
you are more drawn by the really obscure
medieval carols, or the ones arranged by Bach.
You also know parodies of several carols - a
legacy of excessive carolling, or perhaps just
the product of an enquiring and slighly cynical
mind... Try to enjoy Christmas, anyway.


What Christmas Carol are you?
brought to you by Quizilla

skooo Hildigunnur ;)

lofa að blogga alruvu á morgun.. hehehe promises promises....

þriðjudagur, desember 02, 2003

í mogganum í morgun:

Eitt mergjaðasta atriði tónleikanna var þegar lágstemmdar tenórraddir kórsins sungu kóral við þýðan undirleik hljómsveitarinnar. Undirbjó það áheyrendur fyrir hápunkt dagskrárinnar, sópranaríu þar sem sungið var fyrir hönd þeirra er minna mega sín: "Jafnvel mildum veikum rómi er hátign Drottins lofuð, þó lofgjörðin hljómi aðeins í andanum, þá endurómar hún hjá Honum á himnum."

Rödd Hallveigar, sem er björt og sakleysisleg, hæfði aríunni fullkomlega. Hófstilltur söngur hennar var svo óviðjafnanlega fagur að ekki er hægt að gera betur. Dempaður fiðluleikur Rutar Ingólfsdóttur féll líka vel að söngnum, og tignarlegur, hljómsterkur orgelforleikurinn þar á eftir var svo áhrifamikill að maður gersamlega gleymdi stund og stað. Er Herði, Hallveigu, Rut og öllu hinu tónlistarfólkinu hér með þakkað fyrir einstaka upplifun.

:)