Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, maí 26, 2005

Loxins..

koma svörin hennar Stínu! Og nú vantar mig sjálfboðaliða til að grýta spurningum í, helst fimm, vinsamlegast kvitta í kommentin takk ;)
Spurningarnar eru á ensku þannig að svörin eru líka á ensku.. þeir sem vilja þýðingar geta sent mér póst og mun ég þá svara um hæl.. með íslensku svörunum og bankareikningsnúmerinu mínu ;) múhahahahaha

Here goes:

1) If you weren’t a heavenly soprano diva, what would be your profession? Was singing always the only thing you wanted to do?

No- I even went to the University of Iceland to study literature because that was the OTHER thing I really wanted to do. I´ve read books my entire life, when I was a child I would read one a day all summer.. I had even finished most of Laxness novels by the time I was twelve. (Needless to say I never read any good books anymore.. no energy!) At college I took all literature courses they had (and at my college MH they had loads, f.e. Russian, south American etc) and I absolutely loved them.
I only had to be at the UI for a semester when I found out that this was not exactly the same thing and that real literature courses were all about writing books about other people´s books and I very quickly lost interest. Did meet some interesting students (Andri Snær Magnason, Huldar Breiðfjörð f.e.) and some wonderful professors (Guðni Elísson, Árni Bergmann f.e.) there.

2) What is it about music that makes it so essential to our lives?


Music carries on where words finish. Music makes the sad things sadder and the happy things happier. Good music touches our core, makes us feel more alive and is the perfect channel for our emotions.

3)I know you studied in London. Did you always have your heart set on Britain, or did you consider schools elsewhere?

Not only did I have my heart set on Britain, I had decided to go to the Guildhall School of Music and Drama when I was eleven (to study acting actually but nevertheless!) So it was kind of ironic that when we decided to go to England my first choice of college was the Royal Northen College of Music in Manchester since Jón was going there to study. So I go to the auditions and completely screw up the one to RNCM and absolutely ace the GSMD one. (I didn´t even apply to any other ones which was quite risky, but then I have always been very sure of myself ;) )
So in the end I was put on the waiting list in Manchester but welcomed to the Guildhall (which is a college LOT more difficult to get into) so I ended up where I had always wanted to go! One of my best friends had only one thing to say when she heard and that was : be careful what you wish for, it might come true! :D

4) What’s the best thing about having kids?

To suddenly find someone who you absolutely and unconditionally love and absolutely and unconditionally loves you. To suddenly meet the one person you would easily give up your life for in a second (I know most people say that about their partners, especially in the beginning of the relationship but it REALLY is a different thing… sorry). To find out every single day that you are able to love your child even more than the day before.

5) What kind of car is the essential diva car? What make and colour would it be?

Don’t you mean carS? When I am rich and famous I will have a Porce in every colour so that I can acessorise each outfit. Oh, and I wouldn’t say no to a Hummer.

6) Will you be running for mayor in the next twenty years?

Hehe no. But I will sing at their inauguration ceremonies ;)

GAAAAHHHHH!

Hvað er eiginlega orðið af portrettinu mínu!!

skæl.

mánudagur, maí 23, 2005

einn skorinn latte í neskaffi á morgun takk.

Mæli EINDREGIÐ með tónleikum okkar í Rinacente í Neskirkju annað kveld kl 20.30 þar sem frumflutt verður á Íslandi meirihlutinn af óratoríu Alessandros Scarlatti: La Santissima Trinitá (samið 1724 að því talið er). Rosalega skemmtileg tónlist með órígínal hljóðfærum sem frændgarðurinn spilar á af mikilli list.
Það er sko alveg greinilegt að Mozart gamli hélt mikið upp á Scarlatti diskinn sinn og hlustaði á hann trekk í trekk. Kannski var hann jafnvel með hann í bílnum! Fullt af stöðum sem minna mann óneitanlega á Mozza gamla.

Þar eð ekki verður allur óróinn fluttur sökum tenóraniðurfalls verða litlir fyrirlestrar inná milli kafla til að kynna áhorfendur aðeins fyrir þessari tónlist því ekki hefur hún nú verið mikið flutt hingað til og er það (morður og) miður.

