Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

þriðjudagur, júní 28, 2005

kvusslass tík er hún þessi pólitík?

spyrja menn hér í athugasemdakerfum..

mér er sama, á meðan ég fæ Kóperuna (eða Ópkó, veit ekki hvort nafnið ég fíla betur) kyngi ég dreggjunum af prinsippunum eins auðveldlega og ef þær væru af prinspólóum og held áfram að gala um stræti og torg:

ÁFRAM GUNNAR "það er gott að búa í Kópavogi" BIRGISSON!

(hér ætlaði ég að láta fylgja með mynd af kappanum en öllu má nú ofgera..)

p.s. farin í Skál!holt. leiter dúdds.

á dauða mínum átti ég von..

fyrr en ég yrði aktjúallí ÁNÆGÐ með Gunnar Birgisson.... go dáginn!

(eða ég lýg því.. þetta er náttúrulega allt mér að þakka eftir að ég fór og dáleiddi hann í gegn um glugga af stillansi við Valhöll. Síðan er allt betra, ný vegaáætlun, svo úrbætur hjá LÍN og nú óperuhús.. hmmm hvað ætti ég að láta hann gera næst? endilega koma með uppástungur í kommentin!)

mánudagur, júní 27, 2005

fyndna barnið að klæða sig

Ragnheiður Dóra: mamma, ég er pæja í þessum buxum.

Mamma: já er það..

Ragnheiður Dóra: en ég vil ekki vera pæja.

Mamma: nú af hverju ekki?

Ragnheiður Dóra: þá þarf ég alltaf að vera að segja eitthvað gáfulegt!

Mamma: ég held að þú sért nú eitthvað aðeins að misskilja þetta Ragnheiður mín..

föstudagur, júní 24, 2005

v-vörður

jæja þá far maður að skrönglast yfir hálsinn sem er með fimm vörðum á sér.

Sjáumst eftir helgi :D

fimmtudagur, júní 23, 2005

Snillinga-afmæli

fyrir fimm árum og 5 klukkutímum hitti ég í fyrsta sinn bestu manneskju í heiminum.
Þá var hún lítil og falleg og skítug og dugleg og hörð og þurfti að þola heilmikil veikindi fyrstu vikurnar í hitakassa og öndunarvél.. og var algjör hetja!
Núna er hún stór og falleg og skítug (örugglega, búin að vera úti í leiksskólanum í allan morgun) og dugleg og hörð, og auk þess orðin að skemmtilegri, glaðlyndri, hugmyndaríkri, stórkostlegri stelpu sem gerir lífið þess virði að lifa því.

Fyndna barnið á afmæli í dag, til hamingju með daginn elsku Ragnheiður Dóra mín :D

föstudagur, júní 17, 2005

desperett hás-væfið ég..

var að halda fimmáraafmæli fyndna barnsins það fyrra (fjölskyldu, leikskólaammæli á morgun sko) og tókst það stórfenglega afrek að GJÖRSAMLEGA klúðra bettí krokkernum. Á bara eldgamalt springform sem er ekki alveg í formi (múhaha) og þegar ég tók snilldina úr ofninum hrundi kökudruslan oní ofnskúffuna, alveg escaping for her LIVE! en nei, ég neitaði að gefast upp, skúffaði skúffukökunni (ég er bara með þá í lange baner í dag, ikke?) upp á fat og ætlaði að útbúa eitt stykki umhverfislistaverk, nettan fjallaskúlptúr sem átti að representera Ísland á þjóðhátíðardeginum. Mjög táknrænt alltsaman. Síðan átti að mála fjallið í fánalitunum og sulla fósturlandsins freyjugotti í kring.

Þá kom að kremgerðinni. Byrjaði á því að setja vatnið og setti svo flórsykur. Og svo meiri flórsykur. Og svo meiri. Og meiri. Og svo var ekki meiri flórsykur til og kremið þunnildi á við meðalpönnsusoppu (veit það því ég gerði líka soleiðis í dag, sem var nb líka of þunnt.. damn). Og klukkan orðin fjögur og gestirnir væntanlegir þannig að ég læt mig hafa það, þetta reddast alltaf, sulla smá bláum lit við slatta af soppunni og ætla að byrja á bláa hlutanum. Skvetti kreminu á viðeigandi staði á kökunni og horfi í hryllingi á "kremið" leka í gegn um kökuna og út á bakkann í allar áttir.

