Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, mars 31, 2005

*hrollur*

Megi sá sem fann upp magaspeglunina engjast í heitasta helvíti.. við hliðina á þessum sem fann upp skattframtalið.

Sko skemmtilegra fyrir þá nebbla, þeir geta þá borið saman pyntingaraðferðir (þeas ekki helvítis á þeim heldur þeirra á almenningi) og farið í skemmtilega leiki eins og Brenndu Nasahárin og samið skemmtilegan slagara sem gæti heitið rattle my chain..

Hér kemur greinin :D

DECAF POOPACINO HAPPENS

DAVE BARRY

I have exciting news for anybody who would like to pay a lot of money for coffee that has passed all the way through an animal's digestive tract.

And you just know there are plenty of people who would. Specialty coffees are very popular these days, attracting millions of consumers, every single one of whom is standing in line ahead of me whenever I go to the coffee place at the airport to grab a quick cup on my way to catch a plane. These consumers are always ordering mutant beverages with names like ''mocha-almond-honey-vinaigrette lattespressacino,'' beverages that must be made one at a time via a lengthy and complex process involving approximately one coffee bean, three quarts of dairy products and what appears to be a small nuclear reactor.

Meanwhile, back in the line, there is growing impatience among those of us who just want a plain old cup of coffee so that our brains will start working and we can remember what our full names are and why we are catching an airplane. We want to strike the lattespressacino people with our carry-on baggage and scream ''GET OUT OF OUR WAY, YOU TREND GEEKS, AND LET US HAVE OUR COFFEE!'' But of course we couldn't do anything that active until we've had our coffee.

It is inhumane, in my opinion, to force people who have a genuine medical need for coffee to wait in line behind people who apparently view it as some kind of recreational activity. I bet this kind of thing does not happen to heroin addicts. I bet that when serious heroin addicts go to purchase their heroin, they do not tolerate waiting in line while some dilettante in front of them orders a hazelnut smack-a-cino with cinnamon sprinkles.

The reason some of us need coffee is that it contains caffeine, which makes us alert. Of course it is very important to remember that caffeine is a drug, and, like any drug, it is a lot of fun.

No! Wait! What I meant to say is: Like any drug, caffeine can have serious side effects if we ingest too much. This fact was first noticed in ancient Egypt when a group of workers, who were supposed to be making a birdbath, began drinking Egyptian coffee, which is very strong, and wound up constructing the pyramids.

I myself developed the coffee habit in my early 20s, when, as a ''cub'' reporter for the Daily Local News in West Chester, Pa., I had to stay awake while writing phenomenally boring stories about municipal government. I got my coffee from a vending machine that also sold hot chocolate and chicken-noodle soup; all three liquids squirted out of a single tube, and they tasted pretty much the same. But I came to need that coffee, and even today I can do nothing useful before I've had several cups. (I can't do anything useful afterward , either; that's why I'm a columnist.)

But here's my point: This specialty-coffee craze has gone too far. I say this in light of a letter I got recently from alert reader Bo Bishop. He sent me an invitation he received from a local company to a ''private tasting of the highly prized Luwak coffee,'' which ''at $300 a pound . . . is one of the most expensive drinks in the world.'' The invitation states that this coffee is named for the luwak, a ''member of the weasel family'' that lives on the Island of Java and eats coffee berries; as the berries pass through the luwak, a ''natural fermentation'' takes place, and the berry seeds -- the coffee beans -- come out of the luwak intact. The beans are then gathered, washed, roasted and sold to coffee connoisseurs.

The invitation states: ''We wish to pass along this once in a lifetime opportunity to taste such a rarity.''

Or, as Bo Bishop put it: ''They're selling processed weasel doodoo for $300 a pound.''

I first thought this was a clever hoax designed to ridicule the coffee craze. Tragically, it is not. There really is a Luwak coffee. I know because I bought some from a specialty-coffee company in Atlanta. I paid $37.50 for two ounces of beans. I was expecting the beans to look exotic, considering where they'd been, but they looked like regular coffee beans. In fact, for a moment I was afraid that they were just regular beans, and that I was being ripped off.

