Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

mánudagur, febrúar 28, 2005

flatneskja.is

Á heimilið er kominn nýr diskur okkur foreldrunum til töluverðrar mæðu. Það er prinsipissan Birgitta með nýjustu afurðina, Perlur (í þessu tilfelli fyrir svín.. ii djók).
Diskurinn er hámark ládeyðunnar. Ekki vottar fyrir neinu sem gæti talist list eða passjón fyrir því sem verið er að gera, það er gjörsamlega ENGIN sál í tónlistinni.
Fer beinustu leið upp á hillu í heilanum með "Söngva"borgum Siggu Beinteins þar sem maður beinlínis heyrir hana vera að reikna út gróða og hugsa um sölutölur. Maður kveikir á útvarpi latabæ og út streymir peningalyktin og bíllinn verður á svipstundu á við meðal loðnubræðslu. Birgitta greyið má þó eiga það að hún er með kóverlög eingöngu á meðan Sigga hefur greinilega mjög gaman að hnoði á hlaupabrettinu og framleiðir beinlínis ILLA texta í massavís. Fleiri textar þýða fleiri lög, fleiri borgir, meiri monní.

Að vera með þetta í eyrunum hefur vakið upp gamlar pælingar hjá mér. Til eru íslenskar barnaplötur sem eru hrein andstæða þessa, í okkar tíð var það Olga Guðrún og svo auðvitað hin ógleymanlegu Hrekkjusvín, nýrri dæmi eru Dr. Gunni með sitt snilldarverk Abbababb og Anna Pálína Árnadóttir heitin. Hér er mikið við lagt, textarnir eru vel samdir og gera ráð fyrir að krakkar séu ekki eins vitlausir og margir virðast halda auk þess sem mikið er lagt í lagagerð og flutning.
Hrekkjusvínin voru t.d. snilldartónlistarmenn þess tíma sem fengu í lið með sér einn besta rithöfund sinnar kynslóðar Pétur Gunnarsson til að skrifa textana og útkoman er auðvitað klassík.
Ég er með drauma í maganum og hef haft lengi um að gera svipaða hluti. Nú er ég málkunnug nokkrum af bestu rithöfundum minnar kynslóðar og langar að fá texta hjá þeim. Þarf bara að grafa upp einhverja fleiri mússíkanta sem væru til í tuskið.

Einhverjir sjálfboðaliðar?

p.s. finnst nú samt fyndið að heyra Birgittu syngja: Ósk míns kærasta.. er að eignast kærasta..

laugardagur, febrúar 26, 2005

leiktónar

Ætla á þessa tónleika á eftir.. voða heppin því Siggi frændi ætlar að láta mig fá miða.

Þarna kemur fram frændgarðurinn góði, þeas Marta, Hilda Siggi og Örn hennar Mörtu sem eru auðvitað hvert öðru frábærara, auk hans Snorra sem er einn af uppáhaldssöngvurunum mínum og hún Hrefna sem spilaði með mér í Tónó og er alveg yndisleg og maðurinn hennar hann Kjartan.

Þetta úrvalslið er að flytja sönglög eftir hann Tryggva M. Baldvinsson sem er alveg frábært tónskáld og hlakka ég sérstaklega til að heyra lögin sem verða á tónleikunum okkar Árna Heimis og Eyva þann 12. apríl, líka í tíbrárröðinni í Salnum.

Mæli meðessu :D

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

skæp gellan..

ég þarf að fá sendar skype aliases frá ykkur dúllurnar mínar! Vel þegnar í hallveig@yahoo.com..

Mange tak

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Voff

Er farin að gelta, þannig að tímabundið heitir þessi síða Tobbi.. (en ekkert í tengslum við bróður minn elskulegan enda gelta bara SUMIR tenórar)

Annars vitið þið auðvitað að samkvæmt aldagamalli þýðingu mín og Skúbba Nas þýðir voff "já!" á meðan mjá þýðir svona "jaa.. kannski.. ef það hentar mér.."

vorum búin að taka þetta eitthvað lengra en þið fáið það bara seinna.. (já.. eða þeas mjá)

Hlýt að geta nýtt mér þetta eitthvað sem tekjulind. Ekki á hverjum degi sem fólk heyrir gelt fagurri sópranröddu.

Nú á ég tvo ágæta vini sem sjá um talsetningar á teiknimyndum hjá sitthvoru kompaníinu hér í bæ.. það hlýtur EINHVER að vera með hundamynd í gangi! ha! ha!


