Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, júní 27, 2004

bellaitalia numero due: Rugantino Band

Við vorum á hótelinu Rosetta í Pesciera del Garda, þar ráða ríkjum stórmerkileg hjón, þau Lisetta og Marco. Lisetta hefur munað sinn fífil fegri, hefur örugglega verið algjört beib á sínum tíma þegar hún veiddi hann Marco sinn en situr nú með fýlusvip og keðjureykir rauðar capri, nennir ekki einu sinni að þykjast vera næs við mann, ekki einu sinni þegar liggur við að maður sé eini gesturinn á hótelinu..
hún nældi sér í Marco þegar Marco var bítill. Hann var í hinni stórfenglegu hljómsveit il Tornados, aðalbítlagrúppu Ítala og lifir enn á fornri frægð, uppi um alla veggi eru minjagripir og kveðjur frá selebbrittís með sjálfan Horst Tappert fremstan í flokki!
Þegar slitnaði upp úr bandinu stofnaði Marco ásamt einum félaganum hina frábæru hljómsveit Rugantino band and friends.. sem spila svo öll laugardagskveld í anddyri hótelsins.

Við biðum auðvitað spennt.

Á laugardagskvöldinu um 10 leytið fer svo að berast neðan af jarðhæðinni ÞAÐ MESTA VÆL í sögu vondrar tónlistar, þar var nauðgað á víxl gömlum bítlalögum, sæmon og garfúnkel og almennt allri sixtís tónlist sem þeir félagar höfðu hugmyndaflug til.

Þeir spiluðu til EITT!!!!

Sumsagt hin besta skemmtun, við súppi lágum í rúminu og hristumst af hlátri og grétum til skiptis :)

Rugantino band er búið að gefa út tvo geisladiska sem að sjálfsögðu voru til sölu þarna á spottprís, 8 og 15 evrur og súppi var bandóður í disk, en ég setti stólinn fyrir dyrnar.. þetta var einum of dýrt á bödgetinu okkar.. en þegar við gerðum upp hótelreikninginn lét Marco fylgja með eitt stykki, Jóni til ómældrar ánægju..

Vei.

föstudagur, júní 25, 2004

sneðugt

ef einhvern langar að sjá hvernig skáp ég er með í stofunni þá er hér mynd af honum.. bara snilld :D

bellaitalia numero uno: la cucina

númer eitt í númer eitt.. ætla ekki að láta hvítt brauð inn fyrir mínar varir næstu mánuði. Pasta og pizzur eru heldur ekki á dagskrá í bráð..
Matur er svo fáránlega góður á Ítalíu að við Jón áttum mun auðveldara að ferðast um langa ganga flugvallanna á leiðinni til baka heldur en á leiðinni út, bara leggjast á hliðina, láta einhvern græskulausan sveittan þjóðverja ýta við sér og svo var bara rúllað af stað..
Á endanum var parmaskinkan og parmiggianóið farið að vella út um öll vit í góðri fylgd ómældra lítra af birra moretti og bardolino..

besta af ÖLLU var þó gelatoinn.. er ekkert flóknara en það að á Ítalíu er búinn til besti ís í heimi.. nokkur brögð báru af öðrum, kókos, melónu og síðast en ekki síst mangó voru algjörlega ógleymanleg..

já það er víst alveg öruggt að á næstu vikum verður púlluð ein ugla og bara borðaðar gulrætur og salatblöð.. já, það er, eftir brúðkaupið á morgun og fyndnabarnsafmælið á sunnudaginn :)

aaaahh komin heim..

