Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

mánudagur, ágúst 30, 2004

káfað á tóminu..

Sá hina frægu heimildarmynd káfað á tóminu (touching the void) um daginn. Hrikalega fór þessi mynd í taugarnar á mér. (hehehe nú flippa allir ofur-útivistarnördarnir vinir mínir mar! :D )Sko, ef þú asnast til að fara að klifra upp á eitthvað helvítis fjall sem hver heilvita maður fattar að er ekkert hægt að klifra uppá þá skaltu bara búa þig undir að þú MUNIR KANNSKI DEYJA!!! og hætta þessu helvítis væli endalaust..

Sko auðvitað er það sem þessi gaur gerði ofurmannlegt og allt það en ég gat bara ómugulega verið að vorkenna honum eitthvað. Ég meina, hann gat bara sjálfum sér um kennt að vera að þvælast þetta maðurinn! Mér finnst miklu meira varið í hvað Guðlaugur gerði á sínum tíma, hann var bara að reyna að bjarga lífi sínu eftir að hafa lent í sjávarháska.. við að vera aksjúallí að reyna að vinna fyrir familíunni. Ekki bara að klifra upp á einhvurn flughálan risaklett barasonaafþvíbara.

Annars mætti yfirfæra gamla góða star wars drykkjuleikinn, þið vitið.. þennan þar sem maður fær sér sopa þegar einhver segir: it is your DESTINY!! yfir á þessa mynd.. nota bara þegar annar þeirra segir: now I KNEW that I would die!!

blah..

verð samt að segja eitt, það er ekkert út á myndina sjálfa að setja, hún er frábærlega gerð! :)

laugardagur, ágúst 28, 2004

Schvarta Ecchjan mætt á svæðið!Guuuðminngóður sjáið hvað nýji bíllinn minn er óGEÐslega Ógeðslega ógeðsLEGA flottur! Daewoo hunchback frá ´99 (so tonight were gonna party like its nineteenninetynine...)sextánhundruð vél, fjárstýring í ópnunarsýstemínu, rafmagn á hinum dónalegustu stöðum, beinstífur.. ehh ég á við beinskiptur, vökvað stýri, smúúúð á við groddalegan jarðarberjasjeik og svo toppurinn.. KENVÚDD græjur með geislaspilara! Óli fyrrverandi tengdapabbi (pabbi hennar Tótu vinkonu) væri STOLTUR af mér! STOLTUR segi ég! já eða hefði mögulega verið stoltur ef hann væri ennþá að flytja inn þennan eðalhávaðavald..

Aglavega, nú kemur getraunin.. sá sem getur giskað rétt á aurafjöldann sem við létum fyrir ekkjuna fær óvæntan glaðning.. og Hildigunnur, þeir sem VITA mega ekki GISKA!;)

hehehe verð nú að segja ykkur soldið fyndið í leiðinni, setti Bláu Þrumuna á sölu í blaðinu í gær, fór auðvitað svo að bíllinn var seldur kl 5 mínútur yfir 9 í gærmorgun á.. haldið ykkur fast.. SEXTÍUÞÚSUND FEITA! og þetta er bíllinn sem hann Sigurjón Toppeigandi dró mig afsíðis og sagði um: ég tek þennan bíl ALDREI aftur inn á verkstæði í viðgerð!! Gaurinn sem keypti ógeðslega slísí braskari, sem betur fer, gæti ekki hafa lifað við sammarann sem hefði fylgt því að selja hana einhverri einstæðri móður úr Breiðholtinu eða eitthvað, bíllinn gjörsamlega að detta í sundur :D

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

hvað á þetta vonda veður að þýða!!!!!

haldiði að það sé ekki skýjaslæða yfir sólinni!! hvurslags eiginlega ósvífni er þetta!! Maður situr bara úti á palli eins og ekkert hafi ískorist eins og venjan er og allt í einu hellist yfir mann þessi líka heimskautakuldi, úrið mitt hættir að ganga, dæetkókið sprengir utan af sér glasið og maður er kominn með hrím á augnhárin!! Alls staðar í kring heyrist sírenuvæl, öskrandi börn og skell í hurðum þar sem vesalings saklausu nágrannarnir flýja inn í hús í ofboði!!

jæja, nú hringi ég í veðurstofuna! nóg er nóg!

föstudagur, ágúst 13, 2004

og talandi um örvhenta vini..

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ALLIR ÖRVHENTIR!!!

RDJ í stuði

Allt of gott veður fyrir þessa tölvudruslu en hér er góð mynd af Fyndna Barninu sem pabbi hennar tók í gærkveldi.. sérstaklega ætlað fyrir örvhenta bestu vini í útlöndum til að sjá hvað hún er orðin stór..

sunnudagur, ágúst 08, 2004

úúúúúúfffff....

Gekk líka svona gríðarlega vel í gær. Algjör schnilld.. allir skemmtu sér svo vel og var svo mikil dínamík og kraftur í hópnum sem skilaði sér vonandi vel út í áhorfendasalinn. Púbblíkumið var tíbýskt frumsýningarpúbblíkum.. menningarelítan og pólitíkusar í röðum, soldið stíft sona.. en fólkið hló nú samt heilmikið og virtist skemmta sér ágætlega. Verst var að á genaralprufunni voru 50 þroskaheftir af einhverju vistheimili bæjarins sem voru svo ótrúlega lifandi og tóku svo mikinn þátt í þessu með okkur að það hefði eiginlega allt annað púbblíkum verið leiðinlegt eftir þau.

Á eftir var svo farið á Café Óperu þar sem við biðum og biðum eftir matnum, sem var ekki mjög gott þar sem ég var eiginlega ekkert búin að borða fyrir sýninguna og var freyðivínið niðrí græna og hvítvínið sem við fengum ekki MEÐ matnum heldur á UNDAN matnum heldur betur farið að segja til sín. Partíað til hálf-fimm.. svaka stuð.

þannig að... hence the úúúúúúffffff...... ;)

föstudagur, ágúst 06, 2004

Þá er komið að því!!!!!erum við ekki sæt!!

Allavega, plögg splögg:

Sýningin okkar í Sumaróperunni Happy End í Gamla bíó (Íslensku óperunni)
er frumsýnd á laugardaginn, 7. ágúst kl. 20.00.
Verkið er eftir Bertolt Brecht og Elisabeth Hauptmann en tónlistin er eftir Kurt Weill.
Happy End er óborganlegur gleðileikur sem inniheldur magnaðan kokteil af óperu, kabarett, dansi og daðri sem allir koma brosandi og sönglandi út af...
ógeeeðslega skemmtileg sýning!

Aðrar sýningar eru fim. 12. ágúst, lau. 14. ágúst, fim. 19. ágúst, sun. 22. ágúst, fim. 26. ágúst og lau. 28. ágúst, en ég mæli þó sérstaklega með frumsýningunni á laugardaginn..

Miðaverð er 3200 kr. en ég get reddað miðum á afslætti, 2800 kr.. gjafverð!! ;) Setjið bara í kommentið ef þið viljið afsláttarmiða eða sendið mér emil á hallveig@yahoo.com. Einnig er hægt að kaupa miða á sumaroperan.is, á skrifstofunni í síma 551-2190 og að sjálfsögðu í miðasölunni niðrí óperu.

Vonast til að sjá sem flesta og með sem flesta með sér.. tíhí..