Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, september 30, 2004

schnilldin sjálf...

ég verð nú að segja fyrir mig að devastatin´ Dave hefur vinninginn.. og Joyce er ALLTOF neðarlega.. minnir reyndar soldið á hana Mjöll okkar Hólm...

miðvikudagur, september 29, 2004

bananarokk og bananarall erá svallinu hér í kvöld..

Ef atburðir síðasta sólarhrings réttlæta ekki bloggið hér fyrir neðan þá skal ég með sanni heita Snati.

Ef þú hefur rangar skoðanir er þér grýtt með fésið oní pissublautt blómabeð fyrir framan Nonna sæta á Austurvelli.. ef þú hefur réttar skoðanir færðu að verða HÆSTARÉTTARDÓMARI???

get svarið það.. dæet kókið á í mestu vandræðum með að haldast á sínum stað núna. Vill hraðar upp en niður.

annáammælídag...

Í dag á elsku besti Gunnar Hrafn minn afmæli..

hann er einn af máttarstólpunum í lífi mínu og það er leitun að öðrum eins vini honum.

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU KALLINN MINN!!!!

p.s. færð ekki pakkann fyrr en Gígja kemur heim ;)

mánudagur, september 27, 2004

Haloscan commenting and trackback have been added to this blog.

laugardagur, september 25, 2004

Æ...

hef nú kannski verið full harðorð í garð landsins okkar hér á undan, en mér finnst þetta nú samt. Aftur á móti kemur að það var auðvitað margt sem ég saknaði hér þegar ég bjó úti, einmitt náttúran, hreina loftið, vatnið og plássið eins og huxy talar um í athugasemdakerfinu. Það er auðvitað heilmargt hér sem er alveg undursamlegt. Svo ekki sé talað um það sem er númer eitt, vinir og fjölskylda.

Og þegar söknuðurinn varð of sterkur átti ég tvo kosti í stöðunni, að lesa bókina Góðir Íslendingar eftir Huldar Breiðfjörð eða fara út í Marks og Sparks og borga hvítuna úr augunum fyrir glænýja íslenska ýsu.. kostaði um það bil tvöfalt á við klassa nautasteik. Þeim hefði nú brugðið connosörunum sem voru að kaupa þennan fisk hefðu þeir séð útreiðina sem hann fékk í Hammersmith-rottuholunni okkar.. soðinn með kartöflum og sméri.

Ísland hefur ótal kosti, hér er gott að ala upp börn og búrókratían er einhvern veginn mun skárri hér en í úglandinu. Gott dæmi um það er að ég bjó í 10 mínútna göngufæri frá bankanum mínum í London en þegar veskinu mínu var stolið var ég heilli viku fyrr að fá endurnýjuð kort frá Íslandi en þarna í næstu götu. Ég hringdi bara í þjónustufulltrúann minn sem var hún Herdís sem var í kór hjá mömmu og málunum var reddað á nótæm.

Enda er málið líklegast það að maður getur aldrei verið ánægður með það sem maður hefur.. þarf alltaf að telja sér trú um að grasið sé grænna hinum megin! :D

föstudagur, september 24, 2004

únglíngurinn ísland

Hún Lára Stefáns sem er að kóreógrafa hjá okkur er að flytja til Englands og ég fór að tala við hana um af hverju mér hefði liðið svona vel í London.
Auðvitað eru ýmsar ástæður fyrir því, mér finnst stórkostlegt að geta horfið inn í fjöldann þar sem ég virðist vera mun spéhræddari hér.. t.d. myndi ég aldrei fara óuppdubbuð í bæinn.. gæti það bara ekki og veit alveg að það er helvítis hjóm og óþarfa snobb.

En svona er ég bara gölluð. Allt í fína með það sosum.

Annað var þessi ótrúlegi suðupottur þar sem allt gengur. Og allt ER í gangi. Fíla það í tætlur..

En komst svo að lokum að aðalniðurstöðunni og mér til mikillar undrunar fattaði ég að það var alls ekki London sem var að búa til þessa ánægjutilfinningu hjá mér heldur hreinlega að vera EKKI á Íslandi.

Nú skal ég skýra þetta betur út. Ég get alveg fengið grænar bólur af þessu endalausa lífsgæðakapphlaupi, ofneyslu og eiginhagsmunapoti sem viðgengst hérna á skerinu.
Ég hef fengið nóg af því að hér er engin þjóðfélagsvitund heldur hugsar bara hver um rassinn á sjálfum sér, eins og sést berlega á blaðaskrifum misvitra þöngulhausa í yfirstandandi kennaraverkfalli. Nóg af því að það þyki sjálfsagt mál að skulda hundruð þúsunda í formi yfirdrátta, bílalána, vísaraðgreiðslna sem á endanum bitnar bara á bankareikningnum okkar sem reynum að haga okkur skynsamlega í fjármálum. Nóg af því að fólk geti aldrei látið nokkurn skapaðan hlut á móti sér eða reynt að eignast hlutina á heiðarlegan hátt. Nóg af því að fólk eigi allt.. og eigi svo ekkert í því. Nóg af frekjunni, yfirganginum, ókurteisinni og einstaklingshyggjunni.