Ítalía var dásemd, að sjálfsögðu.. ætla mér ekki að blogga um hana í einu lagi, það yrði lengsta blogg Í HEIMI! þið fáið þetta í smærri skömmtum, sona svipmyndastíl..

og hér að ofan kemur sú fyrsta...

mánudagur, júní 14, 2004

umsetar og bellaitalia...

allir geðveikt spenntir að heyra um umsetann, sem betur fer ekkert of mikið að segja frá.. hitti sumsagt mann niðrí bæ á föstudagskvöldið sem að hafði haldið svo rosalega upp á mig í Belgíu og er bara mættur á svæðið.. búinn að vera að senda mér einhverja emila osfrv, sem ég hef auðvitað alltaf hent, maður hendir pósti frá liði sem heitir skrýtnum nöfnum og eru úglendingar og maður kannast ekki við..

Waysany (stolið frá Mumma, ekki í fyrsta skipti, bara smart... skammast mín ekkert fyrir það..)þá hef ég ekki heyrt neitt meira frá gaurnum.. vonandi er hann bara farinn aftur til Hollands eða ekkvað..

nú er bara tíminn til að láta brenna sig til ösku á sundlaugabakka... er stungin af til Garda! :)- þjófar vinsamlegast athugið að hér er neiborhúdd vatsjið í fullu gangi.. grrrr

sunnudagur, júní 13, 2004

ég sé ljósið...

í harmborgaraáti eins og fyndna barnið segir.. fórum á hamborgarabúlluna hans Tomma í kvöld.. segi nú bara eins og Janice: oh..... my.... god!!!!!!!! Gunnar Hrafn, það er hætt við því að skipta verði um venjú fyrir þynnkuborgarann next time you´re in town.. aktu taktu ekki að gera sig eftir þessa upplifun.

að öðru, veit einhver um gott íslenskt orð yfir stalker? fann nefnilega einn svoleiðis í gær og á örugglega eftir að blogga um hann og eins og þið vitið leiðast mér allar þessar enskuslettur.. hehehe iii djók!

sofa, þetta er rugl...

föstudagur, júní 11, 2004

nýtt msn nafn...

lúðinn ég varð að búa til nýtt msn nafn þegar tölvan hrundi og tók gamla passwordið með í fallinu.. :) vinsamlegast bjóðið mér inn.. veigab@hotmail.com...

Hjálpræðis-Jane mætt á svæðið..

Og þá heldur plöggið áfram, fór á fyrsta fund í sumaróperunni í gær, við erum að setja upp Happy End eftir Weill/Brecht.. sem er ekkert nema schnilld!
það verður sko ekki síðra að vera þar, sérstaklega þar sem þar er ég með hlutverk, leik hina saklausu sveitastúlkukind Jane (hahh!!:))sem er í hjálpræðishernum.
Sagan fjallar semsagt um baráttu glæpagengis í spilavíti og hóps úr hjálpræðishernum, þekki nú reyndar söguþráðinn ekki alveg nógu vel ennþá.. fæ mússík og nótur osfrv á mánudaginn.. jei! Leikstjóri Kolbrún Halldórs og tónlistarstjóri Bogomil Font, sem leikur líka krossdressandi orgelþjóf..

Verður sett upp í píríódu, sumsagt búningar og leikmynd í anda þriðja áratugs síðustu aldar, nema á að vera meira svona teiknimyndastíll yfir þessu, Dick Tracy pakkinn.. sem er bara kúl.

Og á ég að segja ykkur soldið fyndið? skrifstofa sumaróperunnar er á Suðurgötu 3 (skrifstofum Vinstri Grænna.. af hverju ætli það sé ;)) allavega þá er þetta húsið þar sem var upprætt ólöglegt spilavíti fyrir nokkrum árum.. og hvaða hús er samtengt við þetta? jú, Hjálpræðisherinn! Ferlega cosmískt eitthvað.. þetta er þarafleiðandi nákvæmlega bletturinn sem Happy End myndi gerast á, myndi hann gerast í Reykjavík :)

En sýningin verður niðri í Óperu, frumsýnt í kring um 7. ágúst.. allir að mæta :)

fimmtudagur, júní 10, 2004

hamingja..