ðe njú mí

Passaðu þrýstinginn maður!

Voru það ekki Maus sem sungu: mér finnst bar´eins og hausinn á mér sé að springa!

Alveg er ég viss um að þeir voru með mitt kvef þegar þeir skrifuðu þetta greyin.

Sagt er að góð tónlist sé sú sem maður geti samsamað sér við og lýsi því hvernig manni líður og undir þeirri skilgreiningu er þetta semsagt uppáhaldslagið mitt núna.

p.s. verðlaun fyrir þann sem getur sagt mér úr hvaða bíómynd titill þessarar færslu er ;)

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

pé-ess

finnst ykkur ekki lekker nýja myndin af mér? Fór til hans Bonna ljósmyndara, hann er nú bara ansi sniðugur strákurinn.. gasalega sneddí líka að setja svona textabox fyrir ofan, ha ha ha! með nótum og allt!

Garg

Kom að því.

Hálsbólga, hausverkur, vöðvabólga og almennur slappleiki hellist yfir Væluna af miklum móð.
Vil þó alls ekki segja á versta tíma því hann gæti nú alveg verið verri, þýðir bara að það verður aðeins meira að gera hjá mér og Árna Heimi í næstu viku (mátt fara að undirbúa þig andlega ;) ) ef heimsyfirráðaplönin mín eiga að ganga eftir.

Meira um það síðar.

Er nú afar mikilvægt að elskulegir lesendur sendi dívunni hugheilar ástar- og saknaðarkveðjur með von um skjótan bata. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en allt ætt af súkkulaðiætt þegið með þeim mun meiri þökkum.

Farin að horfa á Eddie Izzard.
(Maður þarf nú að komast í þjálfun)

mánudagur, febrúar 21, 2005

a drím komm trú

Nú er ég heldur betur hamingjusöm, er nefnilega orðinn stoltur miðaeigandi á sjó hjá þessum snillingi hér:þann 9. mars á Broadway kl 21. Þar ætla ég að vera mætt kl 7 til að fá almennilegt sæti.. GUVUÐ hvað ég hlakka til!

sunnudagur, febrúar 20, 2005

JEI!

Hún Herdís ofurkona, fjallagarpur, ævintýraköttur, verðandi havaí-rós, jarðfræðinörd, krulluhaus, allsherjarsnillingur og síðast en ekki síst fyrsta vinkonaN sem ég eignaðist á afmæli í dag :DTIL HAMMARA MEÐ AMMARA ELSKU KELLINGIN!

p.s. Herdís er þessi með svissmissið..

föstudagur, febrúar 18, 2005

Bragðgóð skemmtun

Eitt það leiðinlegasta sem ég veit er að brjóta saman þvott og endar sú iðja iðulega fyrir framan imbakassann þar sem ég læt mata mig á einhverju heilalausu afþreyingarefni til að koma í veg fyrir að ég sagi af mér hægri handlegginn til að sleppa undan nærbuxnahrúgunum (sem eru yfirleitt orðnar verulegar áður en ég hef mig til verks). Það er nefnilega erfitt að brjóta saman þvott bara með vinstri, þó maður sé fatlaður (örvhentur) eins og ég.

Í gærkveldi var farið að flæða upp úr þvottahúsinu þannig að til setunar var boðið og þá var nú spennandi hvað í boði væri á skjánum.

