Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

ástkæra fósturmold

Sætasta systirin bauð mér á tónleika með kammersveitinni Ísafold á þriðjudaginn.. vá, krakkar VÁ! þið voruð svo stórfengleg að ég er barasta hreinlega ennþá flabbergasted.

Dallapiccola var skáldlegur, Schönberg knappur að vanda, Webern snilld, Takemitsu var algjörlega magni-ficent, upphafinn og glæzilega spilaður (eins og allt hitt) og Haukur Tómas.. úff, ég á varla til orð sem lýsa upplifuninni nógu sterkt. Eins og ég sagði við mörg ykkar eftir tónleikana, þetta var sko rokk og ról!

Æði, þið voruð æði.. takk fyrir mig.

sunnudagur, ágúst 20, 2006

p.s.

henti inn tveim lööööngu tímabærum snillingum Gísla sæta í Londres og Magga Ragg herr organist. Svo fær Víkingur litli að koma aftur fyrst hann er byrjaður að blaðra aftur ;)

ómenningarnótt

úff hvað borgin er búin að klúðra þessu menningarnæturdæmi. Í stað huggulegs rölts um miðbæinn með innliti í gallerí og litla tónleika er þetta orðin stærri útgáfa af seytjánda júní með kandíflossi, blikkandi neondrasli og að megninu til lélegum únglíngaböndum á uppsettum sviðum (af borginni) um gersamlega ALLT þannig að þau grey sem reyna að halda uppi metnaðarfullri dagskrá af gamla laginu mega gjöra svo vel að þola að vera gjörsamlega kaffærð í hávaða.

Svo ég tali nú ekki um hvernig viss stórfyrirtæki hér í borg eru búin að hædjakka þessum degi. Undanfarna daga hefur verið opnuauglýsing í blöðunum upp á hvern dag um tónleika á Klambratúni, og síðustu tvo dagana hefur verið auglýsing um þessa sömu tónleika í hverjum EINASTA lesna auglýsingatíma í útvarpinu.. með þessu er verið að draga langflesta (alvöru, afsakið snobbið) listunnendur úr miðborginni frá klukkan átta til hálftíu, og þá er rétt tími til að rölta niður í bæ að sjá flugelda. Semsagt, vaðið yfir alla þá sem eru að reyna að gera eitthvað sjálfir, eitthvað skapandi og skemmtilegt sem er einmitt það sem menningarnótt hefur hingað til byggt á. frh fyrir neðan...

Af hverju var ekki hægt að halda þessa tónleika einhvern annan dag? Ég er viss um það að langflestir tónleikagestir hefðu lagt á sig ferð niður á Klambratún að hlusta í næstu viku einhverntíma, það var algjör óþarfi að vaða svona yfir hinn almenna þátttakenda á þessum (sem gæti verið) skemmtilega degi. Og nú má ekki misskilja mig þannig að ég hafi verið á móti tónleikunum yfirleitt því þeir hafa örugglega verið algjörlega frábærir. Bara tímasetningin sem fer í mig.

Og svo endar þetta auðvitað í gargandi fylleríi og viðbjóði eins og landans er von og vísa. Mér finnst alltaf jafn fyndið að hlusta á ráðamenn í borginni og hjá Lögreglunni væla og vola yfir þessu ár eftir ár þegar lausnin liggur jafn augljóslega fyrir. Færa þetta einfaldlega yfir á sunnudag.. það er nú ekki flóknara en það.

Ég vona svo sannarlega að eitthvað verði gert til að sporna við þessari þróun því upprunalega menningarnæturkonseptið var alveg stórkostlega skemmtilegt. Vona að við sjáum eitthvað því líkt aftur í framtíðinni.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

skódinskjí


Langar einhvern óstjórnlega að kaupa Skoda Fabia Comfort 2001, keyrðan 72 þúsund kílómetra, dökkbláan, 1400 vél, á nýjum heilsársdekkjum, nýstandsettan og skoðaðan án athugasemda? Selst á 690 þúsund kall eða minna fyrir fólk sem mér er vel við ;) Af þessum þúsundköllum eru 358 að láni hjá Lýsingu, útborgun á mánuði ca 10 þúsund. Bíllinn fór í ástandsskoðun um daginn og svo var gert við það sem var sett út á þannig að hann er nánast eins og nýr. Eigendur tveir, smurbók í toppstandi.

Og þið spyrjið, af hverju ertu þá að selja hann Hallveig? Nú, það er ekkert leyndarmál, það er bara snobb, langar í nýrri og dýrari bíl ;) Maður er nú ekki glamúrgella fyrir ekki neitt.

mánudagur, ágúst 07, 2006

gourmet comet

Af afskaplega vel heppnaðri ferð norður á Akureyri til að halda upp á áttræðisafmæli Júllu, uppáhalds tengdaömmunnar, verður að segja að hápunkturinn var gjöfin frá okkur Jóni sem var ferð á hinn stórfenglega veitingastað Halastjörnu, sem er staðsettur að Hálsi í Öxnadal.
Flestir matgæðingar hafa nú líklega heyrt af staðnum en hann er rekin af stúlku nokkurri vestan úr Borgarnesi sem fékk þá snilldarhugmynd að kaupa eyðibýli, fylla það af einstaklega sjarmerandi gömlu dóti og setja á stofn hágæða restúrant, á pari við Sjávarkjallarann og Humarhúsið nema ódýrari. frh fyrir neðan (helv.. blogger alltaf að slá í gegn)

Forréttir voru þrír, kræklingur í kampavíns- og kryddjurtasoði, heitreyktur svartfugl á eplum og lauk með hlynsírópi og piparrótarrjóma og að lokum saltfiskpaté í filodeigi með grillaðri tígrisrækju. Hvert öðru ljúffengara..
Aðalréttur kveldsins var svo pönnusteiktur steinbítur í engifer- og vínberjasósu með glænýjum kartöflum og grillaðri papriku sem var bæði ljúffengur og saðsamur, sérstaklega þar sem var boðið upp á ábót.. sem er btw a first á svona stað hjá okkur Jóni. Af einstakri græðgi bað ég nú um ábótina en gat svo að sjálfsögðu ekki klárað hana, ekki einu sinni þó Jón reyndi að hjálpa mér eftir að klára sína :)
Eftirrétturinn voru tvær gerðir af heimalöguðum ís, annar var með möndlum og kókos og rosalega góður en hinn var einfaldlega out of this world, ís með brenndri karamellu. Þessu var svo skolað niður með bragðgóðu kaffi og konjakki hjá þessum sem var ekki að keyra.
Fengum okkur einstaklega ljúft chileanskt chardonnay, vina maipo sem er frekar neutralískt og gekk því með öllu sem við fengum.
Afskaplega vel heppnað kvöld og sú gamla alveg í skýjunum eins og við líka. Snilld bara! Mæli EINDREGIÐ með að fólk skelli sér undir hraundranga næst þegar það á leið norður yfir heiðar. Ekki samt Jón Heiðar.