Elsku kallinn hann Gunnar Hrafn bara orðinn doktor :D

TIL HAMINGJU!!! :)

svííííínííííííí!!

Er að hlusta á Sweeney Todd.. hrikalega er þetta kúl mússík! Titillinn á þessu bloggi t.d. er þegar við sóprönurnar læðum okkur smekklega upp á háa Céið og ískrum nafn hins morðóða rakara.. smá synopsis hérna.. ha.. (eins gott að byrja strax að plögga ;) )

Sko, árið 1810 var rakari í London sem hét Benjamin og átti fallega konu. Einu sinni var líka dómari sem langaði í fallegu konuna rakarans. Svo hann sendir Benna greyið í útlegð og nær sér í konuna. Eftir 15 ár í útlegðinni sleppur Benni og fer aftur til London og ákveður að leita hefnda. Hann kallar sig Sweeney Todd og hefur aftur störf sem rakari, á sama stað, í rakarastofunni sinni sem er staðsett fyrir ofan bökubúð eina. Þar ræður ríkjum Ms. Lovett sem er b.t.w. eina manneskjan sem þekkir hann aftur. Hún býr til verstu bökur í London, nær sér í ketti og kakkalakka og fleira skemmtilegt til að hakka í bökurnar. Planið hjá Sweeney er að ná dómaranum í stólinn og drepa hann þar. Það mistekst og verður S þá svo svekktur á lífinu að hann fer á svona eitt stykki mörderíng rampeigtsj og slátrar nokkrum öðrum í staðinn. Nú, Ms. Lovett sér þetta fína kjöt sem liggur bara þarna undir skemmdum og ákveður að reyna nú að nýta þetta eitthvað.. og allt í einu eru bökurnar hennar orðnar BESTU bökur Lundúnabæjar.. ætla ekki að segja hvað gerist meira.. þið verðið bara að koma og sjá :)

fór á fund með leikstjóranum um daginn og uppfærslan verður GEGGJUÐ! þetta verður allt saman mjög gothic og svart og drungalegt og splatterið mun ráða ríkjum.. verður enginn huggulegur táknrænn rauður klútur dreginn þegar verið er að afhausa.. neinei það verða bara einhverjir lítrar af blóði sem gusast þarna yfir áhorfendur.. jahh eða eitthvað! :)

Bara kúl sko...

miðvikudagur, júní 09, 2004

Á dauða mínum átti ég von...

hitabræla í smáíbúðahverfinu.. kantskeri í verkfæralagernum.. flauelsblóm í gróðrarstöðinni mörk.. úthengdur þvottur á snúrunni.. rás tvö mallar í búmmboxinu.. nýir sandalar úr smáralind.. tilboðskjúklingur úr bónus engist á grillinu..


BOLURINN ALVEG AÐ GERA SIG BARA!!!!


úffogúff.. kannski maður hefði aldrei átt að flytja úr hundraðogeinum..

æ vitiði.. þetta er bara ágætt reyndar, kannski bara kominn tími. big þrí-ó nálgast jú líka á fjúkandi farti..

æska Hallveigar verður jarðsungin í dag í blómabeði í ásgarði, reykjavík, blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir nema hægt sé að gróðursetja þá..

ha ég að fríka út yfir þrítugsafmælinu? neinei.. hvað meinarðu? ;)

þriðjudagur, júní 08, 2004

æ maður er svo aumingjagóður...

henti engum út, bætti bara við :) bjó til nýjan lið, minnismerki óþekkta bloggarans.. það er fólk sem ég les oft en þekki hvorki haus né sporð á.. gaman að því... :)

ómægod annars bíð ég nú eftir því að einhver fái svona snilldar BloggaraHittingsHugmynd eins og þeir virðast fá stundum þarna í ammriggunni.. hehehehe

reyndar hætt við því að fáir myndu mæta hér á skerinu.. allir alltof miklir töffarar til þess..