Then I thought: What kind of world is this when you worry that people might be ripping you off by selling you coffee that was NOT pooped out by a weasel?

So anyway, I ground the beans up and brewed the coffee and drank some. You know how sometimes, when you're really skeptical about something, but then you finally try it, you discover that it's really good, way better than you would have thought possible? This is not the case with Luwak coffee. Luwak coffee, in my opinion, tastes like somebody washed a dead cat in it.

But I predict it's going to be popular anyway, because it's expensive. One of these days, the people in front of me at the airport coffee place are going to be ordering decaf poopacino. I'm thinking of switching to heroin.

miðvikudagur, mars 30, 2005

einn kúkachino takk..

sem ofurkaffisnobbari dauðans hef ég eignast nýtt missjón...

þetta VERÐ ég að smakka! :D

sunnudagur, mars 27, 2005

jæja..

Gleðilega páska öll sömul! :D


fór í messu í morgun eins og lög gera ráð fyrir sem var gífurlega hressandi miðað við að hafa verið í frábæru brúðkaupi í gær hjá Hrönnslu og Helga þar sem var ekkert rosalega mikið af mat og ekkert rosalega lítið af áfengi.. hrmm.. en svaka stuð og takk fyrir mig aftur :D

Í morgunmatnum eftir messuna vorum við að lesa málshættina okkar og voru þeir missniðugir eins og gengur. Sumir voru ansi góðir, Jón Helgason komst t.d. að því að hann gæti ekki dansað við sjálfan sig og vakti það töluvert fliss í liðinu. Bryndís átti þó vinninginn með "málshættinum" Oft fylgir sviði sárum kláða. Gífurlega smekklegt svona snemma morguns.

Í kjölfarið fylgdu nokkrir heimasmíðaðir og voru þeir ansi góðir, þar átti þó hinn sniðugi Finnbogi vinninginn með Fjarlægðin gerir fjöllin blá og Hafnfirðinga seina á æfingar.

föstudagur, mars 25, 2005

8. sálmur - Prédikun Kristí fyrir Gyðingum

1.
Talaði Jesús tíma þann
til við óvini sína
sem komnir voru að höndla hann.
Heyrum þá kenning fína.

2.
Sem til illvirkja eruð þér
útgengnir mig að fanga.
Áður gat enginn meinað mér
í musterinu að ganga.

3.
Daglega hef ég sýnt og sagt
sannleikans kenning mæta.
Enginn gat hendur á mig lagt,
ættuð nú þess að gæta.

4.
Yfir stendur nú yðar tíð
uppfyllt svo ritning verði.
Myrkranna geisar maktin stríð,
mæla svo Jesús gjörði.

5.
Ljúflyndi blessað lausnarans
líttu hér, sál mín kæra.
Sá vill ei dauða syndugs manns,
svoddan máttu nú læra.

6.
Jesús þeim sýndi í sannri raun
sálarheill, náð og frelsi.
Guðs syni Júðar guldu í laun
grimmd, hatur og fangelsi.

7.
Furða það, sál mín, engin er,
ei skalt því dæmi týna
þó veröldin launi vondu þér
velgjörð mjög litla þína.

8.
Gyðinga dæmi skynja skalt,
skil þig við ódyggð slíka.
Þakklæti fyrir góðgjörð gjald
Guði og mönnum líka.

9.
Ég læt mér þessu jafnframt sagt,
Jesú, af orðum þínum:
Enginn gat hendur á þig lagt
af eigin vilja sínum.

10.
Þann takmarkaða tímans punkt
tilsetti faðirinn mildi
nær það ánauðarokið þungt
yfir þig ganga skyldi.

11.
Eins upphaf líka og ending með
allrar hörmungar minnar,
faðir himneski, er fyrir séð
í forsjón miskunnar þinnar.

12.
Þessi nú tíminn yðar er,
óvinum Jesús sagði.
Herrans ég þetta máltak mér
í minni og hjarta lagði.