Eins og áður sagði er nú hljósseit í fyrsta skipti með (stakk nú uppá að við tækjum þátt í mússíktilraunum við litlar undirtektir..) og eru það mín indælu frændsystkin Hilda og Siggi sem eru þar fremst í flokki ásamt sembalglamraranum og nýgiftingnum Steina, aðrir spilisnillingar eru Örnólfur, Martin Frewer og Sarah Buckley. Og enn skemmtilegra er að þriðja frændsystkinið hún Marta er að syngja með okkur gömlu góðu hrínascentemeðlimum (sumsagt mér, Hrólfi og Jóhönnu).

Glæzilegt prógramm er á tónleikunum með þýðingum á öllum textum svo auðvelt er að fylgjast með hinni æsispennandi atburðarás óróans...

Innkosnaður er skitinn 1500 kall (gefið bara! Ímyndið ykkur bara hvað myndi kosta inn á þennan concert í Halla Gríms) og ég lofa frábærum tónleikum!

sunnudagur, maí 22, 2005

Vinur, hví setur þú mig í þessa hræðilegu skó!

Er óðaönnur að jafna mig því þrátt fyrir tvö segamegadræf settbökk í karríernum, eitt stykki rætið ofurmetnaðargjarnt suzukiforeldri (þið verðið að skilja það að 7.4 í tónfræði 5 (sem er tekin fjórum árum of snemma nota bene) lítur auðvitað HRÆÐILEGA út á Harvard umsókninni..) og svo einhvern helv.. sms perra/stalker í síðustu viku er nú til lítils að vera að dvelja eitthvað við þessi óskup og er því dívan komin í sitt náttúrulega góða skap aftur.

Kom þar ýmislegt til hjálpar, besti maður og barn í heimi, góðir vinir sem fara með mann í Forgarð Helvítis (smáralind þeas) í smá retail therapy og svo auðvitað árvissa júrópartíið með Stóru Systur og fjölsk. sem stóð alveg fyrir sínu þrátt fyrir að íslenska lagið væri ekki nógu gott til að komast í lokakeppnina. Það var nefnilega málið, atriðið stóð ekki á nokkurn hátt uppúr í forkeppninni þó það væri ágætlega flutt. Lagið var hreinlega ekki nógu gott og búningarnir auðvitað hræðilegir. Eitthvað segir mér að mig hafi nú grunað þetta ;)
Ég verð mas að segja að ég er töluvert svekktari yfir að Wig Wam skyldi ekki klára keppnina í gær heldur en að við skyldum detta út. Heja Norge!

Waysany, þá fjárfesti ég í flottustu skóm veraldar í Forgarðinum og sjaldan hefur hugtakið að þjást fyrir fegurðina átt jafnvel við og síðustu tvo daga.. en ég SKAL láta mig hafaða.. þeim verður ekki skilað heldur verða gengnir til if it´s the LAST thing I´ll do! ;)

miðvikudagur, maí 18, 2005

blús

mikið afskaplega eru síðustu dagar búnir að vera niðurdrepandi og ömurlegir.. langar helst að skríða undir sæng og vera bara þar, í mesta lagi með eina sunnudagskrossgátu meðferðis.

Eða ALLAVEGA fara að vinna á skrifstofu. Held að það væri bara best miðað við nýjustu fréttir.

Oft var þörf en nú er nauðsyn, vinsamlegast allir lesendur að taka sig til og hrósa mér! ;)

sunnudagur, maí 15, 2005

ó sóle míó..

bjóddu mér í bíó.. á rocky fjögur.. með Sylvester Stallone..
(syngist við augljóst lag!)





Your Inner European is Italian!









Passionate and colorful.

You show the world what culture really is.


föstudagur, maí 13, 2005

mæja pæja

ehhá og einmitt.. ojæja þetta er nú bara kúl..

The Maya civilization rose to its full splendor completely independently of the Old World civilizations.  If you're like them, then chances are you're a bit obsessive.  Don't worry, you'll
The Mayas rose to their full splendor independently
of the Old World civilizations. Like them,
you're probably a bit obsessive. Don't worry,
you'll make a good engineer.