GAAAAAAHHHHHHH!!!

Geri lokatilraun með fjallavisjónið og reyni að sannfæra Nonnastóra um að þetta sé allt í lagi, þetta sé bara nýgosið fjall, svona nettur hraunfílíngur í gangi.

Jón horfir á mig meðaumkvunarfullum augum og segir eins varfærnislega og honum er unnt: Hallveig mín, ég held að ég myndi nú ekki bera þetta framfyrir gesti..

Umhverfislistaverkið mitt fékk að fjúka í tunnuna og minn skoski frændi í Ammríku Mr. McCain kom til bjargar..

Gleðilega þjóðhátíð allir :D

fimmtudagur, júní 16, 2005

gærdagsgiggið

Í gegn um sveppaþokuna um helgina greindi ég símann hringja, þar var Kárahnjúkur ehf á hinum endanum og var að bóka mig í djobb, að syngja fyrir einhverja ríka túrista í dómkirkju Halla Gríms. Nú ég skveraði mig alla upp, þarna var tækifærið komið, ríkir feitir ammríkanar sem heillast upp úr skónum, kalla mig darlin´, fá hjá mér nafnspjald og púnga út fyrir sosum eins og einum disk!
Og þar með leiðinlegustu leit árþúsundsins - styrkjaleitinni - hætt.

en NEI! í Grímsa gamla VOTTAÐI ekki fyrir einum einasta hamborgararassi.. ég var að syngja fyrir sendinefnd frá..

(cue sneriltromma)

KÍNVERSKU RÍKISENDURSKOÐUNINNI!

Get í mesta lagi vonast eftir pakka af jasmíngrjónum. Og stórefast um að Svenni Kjartans upptökuverkfræðingur sé reiðubúinn í greiðslufyrirkomulag sem uppistendur af hrísgrjónum í súrsætri sósu.. damn.

Fékk þó allavega pakka.. eitthvað svona kínverskt dinglumdangl til að hengja í tilfallandi dyrakarma slash gluggakistur (við japansfararnir fengum svona dót a dime a dozen), og á meðan fékk Þormarinn þetta líka fína silkibindi.

Svindill punkur is. Hefði alveg þegið perlur eða eitthvað :D

mánudagur, júní 13, 2005

Höfundarréttarbrotamaðurinn ég,,

ætla að henda þessari snilld frá eldri útgáfunni hér inn:

(og það þrátt fyrir að þetta sé í raun úrelt grein eftir innrás the fab five)

READY TO WEAR

BY DAVE BARRY

( This classic Dave Barry column was originally published on Sunday, May 7, 1995)

TODAY'S TOPIC IS: Fashion Tips for Men. This topic was suggested by a letter from John Cog of Norfolk, Va. Here's the entire text:

"How come when I'm standing in front of a full-length mirror with nothing on but socks, white socks look OK, but dark- colored socks make me look cheap and sleazy?"

This letter was passed along to me by my Research Department, Judi Smith, who attached a yellow stick-on note that says: "This is true." Judi did not say how she happens to know it's true; apparently -- and I'm sure there's a perfectly innocent explanation -- she has seen John Cog of Norfolk, Va., wearing nothing but socks.

But the point is that dark socks, as a lone fashion accessory, create a poor impression. This is a known fact that has been verified in scientific experiments wherein fashion researchers put little white socks on one set of naked laboratory rats, and dark socks on another, then exposed both groups to a panel of leading business executives such as Bill Gates, who indicated that they would be "somewhat more likely" to hire from the white-sock group, should their personnel needs ever include a rat.

What this means, men, is that if you're dressing for an important job interview, church supper, meeting with my Research Department or other occasion where you could wind up wearing nothing but socks, they should be white.

Likewise, if you're going to be wearing just your underwear, you should always tuck your undershirt way down into your underpants. This is the "look" favored by the confident, sharp-dressing men found in the underwear section of the now- defunct Sears catalog, who are often depicted standing around in Rotary-Club-like groups, looking relaxed and smiling, as if to say: "Our undershirts are tucked way down into our underpants, and we could not feel better about it!"

