Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

þriðjudagur, júní 27, 2006

OMG!

þá er það á hreinu, engin ástæða lengur til að prófa að droppa sýru..

föstudagur, júní 23, 2006

Sex

jæja, það kom að því..

ég á ekkert lítið barn lengur.


hjartanlega til hamingju með sex ára afmælið elsku Ragnheiður Dóra mín :D

p.s. enda er þetta líka alveg rétt! bara verst að þeir eru að klúðra aðalástæðunni sem er að sjálfsögðu afmælisdagur fyndna barnsins..

miðvikudagur, júní 21, 2006

Vælan.is kynnir!! stórfenglegur menningarviðburður!!

jæja nú er komið að því að skella sér á hádegistónleika í góða veðrinu á morgun, fimmtudaginn 22.06 og koma að hlusta á okkur Árna í Gallerí Anima, Ingólfsstræti 8 kl 12.15.

Skemmtilegur salur sem er líka myndlistargallerí þannig að hlustendur fá enn meira fyrir sinn snúð, heila myndlistarsýningu í þokkabót!

Á efnisskránni verða sönglög úr leikritum, lög úr Sjálfstæðu fólki eftir Atla Heimi (já og Laxness auðvitað), Pétri Gaut eftir Hjálmar H. (og þarafleiðandi Ibsen líka eller hur?) og svo verða lög úr þremur söngleikjum eftir Stephen Sondheim (og Stephen Sondheim. Kallinn gerði textana líka.)

Og koma soh, allir að mæta ;)

laugardagur, júní 17, 2006

þjóðhátíðargjöfin í ár

handa ykkur kæru lesendur er hér

takk skördí fyrir linkinn ;)

sunnudagur, júní 11, 2006

Af messum...

Söng í maraþonmessu í Áskirkju í dag þar sem var verið að setja nýjan sóknarprest. Líst svona líka afbragðsvel á hann nema að einu leyti sem er að hann virðist ekki vera búinn að hrista af sér sveitatempóið og... tal... ar.... mjög... mjööög... hægt.....
Það teygðist því úr messunni í óhófi þar eð bæði var verið að skíra og svo auðvitað setja prestinn og svo var altarisganga í troðfullu rigningarblautu húsi, og það ánægjulegasta af öllu var að loftræstingin var biluð og leið okkur því á söngloftinu eins og gufusoðnu brokkolíi eftir einn og hálfan tíma. Maður hreinlega SÁ gufurnar stíga upp af pelsklæddum bláhærðum kerlingunum. Góð stemmning semsagt eða eins og Stebbi bassi orðaði það svo skemmtilega "ég held að mér hafi tekist að svitna á stöðum sem ég vissi ekki að hefðu svitakirtla!"

móttökum...

Tónleikarnir í gær gengu bara alveg ágætlega og við Árni fengum flottasta blómvönd í manna minnum, risastóra handgerða skál með homegrown grænmeti, gulrótarsultu, hunangskerti og salatáhöldum úr tré. Dásemd! fattaði náttúrulega ekki fyrr en ég var komin í miðja skál að taka mynd af herlegheitunum, hringdi í doktorinn sem hafði ekki heldur getað hamið sig í íþróttanammisátinu. Sem er jú gott. Ojæja, tek bara mynd þegar ég held næst tónleika á Sólheimum (blikk Þóra, bliiiiiiikk ;)) Yndislegur staður að öllu leyti og það besta er að auk grænmetisskálarinnar og kaupsins fáum við líka tvær gistinætur á hótelinu! ótrúlega rausnarlegt, hafiði prófað að gista á íslenskum hótelum?

og mófóum.

Á leiðinni heim var svartaþoka á heiðinni og þá urðum við vitni að einhverri þeirri mestu HEIMSKU sem ég hef nokkurn tíma vitað. Skyggnið var um þrír metrar, án gríns og maður mallaði þetta svona á 60-70 km hraða. Þá kemur upp að mér hvítur bens með einhverjum krakkafávitum með þvílíka njálginn og fór bílstjórinn að sýna hvað eftir annað tilburði til að taka fram úr mér! Á móti var tvöföld akgrein í hina áttina og þar var tiltölulega stöðug umferð.. ef hann hefði horft framhjá flautinu, blikkinu og djöfulganginum sem ég viðhafði til að koma í veg fyrir sjálfsmorðstilraunina hefði hann ekki bara drepið sjálfan sig, vini sína og þá sem hann lenti á heldur líklegast mig, Árna og Þóru líka, auk þeirra sem væru á eftir báðum megin..
semsagt, Éttu Skít PX620!

Hann brunaði svo framúr um leið og færi gafst og var nú heldur betur lukkulegur með það.. alveg þangað til ég náði honum auðvitað í lestinni sem alltaf myndast þegar nær dregur borginni. Fífl.Hvað á maður að gera þegar maður verður vitni að svona hegðun? Hringja á lögregluna? Myndu þeir gera eitthvað? Spyr sá sem ekki veit. Þetta var hreinræktaður glæfraakstur og við vorum 3 í bílnum sem erum vitni, ef lesendur hafa einhverja innsýn í svona hluti endilega kvitta í þiðvitiðhvað.

Jæja, best að fara að horfa á Rome. Tveir þættir eftir og ég er auðvitað ROSA spennt hvað gerist.. HVAÐ skyldi nú verða um hann Caesar vin minn? hmmmmm... Rosa þættir maður.


föstudagur, júní 09, 2006

plöggað á blögginu

Kæru vinir,

á góðviðrisdeginum á morgun er tilvalið að skella sér austur fyrir fjall í Sóheima í Grímsnesi að hlusta á undirritaða gaula fagra tóna úr íslenskum leikritum og erlendum söngleikjum við undirleik hæstvirts doktor med, dúllunar atarna. Tónleikarnir hefjast kl 13.3o og er aðgangur ógibbis! Mæli ég svo sterklega með því að fólk rölti þarna um, held að það sé hægt að kaupa sér lífrækt ræktað grannmeti og svo auðvitað frábær listaverk sem eru unnin á staðnum. Þar á eftir er hægt að fá sér kaffisopa og kökumola fyrir allan peninginn sem skapaðist við að þurfa ekki að borga inngang á tónleikana ;)

Vonast til að sjá sem flesta,

yðar, auðmjúklega

Væla Veinólínó

miðvikudagur, júní 07, 2006

Djöbbuls glæpamennirnir!!!

Virkjunarsinnar: nuddið ykkar skítugu trýnum upp úr þessu!

ARÐRÁN ÍSLANDSSÖGUNNAR!

gwahhh

ætli Lewis Caroll hafi átt einn svona?

mánudagur, júní 05, 2006

ferðahnoð




í Kaupmannahöfn
eru kunnugleg söfn
um klámið og metin og fleira
en utanálag
flestra húsa í Prag
um koll hafnarsöfnin fljótt keyra