What is your ancient civilization?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, maí 11, 2005

hetjusaga

ef einhverntíma guði datt í hug að búa til hversdagshetju þá var það í hitabylgjuborginni London 23. september 1999.

Fyndna barnið mitt er hryllilega útleikið og -steypt og slappt en æðruleysið og dugnaðurinn er ótrúlegur. Hún trallar og syngur eins og máttur gefur til og klórar sér EKKI NEITT! Ef hún gleymir sér og byrjar að iða eitthvað í skinninu þarf ekki annað en minna hana á að hún megi það ekki og hún hættir því um leið.. þetta er mun betri árangur en mætti nokkurntíma búast við af móður hennar það get ég sagt ykkur.

Ég á svo sannarlega besta og yndislegasta og fallegasta barn í heimi. Vei ykkur sem eruð að hugsa um að fara að bögglast til mótmæla.

Resistance is futile!

mánudagur, maí 09, 2005

ehh sko..

bara til að fyrirbyggja allan misskilning þá er það Ragnheiður snillingur sem er með hlaupabólu.. ég er bara með svona samúðarklæj..

Jæja..

kom að því.

Hér er ég með eitt stykki fyndna hlaupandi bólu, það er búið að bíða mikið eftir þessari.. (ehh þeas barnið er fyndið, hlaupabólan síður)

RDJ ofurhress og finnst þetta allt saman mjög sniðugt og fyndið, finnur ekki fyrir neinu en mig er afturámóti farið að klæja allsvakalega.

sunnudagur, maí 08, 2005

forses off ívill..

hafa komið í veg fyrir okkar indæla planlagða sunnudagsskreppitúr í fjörur Suðurnesja að hitta frænda rauða krabbans sem við hittum á Langasandi um daginn.

Fyrsti fors var þjóðkirkjan sjálf sem heimtaði nærveru undirritaðrar í messu alveg óvænt. Dívan hefur ekki gáfur til að reikna út messuplön þegar fyrir koma dagar eins og tröppuþolfimidagurinn í síðustu viku sem gleypa í sig heilu messuhópana sem annars hefðu átt að vera í dag og gefa þarmeð fjöruþyrstum fjölskyldumæðrum frí.

En ég lék nú aldeilis á þá, mætti jú en fór HEIM þar sem fors númer tvö var mættur á staðinn, sem var einhvur ansans umgangspestin. Lá í móki fram að kvöldmat (fékk nú reyndar fljótlega kompaní af fyndna barninu sem var líka búin að ná sér í þennan fjanda) þar til mér tókst að skreiðast upp í sófa til að glápa á veikindaþættina mína.

Og nú óum við mæðgurnar og æjum í kór með beinverki og hitaslæður og fáum fyrirtaksþjónustu hjá Nonna Stóra sem varð auðvitað allsekkert veikur frekar en fyrri daginn. Sem er gott.

Ég HATA að vera veik. Er þarafleiðandi í afleitu skapi. hrummppfff.

laugardagur, maí 07, 2005

sjokkfittsjokkhelvíti..

Eftir ENDALAUSA leit í bílnum í dag og þar VAR enginn sími var gamli bleikur auðvitað það fyrsta sem Jón Heiðar sá þegar hann opnaði bílinn.. æm só stjúbidd..

En jæja, nóg um það, sá gamli fær að fjúka enda orðinn vita ónýtur eftir viss "hot-tub incident" í holtinu Skála sumarið sem leið. Allir jú orðnir nett pirraðir að fá aðeins að njóta símasamvista við dívuna 15 sekúndur í senn þar til batteríið gaf sig.

Það GÓÐA er að ég get sett gamla símakortið í og fengið þarmeð alla kontaktana mína, dásemdarhringitóninn hans Þorbjarnar Bróður og jafnvel gömlu albert-hringitóna nashyrningsins sem ég ætti að geta sent honum úr nýju übergræjunni.

waysany. Kvöldið í kvöld er búið að vera svo stórfenglegt að langt er síðan ég hef átt svona skemmtilegt kvöld. Jahh eða þeas síðan á sunnudaginn síðasta.
Fór á alveg stórfenglegt tónleikauppistand (og já, það er víst til) hjá prímadonnunni Mary Lou Fallis í Salnum. ALLIR sem starfa við, hafa lært eða langar að læra söng eða starfa með söngvurum mega alls ekki láta þessa snilld fram hjá sér fara, hún fór á þvílíkum kostum að ég hef barasta ekki hlegið jafn mikið EVER.. ekki einu sinni á Izzardnum. Það eru til miðar á morgun, EKKI missa af þessu fyrir nokkurn hlut!