These men live in Sears Catalog Men's Underwear Town, where all the residents, including on-duty police officers, wear only underwear. All the residents are always in a good mood because they live only a few pages away from Sears Catalog Women's Underwear Town, which is occupied by hundreds of women who stand around all day wearing nothing but brassieres and underpants and thinking nothing of it. Sometimes, late at night, they all get together for wild parties in the Power Tools section.

The happy mood in the Sears underwear towns stands in stark contrast to the mood in Calvin Klein Perfume-Ad Town, where you'd think people would be ecstatic, because they're always writhing around in naked co-educational groups like worms in a bait bucket, but they always have troubled expressions on their faces, as if they're thinking: "Somebody in this co-educational group had Mexican food for lunch."

One last underwear tip: No doubt your mom always told you that your underwear should be clean and free of holes or stains, because you might get in a car crash and be taken, unconscious, to the hospital, and people would see your underwear and possibly ridicule it. Your mom was absolutely right, as we can see from the following unretouched transcript from the emergency room of a major hospital:

DOCTOR: What do we have here?

NURSE: We have a car-crash victim who has severe head trauma and a broken neck and massive internal injuries and is spewing blood like a fire hydrant.

DOCTOR (briskly): OK, let's take a look at his underwear . . . WHOA! How do you get Cheez Whiz THERE?

(Laughter from everybody in the emergency room, including gunshot victims.)

* * *

Our final fashion tip for men concerns those special occasions when, for whatever reason, you want to wear something on top of your underwear. What style of clothing is right for you? The answer -- taking into consideration your particular age, build, coloring and personality -- is: "clothing that has been picked out by a woman." Because the sad truth is that males, as a group, have the fashion sense of cement.

Oh, I realize that there are exceptions -- men who know how to pick out elegant suits and perfectly color-coordinated accessories. But for every man walking around looking tasteful, there are at least 10 men walking around wearing orange plaid Bermuda shorts with nonmatching boxer shorts sticking out above AND below, and sometimes also poking out through the fly.

Men are genetically programmed to select ugly clothing. This dates back millions of years, to when primitive tribal men, responsible for defending their territory, would deck themselves out in face paint, animal heads and nose bones, so as to look really hideous and scare off enemy tribes. If some prehistoric tribal warriors had somehow got hold of modern golf clothing, they would have ruled the rain forest.

In conclusion, men, please remember that the fashion tips contained in this column are just the "basics." To learn more about the current men's fashion "scene," get a copy of Esquire or GQ and study the ads and articles presenting the latest styles, making a mental note to never, ever wear any of them, because unless you're a male model, you'd look stupid. Just wear a regular blue suit like everybody else and try to have both shoes the same color. You can get that Cheez Whiz out with bleach.

sunnudagur, júní 12, 2005

újé

Komin heim úr sveppasælunni á Flúðum og beint í frábærar (og langþráðar) fréttir.

Meira síðar!

þriðjudagur, júní 07, 2005

á harðasperri

Þarf náttúrulega ekki að taka fram að ég er búin að vagga um eins og giktveik hæna í dag..

ég meinaða, hefði ekki TRÚAÐ að það gæti verið svona vont að labba niður stiga!

mánudagur, júní 06, 2005

Steppstapp

Jæja, þá er maður búinn að rassakastast í ræktinni eins og mófóinn sem maður er.
Prófaði í fyrsta sinn að fara í tíma sem heitir á vandaðri íslensku body-step. Þegar ég var lítil (ja, eða allavega minni) langaði mig alltaf gífurlega til að læra stepp.. kom að því þó þessi týpa bjóði ekki upp á jafn flotta skó.

Æfingarnar vóru fínar en mússíkin var ALLT of hátt spiluð þótt ágæt væri sosum. Ég heyrði bara ekki eitt einasta orð af því sem kfum-glaða spýtustelpan var að veina þarna fremst. Horfði bara dolfallin á hrezzleikapíuna fyrir framan mig sem er greinilega búin að vera voavoa dugleg að mæta í vetur og kunnti þetta allt saman aftur á bak og áfram, hliðar saman hliðar, sparka einn, sparka tveir, sparka þrír, sparka fjórir, yfir bekkinn stíga, stíga, þið getið þetta stelpur!

Versta er að nú langar mig ekkert meira en að skríða upp í rúm og leggja mig.

sunnudagur, júní 05, 2005

Power to the diva

Mér líður vel í dag. Og það þrátt fyrir enn eitt reiðarslagið í gær þar sem ég fékk vægast sagt leiðinlegar fréttir um takmarkanir og sénsleysi vissra yfirvalda hér í borg.