Datt ég þá heldur betur í lukkupottinn. Nú hefur nefnilega smekkleysan og tilfinningaklámið náð nýjum hæðum í glænýjum veruleikaþætti sem birtist á skjáeinum í gær. Það er meistaraverkið The Swan (Svanurinn) sem um ræðir en þar eru ljótar, feitar, skakk-tanna, luralegar, kiðfættar stúlkukindur með sjálfsálit á stærð við meðalrykmaur settar í einangrun þar sem engir speglar eru í 3 mánuði. Þar mega þær ekki vera í sambandi við neinn nema maka sinn og er fylgst náið með þeim samskiptum, sérstaklega þegar brestir koma í sambandið vegna aðskilnaðarins.
Í einangruninni eru þær látnar leggjast undir svissneskan vasahníf, öll blöðin, hjá einhverjum ofurplastlækni (sem btw gæti verið understudy fyrir flesta Davida Hasselhoffa veraldarinnar, allt á honum þráðbeint og upppumpað... hvernig ætli standi á því I wonder..), þær fara í nefaðgerð, kinnaaðgerð, undirhökuaðgerð, augnaaðgerð og varaaðgerð, tannréttingar, fitusog og brjóstastækkun. Sumsagt allt sem nafni má nefna skorið snyrt og snurfusað.
Svo eru þær látnar svitna soldið í ræktinni því það náðist ekki allt með fitusugunni, öll hár af þeim samviskusamlega plokkuð nema þessi efstu sem eru svo greidd, stríðsmálningunni slett á og þeim troðið í kveldkjóla áður en þær eru sýndar, bæði almenningi og sjálfum sér í sérstakri athöfn.
Þar er mikið grátið og titrað og OH I FEEL SO BEAUTIFUL! hljómar aftur og aftur þegar meðaumkunarfullur kynnirinn spyr spurninga eins og So how do you feel? eða So what do you think? og allir læknarnir og sálfræðingarnir og hárgreiðsludömurnar standa í hring, óa og æja og dást að sköpunarverki sínu.

Þetta er sko ekki búið. Eftir þetta er svo ÖNNUR valin til að halda áfram og taka þátt í FEGURÐARSAMKEPPNI sem er haldin þegar allir keppendur hafa lokið fyrstu umferð, þeas ein valin úr hverjum þætti. Þetta orsakar auðvitað annað táraflóð hjá báðum keppendunum, af mismunandi ástæðum þó. Og síðasta tilfinningaklámsbylgjan dynur á okkur þegar aðstandendur þeirrar sem vann ekki koma í hús og fá að hitta "the new me".

Yfir þessu sat ég sumsagt í gær með aumingjahrollinn og ógeðsklígjuna og skemmti mér stórfenglega.

Þó var hápunktur kvöldsins auglýsingahléð beint á eftir þeim hluta þáttarins þar sem uppskurðirnir voru sýndir (og sko ALLT látið flakka, ekkert dregið undan). Þá birtist á skjánum auglýsing frá Nettó þar sem er svínakjötsútsala um þessar mundir með tilheyrandi slögum, hakki og gúllasbitum.

Þá var mér nú allri lokið og ég dó úr hlátri.

(Þetta blogg er sumsagt beint úr hreinsunareldinum)

(Kemur á óvart hvað það er góð tölvuaðstaðan hérna btw)

hér er meira um keppnina, frábær grein..

Kelly fyrir..

Rachel fyrir..

og hér eru þær svo!

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

RÍMÍNÍ!

eftir 146 daga ætla ég að liggja hér með kallinn í annarri og una perona birra í hinni:alveg þangað til ég hunskast á lappir og dreg stórfamilíuna hingað:
aaaaaahhh hrikalega á þetta eftir að vera næs..

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

star wars geekorama..

DÁSEMD!

stal þessu frá Nonna zæta sem stal þessu af humor.is sem stal þessu einhversstaðar sem stal þessu....

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Líka númer fjögur í beikoninu..

sá þessa Snilld á blogginu hjá stóra litla bróður..

Mitt beikonnúmer er sumsagt fjórir, ég var með Eddu Björg Eyjólfsdóttur í Mahagonny, hún var með Matt Kesslar í Íslenska drauminum, hann var með Marcia Gay Harden í Safe Passage og hún var með Kevin Bacon í Mystic River...

ehhá og einmitt..
Gæti vel verið að ég fyndi nánari tengsl milli okkar Kevins en ég nenni nú bara ekki að leita lengur en hann er nú hottí.. ekki hægt að neita því..

mánudagur, febrúar 14, 2005

Greinilegar "Eiður" í hausnum á sumum..

ef maður væri með milljón í tekjur á dag, myndi maður ekki tíma leigubíl heim af djamminu? Þó það sé langt?

Spyr sú sem ekki veit...

sunnudagur, febrúar 13, 2005

one therapy please.. easy on the onions

Hrikalega er eitthvað þerapjútískt við að elda.. skella rauðu í glas, setja einkura eðalmússík bakvið geislann og dútla svo í sosum klukkutíma við eitthvað meistaraverkið sem rennur svo ljúflega niður mismörg vél-Lindu (P).

Eftir þessa helgi hefur geðheilbrigði mitt líka batnað svo ummunar. Mætti jafnvel á endanum fara að halda því fram að ég gæti talist eðlileg.

Nei við skulum nú ekki ganga of langt...