SVOOO fórum við súppi á Hús hinna fljúgandi rýtinga..

Hvernig er hægt að gera svona bíómynd? Það á ekki að vera hægt.
Get eiginlega ekki talað um hana ennþá. Hún er ennþá í meltingunni.

Enduðum kvöldið á brúnum Leffe í nautnalegum leðursófa á hundraðogeinum. Næs.

föstudagur, maí 06, 2005

tækjaóð-ur

Gamli síminn minn ennþá týndur en nýja símanum mínum líður mjöög vel.

Hann liggur í makindum í hleðslu og getur ekki beðið eftir að vera (mis)notaður af mér..

fokksjittfokkhelvíti..

Finn ekki símann minn.

Er örugglega að missa af HELLINGUM af frábærum söngtilboðum, hlutverkum og þesslass.

Bögg dauðans.

mánudagur, maí 02, 2005

Þetta er nú...

með því skemmtilegra sem hefur ratað í bloggheima í langan tíma..

plís plííís veriði dugleg að taka þátt því mig langar svo að sjá hverjir eru að lesa þetta bull í mér.. nenni ekki að vera með teljara sko, finnst það stressandi (eða eitthvað..)

I made a Quiz for you! Take my Quiz! and then Check out the Scoreboard!

fréttir af vælunni

fyrir langþyrsta (nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn byrjar á Steingrímur).

Steini, þetta er fyrir þig og hættu svo þessu væli ;) múhahahaha

Hér kemur Ráð Dagsins. Gerðum innkaup ársins á laugardaginn þegar skellt sér var á eitt stykki verandarhitara. Ef verið er að brasa með gas, eld og þess háttar er EKKI góð hugmynd að kaupa það ódýrasta í boði. Kom í ljós að inni í þessari übergræju var alveg hreint ótækilega (mín alltaf í nýyrðasmíðinni.. ertu ekki ánægður með mig Gunnar Hrafn?) lítill og aumingjalegur bolti sem átti að halda gaspípunni upp í brennarann. Við smávegis (lesist: þónokkur) átök við að koma gúmmíslöngunni úr gaskútnum upp á hinn enda pípunnar losnaði þessi elskulegi bolti með þeim afleiðingum að eftir allt japlið, jamlið og fuðrið (þó sérstaklega það síðastnefnda) við að koma þessu saman stóðum við uppi með samanbráðnaðan verandarhitara þar sem gasið hafði flætt um allt og kveikt í öllu heila klabbinu.. maður bara heppinn að vera enn í heilu lagi hér með óbrennt hús. (sjö níu þrettán, eitt stykki barin gluggakista)

Hér kemur Hrós Dagsins. Hagkaupin stóðu sig gíbburlega vel við afturtöku bráðnaða járnhrúgaldsins og endurgreiddu upp í topp. Sko þá! Vorum svo ánægð með þetta alltsaman að við droppuðum oní massaman og grænt karrí á nana thai í hádeginu.

Við Súppi áttum miða í leikhúsið í boði Markaðsdeildar Símans og skelltum okkur að sjá Koddamanninn á litla sviði leikhúss vorrar þjóðar í gærkveldi. Frábær sýning í alla staði, rosalega vel skrifað stykki og vel leikið, leikstýrt og bara allsherjar húllumhæ. Ekki spillti fyrir að vera vel úttroðinn af yndislegu entrekódi frá þeim hérna (bauð kallinum í steik fyrir sosum eins og eina Carminu-aríu.. it´s good to be the diva).

Svo var ég að fá frábærar fréttir sem þið fáið að heyra um leið og ég fæ þær staðfestar.. jei!

Ekkert rosalega leiðinlegt að vera ég í dag.