Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

trivia

(x) drukkið áfengi (ehh hvurslags spurning er nú það?)
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
(x) stolið bíl (foreldranna)(ekki kannski stolið en fengið "lánaðan í neyðartilviki")
(x) verið ástfangin
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
(x) faðmað einhvern ókunnugan
(x) verið rekin/n (já! helv.. beljan sem stjórnaði leikskólanum sem ég vann á..)
( ) lent í slagsmálum
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki (oooh yeah!)
( ) verið handtekin/n
(x) farið á blint stefnumót (hehe já með bankastarfsmanninum sem heillaðist af mér ;)
(x) logið að vini/vinkonu (ekki alvarlega samt.. meira svona EKKI að segja hvað mér finnst)
(x) skrópað í skólanum (kann 1989 tribbann utanað neðan úr Mararþaraborg)
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél (of oft)
( ) kveikt í þér viljandi
(x) borðað sushi (já en langar ekkert sérstaklega í það aftur eftir hringormafréttirnar um daginn)
( ) farið á sjóskíði

(x) farið á skíði (og dottið)
(x) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu (hehe I´m living with one)
(x) farið á tónleika (döh)
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
(x) rennt þér á sleða
(x) grátið svo mikið að þér finnst þú aldrei ætla að hætta
(x) svindlað í leik (samt bara þegar ég var lítil sko)
(x) verið einmana
( ) sofnað í vinnunni/skólanum
( ) notað falsað skilríki (nei, kynntist bara dyravörðunum rosa vel ;))
(x) fundið jarðskjálfta (gaggóinn minn stóð einu sinni á reiðiskjálfi, en fann ekki þennan 17. júní)
( ) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
(x) verið rænd/rændur (jebb í british museum)
(x) verið misskilin/n
( ) klappað hreindýri/geit/kengúru (geit)

( ) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
(x) lent í bílslysi (einu sinni keyrði tannlæknirinn minn aftan á mig..)
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
(x) fengið deja vu
(x) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
( ) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (ha?)
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur (já, við Kiddi frændi stungum af þegar við vorum fimm.. dísús ef rdj gerði það sama... omg!)
(x) fundist þú vera að deyja (lá einu sinni í skaptahlíð með 40° hita og dauðan síma)
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
(x) litað nýlega með vaxlitum (hehe ég Á fimm ára grísling)
(x) sungið í karaókí
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (já, muniði þegar við borguðum pizzuna með krónunum úr sparibauknum í Skaptahlíðinni :D)
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki (játs)
(x) hringt símahrekk (já en leið ógeðslega illa á meðan)
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni
(x) komið óboðin/n í partý..
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig

Álver smálver

Kvittið hér


ef þið hafið ekki áhuga á því þá bara... veriði úti..

föstudagur, febrúar 24, 2006

gawd

skil ekkert í því af hverju síðasti póstur datt út. Það var allavega ekki viljandi og þar sem tómleikarnir eru löngu búnir gerir það sosum ekkert til. Takk samt fyrir góðar kveðjur á kommentunum út af dómnum hans Rikka. Voða skemmtilegt sosum en ég er bara svona í heildina að reyna að láta dóma ekki hafa of mikil áhrif á mig, ég veit best hvernig mér gengur og læt það miklu frekar ráða því hvernig ég hugsa um tónleika sem ég syng eftir á heldur en hvað einhver skrifar í blað.

Það er ÞARMEÐSAGT ekki hægt að neita því að það er skemmtilegra að fá góðan dóm en slæman :)

Er annars alveg ótrúlega bissí þessa dagana og læt því lítið á mér kræla hér á síðunni. Gæti trúað að það yrði viðvarandi ástand, svona allavega fram yfir páska.

Live with it.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

gluggapóstur

lesendur athugið:

tilfinningavælan

fyllist út eftir nennu ;)

mánudagur, febrúar 13, 2006

ókei...

mikið er ég fegin. Ég er búin að eyða deginum í alveg afspyrnuvondu skapi, geðvond, leiðinleg og óþolinmóð og skildi ekki upp né niður í þessu, þar til ég kom heim og kíkti á mikka kallinn. Þar sá ég mér til mikillar furðu að hvorki meira né minna en FIMM bloggarar tala um að í dag sé mánudagur til mæðu og allt sé í volli.
Varð að kanna þetta nánar OG VITI MENN!:

Gönsó ðe greit upplýsir að í dag sé fullt tungl sem er alltaf nóg til að gera mig brjálaða í skapinu.

Nanna bendir á að í dag sé mánudagurinn þrettándi sem mér hefur alltaf skilist (eins og henni) að sé miklu frekar óhappadagur en föstudagurinn þrettándi hér hjá okkur.