úffúffúff

löngu kominn tími á að taka til á þessari síðu.. fullt af línkum sem eiga ekkert með að vera þarna.. zúrir aumingjabloggarar "des Todes" svo ég vitni nú í aumingjabloggarann eina sanna sem er jú einn allraminnsti aumingjabloggarinn í my hall of fame..

en þið hin.. skammist ykkar bara! iii djók...

sunnudagur, júní 06, 2004

mess í messu.. messa í messi..

Þetta er langt blogg. Ég veit það. En það ER skemmtilegt so enter at your own risk..:)

Upplifði alveg gífurlega skemmtilegan sunnudagsmorgunn í morgun.. sko forsagan er sú að það eru umþb 4 vikur síðan verið var að raða í messurnar í Áskirkju fram á sumarið, þá er mínum hóp plantað í tvær messur á sjómannadaginn (ergo í dag). Aldrei er minnst á hvenær þessar messur eiga að eiga sér stað í tíma og rúmi.. enda fór það nærri svo að sú fyrri endaði í rúmi.. allavega hjá mér :)

Ég var svo HANDVISS um að þetta væri bara eins og venja er þegar messað er á tveimur stöðum, þeas sú fyrri kl 14 og sú seinni kl 15.30. Þó var eins og einhverstaðar aftarlega í hausnum á mér væri einhver ellefu messa að flækjast.

Og í gær datt ég í það. Sko alvöru. Við erum að tala um 3 Long Island Iced Tea og eitthvað fleira í bland. Var á leiðinni heim um fjögurleytið þegar ég rekst á Skúla vin minn sem er einmitt með mér í messuhóp, ég fer að stríða honum og segja að við séum að fara að vera í messu kl 11 morguninn eftir... æ hann lá bara svo vel við höggi.

Eftir gífurlega langan 5 tíma svefn (fór sko ekki alveg strax að sofa eftir að ég kom heim.. ehrmmm) vaknaði ég kl 10 og fór að stressa mig nett á þessu. Átti ég kannski að vera í messu kl 11? Damn.. best að kíkja í moggið. Þurfti að grafa mig niður í hyldjúp pappírspokans í kjallaranum til að finna laugardagsblaðið, fletti upp á messutilkynningunum með öndina í hálsinum (LIIT ennþá að segja til sín þannig að öll viðbrögð eru ýkt) og sé mér til MIKILLAR ánægju að messan er auglýst kl 14. Aaaaahh DÁsamlegt! tveggja tíma svefn (eða sem samsvarar einni múmínálfaspólu) séð í hillingum.

Klukkan 10.40 hringir síminn minn. Þar er á hinum endanum Skúli sem skilur ekkert í því hvar ég er.. það var jú ég sem sagði honum að messan væri kl. 11! Hann hafði dobbeltékkað með því að senda Kárahnjúki ehf (Kára Þormar organista sem er nauðasköllóttur) sms til Ítalíu til að spyrja hann um messutímann. Skrifstofukellingin í Prófastdæminu hafði sumsagt klúðrað auglýsingunni og greinilega fleiri en ég úr hópnum tékkað á mogginu. Vegna þess að Skúli var sá EINI sem var mættur...

Við erum að tala um það að ég var EKKI komin á lappir, ég hafði EKKI þurrkað á mér hárið kvöldið áður þannig að það hefði verið ágætis hreiðurstaður fyrir vísitölu-þrastarfjölskyldu, jahh nema það hallaði aðeins til vinstri.. og það besta var.. BÍLLINN VAR NIÐRÍ BÆ SÍÐAN UM KVÖLDIÐ!