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Viðskiptavinur mánaðarins

Ég meinaða, hvað er hægt að vera ruglaður og utan við sig á þeim ókristilega tíma sem er 8 um morgun?

Áttum stórleik í morgun við Nonni zæti. Fórum með ekkjuna í viðgerð upp í Grabbarpog og ákváðum að taka nú bara leigubíl til baka þar eð það var ómögulegt að vera að draga einhvern á lappir svona um miðja nótt til að keyra okkur. Ég ætlaði nú reyndar að redda þessu ein en Jóninn vildi endilega koma með þar eð það var alveg snarvitlaust veður og hefði eins getað verið orðið hálfófært þarna upp í óbyggðum.

Jæja nóg um það. Fórum sumsagt fyrst með kallinn í vinnuna og svo bað ég bílstjórann náðarsamlegast að henda mér í Ásgarðinn. Fattaði þegar ég var rétt að koma þangað að húslyklarnir mínir hefðu orðið eftir með bíllyklinum mínum uppi í olíusmurningnum.

Hélt ég.

Ætlaði að hringja í Jón og fá að renna eftir lyklunum hans en fann ekki símann minn. Fékk að hringja hjá leigaranum og þá kemur í ljós að Jón er bæði með sína lykla og mína..

BÁÐA bíllyklana!

Hundskaðist sumsagt í Ármúlann, náði í lyklana mína, hringdi á nýjan bíl því ég var of heimsk til að spara mér startgjald nr 2 með því að láta gaurinn hinkra, brunaði sumsagt á nýju glæzikerrunni aftur upp á fjall, henti lyklinum í grísaða gaurinn, kippti símanum úr ekkjunni og lét svo skila mér heim. AfSKAPlega ánægjulegt að ná að slátra svona 5000 kalli fyrir fyrsta kaffibollann..

Þeir voru að hringja frá Hreyfli, myndin af mér er komin upp á vegg og ég get sótt gullúrið þegar ég vil.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

hey big spender..

Gaman, nú er ég að blogga um nýja fína rúmið mitt á nýja fína skjánum mínum.. ;) he he he

mánudagur, febrúar 07, 2005

Fyndna barnið að vera fjörgrára..

Í mömmu holu í morgun:

Ragnheiður Dóra: Kúk!

Mamma: ha, kúk?

Ragnheiður Dóra: æ fyrirgefðu, ég hélt að þú værir klósett! tíhíhíhíhíhíhíhíhíh.....

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

viðbjóður dagsins..

Þessi hérna:

frænkur hennar og vinkonur eru í því að byggja sér sérhæðir og þríbýlishús í alls SEX kollum á deildinni hennar Ragnheiðar Dóru..

hvíílíkur og annar eins viðbjóður..

ef þetta fer ekki að minnka þá verður stúlkan sú sett í smá frí frá leikskólanum!

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

oj

ég ætla sko ekki að horfa á restina af þessum ömurlegu tónlistarverðlaunum..

kveðja, ein geðveikt svekkt.. ;)

júsless..

The Completely Pointless Personality Quiz
The Completely Pointless Personality Quiz

brandarINN

er hér sökum fjölda áskorana Gunnars:

Vorum að vandræðast með einhvern svakalega lágan stað fyrir bassana og kom þá upp hugmyndin um að skella í þá smá viskí og valíum til að róa þá.. gellur þá í Skúla:

Já! setjum bassana á valíum og tenórana á HELÍUM!

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

hin mörgu andlit efnafræðingsins

Vinur minn Finnbogi var eins og sjá má hér að neðan einnig staddur í tungunum um helgina. Þar sem hann er stundakennari í raungreinum við HÍ stakk Nashyrningurinn upp á að við færum að kalla hann Fleygboga í staðinn, við ágætis undirtökur undirritaðrar.

Svo um kvöldið fórum við að plotta að skreppa í Skálann að kíkja á kallinn og þá átti þetta samtal sér stað:

Skúbbi við Vælu: Eigum við ekki að skreppa og kíkja á Fleygboga?

Heiðrún sem labbar framhjá: ha, PLAYBOY??

Gunni sem stendur hjá: nú, mér heyrðist hann segja FLAME boy...
(enda er hann Gunni fellow friendsfíkill.. og ekki nóg með það heldur er hann með David Brent á skjáborðinu.. respect..)

og nú getum við ómögulega ákveðið hvað við eigum að kalla hann.

Kannski bara Finnboga.