13.
Nú stendur yfir mín náðartíð.
Nauðsyn er þess ég gætti.
Líður mig drottins biðlund blíð
brot mín svo kvittast mætti.

14.
Ef ég þá tíð sem Guð mér gaf
gálaus forsóma næði
drottins tími þá tekur af
tvímælin öll í bræði.

15.
Því lengur sem hans biðlund blíð
beðið forgefins hefur
þess harðari mun heiftin stríð
hefndar þá drottinn krefur.

16.
Guðs vegna að þér gá, mín sál,
glæpum ei lengur safna.
Gjörum iðran því meir en mál
mun vera synd að hafna.

17.
Í dag við skulum skipta um skjótt,
skal synd á flótta rekin.
Hver veit nema sé nú í nótt
náðin í burtu tekin.

18.
Talar Jesús um myrkra makt.
Merkið það, valdstjórnendur.
Yður skal nú í eyra sagt:
Umdæmið heims tæpt stendur.

19.
Ljósið myrkrin burt leiðir frí
með ljóma birtu sinnar.
Varast að skýla skálkinn því
í skugga maktar þinnar.

20.
Minnstu að myrkra maktin þverr
þá myrkur dauðans skalt kanna
í ystu myrkrum og enginn sér
aðgreining höfðingjanna.

21.
Myrkri léttari er maktin þín,
minnst þess fyrir þinn dauða,
þá drottins hátignar dýrðin skín
hann dæmir eins ríka og snauða.

22.
Fyrst makt heims er við myrkur líkt,
mín sál, halt þér í stilli.
Varastu þig að reiða ríkt
á ríkismannanna hylli.

23.
Drottinn Jesú, þú lífsins ljós,
lýstu valdstjórnarmönnum
svo þeir sem ráða yfir oss
eflist að dyggðum sönnum.

24.
Jesú, þín kalda kvalastund
kvalatíð af mér svipti.
Guðs barna gafst mér gleðifund,
góð voru þau umskipti.

25.
Myrkranna þrengdi maktin þér
mig svo leystir úr vanda.
Kvalanna ystu myrkur mér
mega því aldrei granda.

Hallgrímur Pétursson

mánudagur, mars 21, 2005

oh

eruði ekki að grínast í boðinu? á í ALVÖRUNNI að fara að flytja inn þennan fávita? Þennan geðsjúkling?

Er ekki nóg af geðveiku fólki hér sem þarf að gera eitthvað fyrir? Þurfum við að flytja það inn?

úff.

Ef maður væri ekki svona eðlislatur mætti halda að maður færi að gera eitthvað. Mótmæla og svona.

Nei annars. Er ekki ágæt sjónvarpsdagskrá í kvöld?

sunnudagur, mars 20, 2005

Við sextánda sætið stefnum í.. við skulum ekki miiiissaf því!

Ótrúlega en sannarlega skemmti ég mér bara stórvel við að horfa á Gísla "hæstastig" Martein í kvöld. Júróvísjón klikkar náttúrulega aldrei og lagið alveg bara svona líka þrælsniðugt og lekkert, ofurjúrólegt þó það sé ekki með módúlasjón, vídjóið kúl as hell, kóreógrafían sínkrónæsuð og allt saman bara gazalega smart.

Reyndar boðar ekki gott að ég skuli ekki fyrir mitt litla líf muna lagið núna. hmmmm...

Þegar Selma var síðast vorum við í London og fórum í alveg hreint bráðskemmtilegt júrópartí hjá Mumma tölvukalli þar sem voru alveg ógeðslega margir íslendingar, allir skemmtu sér hið besta.. jahh nema náttúrulega Kalli greyið hennar Hörpu sem var eini svíinn á svæðinu. Hann átti ekki sjö stundirnar sælar það kveldið :D

föstudagur, mars 18, 2005

kreisíness in ðe bónus

Alveg er ég búin að fá nóg af þessu verðstríði.