Fór í framhaldinu af þessu að hugsa um af hverju þetta sé svona og komst að því að Ísland er unglingur. Þjóðfélagið er svo ungt að við hreinlega erum ekki ennþá búin að læra að hegða okkur á siðlegan hátt. Við kunnum bara alls ekki að höndla þessi lífsgæði sem eru búin að hellast yfir okkur á svona stuttum tíma.

Þess vegna leið mér vel í London.

Hún er orðin fullorðin.

föstudagur, september 17, 2004

jeah!

ach mein gott hvað mig langar í þessa bók!

(link shamelessly stolið af matargúrúinum)

þessi bók hlýtur allavega að vera helvíti fín skyldi maður einhvurn tíma villast inn á Atkins ;)

mánudagur, september 13, 2004

á einhver góða handsög?

Sko það er rosa gaman í gókart en það er fáránlegt að vera ennþá með svo miklar harðsperrur í handleggjunum og puttunum á mánudegi eftir laugardagsakstur að mann dauðkvíði fyrir bónusburðinum..

schvei mér þá.

gæti samt verið að glymsferð gærdagsins hafi nú ekki hjálpað neitt mikið til, það er jú alltaf eitthvað klifur í þessháttar.. þó svo að við hefðum neyðst til að fara léttari leiðina upp, við mikið svekkelsi.
Komumst bara að því að það hefur víst einhver smá áhrif á magn vatns í ám að láta rigna svona stöðugt í þrjár vikur. Ekki smuga í helvíti að komast yfir botnsána..

Mogginn er fyndinn..

Myndasögurnar í mogganum eru nokkrar þessa dagana, við höfum Gretti, Smáfólkið og Lalla lánlausa.. og svo höfum við Kalvin and Hobbes.. hmmm af hverju heita þeir ennþá útlenskum nöfnum??
Hétu þessir ágætu herramenn ekki Kalli og Kobbi hérna í gamla daga? Í Þjóðviljanum?


aaaaahh kannski einhver tenging þarna á milli ;)

föstudagur, september 10, 2004

nýja djobbið

Helvíti var hann Palli sniðugur að hætta einmitt þegar ég ætlaði að fara að líta í kring um mig.. Veiga Rektor hljómar nú ekki svo illa..

Þegar ég verð komin við stjórnvölinn verður nú aldeilis annað um að ske þarna.. nóg er komið af lög og viðskipta og stjórnmála og mál og mann og hvað þetta heitir nú allt saman, héðan í frá verður ekkert kennt í Háskóla Íslands nema söngur. Og það frítt.

Ef kvartað verður yfir einhæfni gæti ég kannski sætt mig við útsaum og fluguhnýtingar. Og hananú.

fimmtudagur, september 09, 2004

bandingjar verða formingjar..

Allir að blaðra um þetta band sem fólk virðist vera voða mikið í þessa dagana. Var á rabbi við Skúbba áðan og við ákváðum að hætta að vera í þessu bandi.. það væri eitthvað svo þreytt. Hann stakk upp á að við værum í hlaupi héðan í frá en ég hallaðist fremur að formalíni. Það fannst honum of langt og þá stakk ég upp á að við værum í líni.. jahh eða bara formi. T.d. kökuformi. Endaniðurstöðu náð.

Þannig að núna verð ég alltaf í formi.

Sem er jú gott. Verð bara að passa mig á að halda mér í formið. :D

þriðjudagur, september 07, 2004

idleness is happiness

Sumir dagar eru eins og dagurinn í dag þar sem allt sem maður á eftir að gera hangir yfir manni eins og mistilteinn yfir feitum samstarfsmanni í ammrískri jólamynd..

á sona dögum er best að gera ekki neitt.

best að gera þá ekki neitt.

föstudagur, september 03, 2004

Fyndna barnið finnur nýtt nafn á móður sína..

Er með svolítið mikið af marblettum eftir Glymsgöngu um daginn þar sem mér tókst að fljúga á hausinn með einstökum glæsibrag og í morgun var fyndna barnið að skoða mig:

Ragnheiður Dóra: Rosalega ertu með marga marbletti mamma!

Mamma: já elskan.

Ragnheiður Dóra: Þú ert bara eins og banani!!

miðvikudagur, september 01, 2004

svin i hveiti..

eða svín í toddíi öllu heldur.. er á fullu í kóreógrafíu í Sweeney Todd.. hrikalega er þetta skemmtilegt!

maður var jú nett blúsaður yfir að Hamingjusama Endinum væri lokið, og þá er auðvitað snilld að hella sér beint í næsta.

Lára Stefáns sá mikli snillingur er sumsagt búin að láta okkur leika til skiptis vélar, dýr og zombía síðustu kveld í Tjarnarbíói, þarna veltumst við um sviðið með miklum tilþrifum... já bara eins og svín í stíu.. helvíti verður þetta sneðugt. Hlakka líka ekkert smá til þegar sólistarnir bætast við, fullt af sniðugu fólki þar! Minn ástsæli yngri eldri (eða stóri litli) bróðir þar auðvitað fremstur í flokki, auk annara schnillinga eins og Ágúschsts Ólafs og Maríuschar Schverris..

Fíla líka mússíkina alltaf betur og betur. Vissi reyndar alltaf að Sondhæm væri kúl eftir að syngja lagið um sumarstelpurnar (girls of summer) í GSMD en hann er nú ekki beint auðmeltanlegur. En alveg hrrrikalega flottur!

Já mín kæru, nú er bara um að gera að byrja að láta sig fara að hlakka til :D