Skúli greyið hendist strax af stað að sækja mig, hann er kannski ekki besti kandídatinn í að eiga að syngja allt saman einn.. finnst honum allavega.
Á leiðinni eru allar mögulegar og ómögulegar götur lokaðar, brúin yfir Réttarholtsveg í klessu osfrv.. Skúli er að koma til mín kl 10.54, nákvæmlega þegar ég er rétt að renna sléttujárninu í gegn um síðasta lokk fuglahræðunnar á hausnum á mér. Við hendumst af stað, sörpræs sörpræs réttarholtsvegs-brúin var ENNÞÁ lokuð en við gerum samt heiðarlega tilraun til að fara yfir og uppskerum með því grimmdarlega árás geðvonds ungs pilts með sitthvort bannskiltið í hendinni. Nú var Skúli orðinn svo fúll að ef við hefðum ekki verið að flýta okkur svona mikið hefði annað skiltið endað where the sun don´ shine.. eða bara bæði..

Á þessum tímapunkti var ég komin í þvílíkt hláturskast að Kippurinn hristist og skalf.. (kippurinn er semsagt bíllinn hans Skúla) enda var langt frá því að vera arminnilega runnið af mér!

Allavega, þá erum við að renna upp að Áskirkju sirka 4 mínútur yfir ellefu, klukkurnar enn að hringja og þegar við hlaupum inn sjáum við okkur til mikillar ánægju bæði Jón og Margréti uppi á kirkjulofti.. það var nú heldur betur indæl sjón.

Svo gekk messan auðvitað bara vel, gátum reyndar ekki stillt okkur um að stríða Kára aðeins.. hann sendi mér mont-sms frá Ítalíu rétt eftir að messan átti að byrja, átti greinilega aðeins að svekkja mann.. þannig að ég sendi honum eftirfarandi skilaboð í "pásunni" (okkar orð yfir predikunina.. förum alltaf í kaffi)

Hallveig: Átti ég ad vera núna? Skúli var ad hringja í mig, thad er mid predikun og hann er EINN! Stód kl 14 í mogganum!

Fékk til baka hið snarasta:

Kári: Messan er kl 11! Mættu!

heheheheheheheheheheehehehehehehehhehehehe

leyfði honum að kveljast aðeins.. sendi svo:

Hallveig: iiii djók... Erum 4 :)

Þarf ekki að taka það fram að við þessu kom ekkert svar :)

Og nú er þessari frásögn lokið.. þakka þeim sem lásu.

föstudagur, júní 04, 2004

Oft var þörf en nú er nauðsyn!!

Af hverju finnst mér þetta Hringbrautarmál ekkert áberandi? Það á að leggja 6 akgreina stofnbraut í gegn um Vatnsmýrina af því að það á að vera svo erfitt fyrir háskólanemana að komast inn í Gamlagarð... jeah right!

HJÁLP!

það eina sem ég hef séð um þetta er hjá bloggsnillingunum Súppa og Þórdísi.. verður að gera eitthvað í þessu! ALLIR að skrifa undir og senda link á alla sem þeir þekkja osfrv...

skrifið undir hér..

eða verið skver....

fyndna barnið að hlusta á búkollu

Afi: þá kom bolinn og pissaði og pissaði þangað til bálið var slokknað og héldu skessurnar þá áfram....

Ragnheiður Dóra: og hvað.. óðu þær þá í gegn um allt pissið?

fimmtudagur, júní 03, 2004

grísaveislan..

já kæru börn, ég get nú sagt ykkur það að ég hef ekki alltaf verið jafn hrifin af honum óla litla á álftanesi, gleraugun hans ættu t.d. að drulla sér aftur á sjöunda áratuginn, ég er viss um að ef maður tæki hann undir handlegginn og hlypi mjög hratt og dúndraði honum með hausinn á undan í magann á einhverjum sem manni er illa við, kæmi í ljós að hárið á honum ER banvænt.. ég fékk grænar bólur við handleggsbrotið og hélt ekki niðri hádegismatnum yfir myndunum af honum og konunni í gyllta kjólnum við Taj Mahal..

en helvíti er hann að standa sig núna, óli litli á álftanesi...