Það var búið að segja manni að þetta væri búið en nei.. hætti mér inn í Bónus í gær og þar var sama brjálæðið í gangi og um daginn, fólk að þusast og rassakastast um alla búð, óandi og æjandi, "Sigurður!! Komdu með körfuna!! álpappírinn er á fimmkall!!" og menn með geðveikisglampann í augunum með 135 stykki af skyr.is (sem rennur n.b. út eftir tvær vikur) í körfunni oná 18 risapáskaeggjum frá Nóa og 75 kg af vínberjum. Bæði bláum og grænum, kostuðu bæði 13 krónur.
Aðrir röflandi á kössunum af því að þeir megi bara kaupa 2 stykki af 2lítra kóki (eins og þeir þurfi á einhverju meiru að halda) eða yfir því að mjólkin hafi hækkað úr 22 krónum í 25 á meðan á ferðinni stóð frá kæli að kassa, heimtandi að fá endurgreitt eða allavega inneignarnótu fyrir þessum 9 krónum sem á milli standa. "Það verður að STANDAST verðið á hillunni!"

Hvað kemur eiginlega næst?
-Ef þú kaupir 3 kippur af spurkóla og 5 lambalæri fylgir Jói í grænmetinu með! Hentugur til verðmerkinga!

Þarna stóð ég hálfaumingjaleg með körfuna mína með hakki, 3 banönum og pakka af dömubindum og þurfti að bíða í 20 mínútur eftir að komast að kassanum því á undan mér var lööng lína af yfirflóandi troðfullum körfum af drasli sem á hvorteðer eftir að skemmast hjá þessum bandbrjáluðu kaupóðu íslendingum.

Ég er alveg til í að borga sirka 100 kall fyrir kílóið af vínberjunum í stað 13 króna og 50 kall fyrir mjólkurlítrann í stað 22 króna svo lengi sem mér er hlíft við þessum látum. Vil bara lægra verð til frambúðar en ekki þessa vitleysu.

mánudagur, mars 14, 2005

og nú er koooomið að því!!!

á morgun mun ég reyna að ná inn einhverju af því sem ég er búin að vera að gaula undanfarin ár á ódauðlegar upptökur, verðandi kynslóðum til menningar og yndisauka.

Gjörnaður þessi mun eiga sér stað í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ kl 20.30 og mun kosta litlar 1500 krónur inn, nema fyrir fátæklinga á borð við nemendur og gamlingja. Þeir þurfa bara að púnga út einum þiðsundkalli fyrir dýrðina.

vona ég nú að sem ALLRA ALLRA flestir láti sjá sig svo aumingja upptökumaðurinn minn fái eitthvað fyrir sinn snúð.



þið eigið sko ekki að fara þarna megin inn, heldur hinum megin sko...

sunnudagur, mars 13, 2005

Sannar sögur úr firðinum

Í Tónó Hafnarfirði er gaman að vinna og gíbburlega skemmtilegt fólk sem kennir við þann fróma skóla. Fljúga þar margar sniðugar sögur yfir kaffilíkinu og matarkexinu.
Hér er ein góð:
Ein lítil títla kom til mömmu sinnar um daginn og spurði: mamma, er ég búin til í glasi, ættleidd eða rídd?

Mér finnst þetta snilld, og það fannst einnig doktori nokkrum hér við bæ sem kenndur er við Tótu og hef ég fyrir satt að hún hafi samið limru um þetta atvik, og auglýsi ég hérmeð eftir henni..limrunni þar að segja, ekki Tótu þó hún sé auðvitað velkomin hingað :D

jamm.

p.s. Hendi inn aftur afdönkuðum letingjabloggurum sem eru búnir að bæta ráð sitt, það eru fornvinkonur mínar úr forgarðinum (Helvítis þeas) og samgaularar í kristi, Kristín Berglind og Bryndís.

föstudagur, mars 11, 2005

slappleiki og elliglöp

Maður hefði nú haldið að fyrstu einkenni elliglapa væru línur í kring um augun, eyrnastækkanir og aukin viska og umburðarlyndi eins og ég hef reyndar áður rætt.