Fjúff, hlaut að vera. Ég var farin að hafa áhyggjur af geðheilsunni, ekki mátti hún nú við miklu greyið.

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Sveitastúlkunnar draumur

þegar ég verð fullorðin ætla ég að verða listdansari á skautum.. ákvað það þegar ég var lítil (ja við skulum segja minni) og hef ekkert horfið frá því. Nú þarf ég bara aðeins að setja í reverse, skutla mér aftur niður um ca tvo sentímetra niður í 161 og japla gulrætur þar til ég verð 46 kíló eins og hún þessi, skella mér einu sinni, tvisvar niður á tjörn þegar það er frost (það hjálpar sko) og rifja upp gamla meistaratakta, ég gat hérna einu sinni farið afturábak og í áttu og snúið mér í hring og allt.. alveg satt.

Verst að ég skuli vera orðin of sein til Torino.. damndamndoubledamn.

Ojæja, það koma ullubíuleikar eftir þessa..

föstudagur, febrúar 10, 2006

mér finnst bara bæði betra

hér í garðinum sem kenndur er við Ás er að verða til heilsufanatíker af bestu gerð. Með ðe páverbúkk og meðfylgjandi litríka límmiða að vopni er fylgt út í ystu æsar öllum fyrirmælum sem amfetamíndvergurinn Maggi mega kokkar upp í endorfínkeyrðum dagdraumum sínum.
Ekki er hér snert á nokkru sem gæti talist óhollt á nokkurn hátt, ropvatn heyrir sögunni til, hnallþórur í banni og mæran mæðulega lítil. Brostið í grát yfir þeim úthugsuðu illskuplönum húsmóðurinnar að kippa með pizzu heim eftir kóræfingu kl 19.30 á föstudegi eftir langa vinnuviku..

Já en mamma það er ÓHOLLT!!!!

Í kaffihúsaferð fjölskyldunnar um síðustu helgi var staðið fyrir framan kökuskápinn og fúlsað við öllu klabbinu þar til mamma benti á að hægt væri að fá ávaxtaskál. Það slapp fyrir horn, svo lengi sem sæta vanillusósan sem fylgir með var undanskilin.

Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að fimm ára fyndið barn gæti haft slíka og þvílíka sjálfsstjórn. Er í rauninni alveg ótrúlega stolt af henni en ég verð að viðurkenna að þó þetta sé sniðugt upp að vissu marki er hægt að ganga OF langt. Af hverju var ekki hægt að hafa einn dag í viku þar sem börnin fengju EKKI mínusstig þó þau fengju sér smá sælgæti? Er ekki einmitt alltaf verið að tala um þessa nammidaga og hvað þeir séu sniðugir? Hér eru sko ENGIR nammidagar á meðan 40 dýrmæt orkustig fá að fjúka fyrir súkkulaðimolann. Onei.

Ég var orðin svolítið nervös yfir þessu öllu saman þar til hún dóttir mín elskuleg sagði í dag: "Úff mamma.. þegar febrúar verður búinn get ég LOKSINS fengið nammi og LOKSINS fengið makkdónalds.. úff.. eins gott." Þetta gladdi svo sannarlega móðurhjartað ;)

(Annars passar þetta ágætlega inn í plön okkar Jóns um að taka mataræðið á heimilinu í gegn, skipta út pasta fyrir heilhveitipasta, grjón fyrir hýðis og auka fisk- og grænmetisneyslu. Og því verður sko ekkert breytt þegar ofvirki spriklarinn er hættur að ráða ríkjum. Onei.)

laugardagur, febrúar 04, 2006

TREMMA Í HEL!

ÁFRAM SILVÍA! VÍ LOOOOOOF JÚ!!!!

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

we´re not worthy!


Lengi vel hef ég haldið upp á Hilmar Örn Hilmarsson. Ég hreifst af tónlistinni í Englum alheimsins (eins og reyndar myndinni allri) en þó er líklegast sterkasta upplifun mín af tónlistinni hans Hrafnagaldur Óðins í Laugardalshöll hér um árið. Það var mér því mikil og sönn ánægja í fyrradag þegar Hákon Leifsson stjórnandi Vox Academica hringdi í mig og bað mig að koma og syngja í nýju verki eftir Hilmar sem heitir því frábæra nafni Sjö sérhljóðar handa vini mínum, á tónleikum kórsins á myrkum músíkdögum í Langholtskirkju á þriðjudaginn kemur..

ótrúlega skemmtilegt.

Verður gaman að sjá hvaða sérhljóða ég fæ að syngja.. ha?