Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

föstudagur, maí 18, 2007

mééééér langar í eitt

af svona kikvendum :D

þriðjudagur, maí 15, 2007

spurningaleikur fiðrildisins

Freyja sæta frænka mín er með spurningaleik á blogginu sínu, hvet alla til að taka þátt :)

hér koma svörin þín Freyja mín:

1. já

2. til Ítalíu, rómar og marche

3. í 10 daga

4. já þrisvar sinnum til Ítalíu en reyndar aldrei á þetta svæði :)

sunnudagur, maí 06, 2007

Stebba Jóns á þing..

yes!! yes!! yes!!

miðvikudagur, maí 02, 2007

jæja nú er komið að því!!

Vortónleikar Sönghópsins Hljómeykis:
Óttusöngvar á vori
Á tónleikum í Langholtskirkju sunnudaginn 6. maí kl. 17:00 mun Sönghópurinn Hljómeyki flytja ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikurum Óttusöngva á vori eftir Jón Nordal. Auk þess flytur kórinn tónleikunum fimm 20. aldar kórverk sem mörg hafa aldrei hljómað áður á Íslandi.

Óttusöngvar á vori eftir Jón Nordal eru seinasta og jafnfram viðamesta verk tónleikanna. Hann samdi tónverkið árið 1993 að beiðni aðstandenda Sumartónleika í Skálholtskirkju og tileinkaði Skálholtsdómskirkju. Verkið skiptist í fjóra kafla. Þrír hinir fyrstu eru hefðbundnir messuþættir, þ.e. Kyrie, Sanctus og Agnus Dei, en fjórði kaflinn er saminn við Sólhjartarljóð eftir Matthías Johannessen. Matthías samdi Sólhjartarljóð í tilefni af því að þúsund ár voru síðan kristni var fyrst boðuð í landinu og í kvæðinu vitnar hann beint til Sólarljóða.
Auk Hljómeykis koma fram söngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir og Sverrir Guðjónsson, Sigurður Halldórsson sellisti, Frank Aarnink slagverksleikari og Lenka Mátéova organisti. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.