En nei. Þetta er vissulega allt til staðar en eitt hefur orðið mest áberandi við að aldurinn færist yfir. ÉG ER GJÖRSAMLEGA DAUÐ ÚR ÖLLUM ÆÐUM á föstudagskvöldum. Villtir folar (jahh nema þessir mennsku kannski) gætu ekki dregið mig út á líkfið... eh já þetta var líklegast freudian slip of the finger, ætlaði að skrifa lífið en það varð næstum að líkfylgd. Sýnir og sannar það sem ég var að tala um.

Ójá liðnir eru þeir sælu dagar þegar fimmtudagurinn var fyrsti í helgi, og fjögradaga syrpur helgarlegt brauð. The glory skapftahlíðdays are over.

Æ kannski eins gott. Það er ekki eins og ég sakni þeirra :Þ

miðvikudagur, mars 09, 2005

harðsperrur í maganum og læti bra..

Maðurinn er fyndnasti maður á jarðríki, það er engin spurning.
Hvað svo sem hver segir þá er ógeðslega frábært að hann geti látið mann gráta af hlátri yfir hversdagshlutum eins og eyrnalausum hákörlum, darth wader, refaveiðum, flugnaveiðum með eldvörpu og þesslags smotteríi án þess að þurfa að fara út í einhverja helvítis pólitík eða neðanbeltishúmor til að kreista fram bros.

MASSIVE respect fyrir það.

Er eiginlega bara eftir mig. Þarf að fara að sofa.

:D

P.s. er að komast að því að Eddie Izzard er ekkert að gera sig fyrir bakflæðið.. hrumpf..

izzardism

Eddie: We stole countries! That's how you build an empire. We stole countries with the cunning use of flags! Sail halfway around the world, stick a flag in. "I claim India for Britain." And they're going, "You can't claim us. We live here! There's five hundred million of us." "Do you have a flag?" "We don't need a flag, this is our country you bastard!"

bara að hita upp.. (óGEÐslega stórt smirk á andliti)

þriðjudagur, mars 08, 2005

ofurskutla dagsins..

er í boði tengdapabba sem lánaði mér bílinn sinn:

í nokkra daga á meðan verið er að bótoxsprauta, afsakið ryðverja ekkjuna. (Hey, same difference..)

aaaaahh hvað það er GAMAN að vera á nýjum flottum bíl! ég meinaða, maður bara rann til í vel bólstruðu upphituðu rassalöguðu sætinu..

og ekki spillir nafnið fyrir, HR-V! HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR-VÆLA!
getur ekki verið tilviljun..

bwah! hvað er þetta, ég er fljótari að detta inn í materíal görlið en Madonna að skrifa barnabók! Verð að fara að drífa mig á þetta kommanámskeið sem allir eru að tala um (how to become a communist one o one) sem fyrst..

mánudagur, mars 07, 2005

djísús

Oft var þörf en nú er nauðsyn..

ekkert eftir nema demba sér íða!

ég meinaða.

fimmtudagur, mars 03, 2005

life is sweet

Eins og dagurinn í gær var ömurlegur og stressandi og frústrerandi er dagurinn í dag búinn að vera draumur í dós.. fékk súperkúl gigg, að syngja sópranhlutverkið í Carmina Burana með fílharmóníunni, kom saman upptökutíma í næstu viku í Salnum sem að var hausverkur DAUÐANS í gær og kostaði þrjátíuogáttaþúsund símtöl úr gemsanum mínum.. náði að æfa svolítið vel með Árna Heimi í fyrsta skipti í tvær vikur og bara margt fleira skenntilett í gangi. Og svo skín blessuð sólin sem er ekki verra.

Suma daga gengur bara allt upp.. er alveg að kaupa svoleiðis daga.

Vá, Tosca!

Þá er Tosca tuggin, henni kyngt og meltingin komin á fullt. Plottið mitt ógurlega virkaði, var búin að bóka mér miða á sýninguna á fimmtudaginn kemur en datt í hug að ég gæti kannski laumað mér inn á FÍH frímiðanum í gær því ég var búin að frétta að það væri ekki alveg pakkað eins og á allar hinar sýningarnar. Sparaði mér 4500 kall og geri aðrir betur. Var reyndar frekar svekkt yfir að vera að fara ein, var búin að hringja í hina og þessa en enginn komst með mér. Síðan er ég þarna að væflast og rekst á Bóbó minn (Bjössa Thorarensen stórvin minn, jólakött og herra Fogg) og hann var í sömu sporum, á FÍH miða og hafði ekki fundið neinn með sér.. og viti menn! hann var í SÆTINU við hliðina á mér! ótrúlega skemmtilegt bara...

Mér fannst mjög gaman í gær, söngurinn var frábær.. tríóið stóð sig með eindæmum vel á því sviðinu og þó ég sé (af augljósum ástæðum ;) ) hlynnt fjölbreyttara vali á söngvurum við ÍÓ er ég ekki viss um að það hreinlega SÉU það margir aðrir hér á landi sem gætu sungið þessi hlutverk á þessum kalíber sem ég heyrði í gær.
Samt, ef ég á að vera alveg hreinskilin hefði alveg mátt leikstýra Elínu og Jóa aðeins meira, fannst vanta aðeins upp á að þau væru að sannfæra mig í hlutverkunum. Var mun hrifnari af þeim í Macbeth. En þau sungu eins og vel búttaðir berrassaðir englar. Óli Kjartan lék stórvel eins og venjulega.

Sviðsmynd og búningar flottir (nema þessi asnalegu sólgleraugu sem stóðu út eins og dragdrotting á trukkaralli) sérstaklega hafði ég gaman af Rúnari Geirmunds í biskupamúnderíngunni :D

Nokkur leikstjórnarklúður voru að pirra mig, af einhverjum ástæðum voru þeir að troða Jóa greyinu niðrí stiga hægra megin við sviðið þegar hann söng e lucevan le stelle þannig að maður sá hann ekki. Elín var líka krjúpandi að syngja vissi d´arte en hún var þó allavega uppá sviðinu. Þá var allur fókus tekin af henni þegar hún kastar sér fram af svölunum þannig að maður var alveg.. hvað varð af Toscu?

Allir örugglega voða spenntir að vita hvað mér fannst um húsið en ég verð bara að vera sammála honum Jónasi í þetta skiptið, þegar voljúmið fór upp fyrir eitthvað visst (sem gerist oft hjá svona látúnsbörkum eins og voru hér í aðalhlutverkunum) suðaði bara fyrir eyrunum á manni því húsið ber þetta engan veginn. Truflaði mig samt ekki nóg til að fullyrða að það eigi bara að slaufa þessu öllu, alls ekki, því þetta var ekki nema svo lítill hluti heildarpakkans.

Waysany, hægt að nöldra og sveia yfir einhverju smástöffi en sýningin var frábær og öllum aðstandendum til mikils sóma. Takk fyrir mig! :)

p.s. þeir sem fatta brandarann í nafni pistilsins eru kúl.. og mega láta vita í kommentakerfinu..

þriðjudagur, mars 01, 2005

Fyndna barnið með framtíðarplön

Ragnheiður Dóra: ..og svo ætla ég að giftast Arnlaugi. Og við ætlum að eignast barn.

Mamma: já er það..

Ragnheiður Dóra: og ég ætla að bjóða ÖLLUM!

Mamma: í brúðkaupið?

Ragnheiður Dóra: já... líka mömmu hans.

Greinilegt að tengdamæðrahræðslan er genatísk :D

Who?

fann þetta skemmtilega samtal hjá Gusuganginum.. það er hætt við að maður glotti í kampinn við að hlusta á það :D