Varð í fyrsta lagi alveg einstaklega inspíruð af minni Kæru Önnu Soffíu sem stóðst allar mínar væntingar og betur til.. hún er alveg dásamleg sú fagra kona!
Þannig að ég settist niður full eldmóðs í dag og tók að sjóða saman stórfengleg plön sem verða sett af stað sem fyrst..

Komin með übersumarprójektið mitt og er á fullu að leita að péníngum fyrir það.. og svo er ég með eitt virkilega scpennandi í pottunum fyrir næsta vor..

Það sannast bara eina ferðina enn að ekkert gerist nema maður geri það sjálfur!
Og verður nú sett í þann fimmta, mínir kæru lesendur. Það dugir ekkert minna.

(p.s. hehe varð nú frekar flissfull í gærkveldi þegar Ríkarður Örn vippaði sér að okkur í hléinu og fór að kvarta yfir að heyra ekki í neðra sviðinu hjá frú von Otter.. held að ég þurfi nú ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að hann segist ekki heyra í mínu neðra sviði!)

föstudagur, júní 03, 2005

sullumbull og bullumsull

Nú ætti ég að drífa mig út að hlaupa og hressa mig við eftir hvítahveitissjokkið sem helltist yfir mig eftir croissantið í Teogkaffilaugavegiheimsókn morgunsins.

Eða kannski ætti ég að fara og kaupa meiri málningu og klára að mála garðhúsgögnin mín fáránlega appelsínugul.

Eða kannski ætti ég að standa við stóru hugsanirnar um vorhreingerningu sem eru búnar að virka svo vel sem afsökun fyrir ótiltekt vetursins.

Eða kannski ætti ég bara að ná mér í gervihressleika með heimalöguðu teogkaffilaugavegikaffi og sitja hér áfram og reyna að vera sniðug og skemmtileg því guð veit að það er langt síðan hér hefur birst mannsæmandi færsla.

Já er það ekki bara? so here goes, þessi átti eiginlega að koma í byrjun vikunnar:

Dívan group kynnir!:

Ráðleggingar hinnar stórfenglegu stjörnu Vælu Veinólínó um hvernig ekki skal líta illa út í Bikiníi í sumar (for english speaking fans: The Væla Veinólínó superdiet - how to not behave for a brilliant bikinisummer!)

Númer eitt: Ekki skal bjóða ættingjum í mat.

Númer tvö: Einstaklega óheppilegt er að afþýða rækjur og varast skal að blanda saman niðursoðnum perum, gráðaosti og sýrðum rjóma og sulla yfir. Ei skal setja yfir þetta svartan kavíar, rista með því brauð og skvetta hvítvínslögg í glas og setja hjá herlegheitunum.

Númer þrjú: Forðist að fá 1.7 kílóa paragúíska nautalund frá tengdaföður ykkar. Því síður skulið þið eignast bókina Hvernig étið skal eftir Nýgellu nokkra sem búsett er einhversstaðar á hinu stóra Bretlandi. Í henni er afskaplega óbikinívæn uppskrift af sósu sem kennd er við BERnharð EYSteinsson frá Stóra Hvoli í Hrunamannahreppi en var hann annálaður smjörstrokkari og fáfnisgrasræktandi. Ekki borgar sig að hita með þessu kartöfluskífur í ofni og enn síður er ráðlegt að steikja grænmeti á borð við sveppi, paprikur og rauðlauk og bera fram. Rauðvín er afskaplega óhentugur drykkur með þessum mat.

númer fjögur: Varast skal að mylja makkarónukökur í eldfast fat og ýra yfir þær appelsínusafa. Forðist í lengstu lög að skera niður vínber (græn og blá) og jarðarber og skafa út kantalópu og þrífa bláber og setja yfir makkarónugrautinn. Ennfremur er einstaklega heimskulegt að geyma þetta í ískáp í svolítinn tíma og taka svo út og dreypa yfir samanbræddu Lindu appelsínusúkkulaði/rjómaslettu. Látið svo alveg eiga sig að þeyta restina af rjómapelanum og bera fram með ásamt góðu kaffi og jafnvel líkjör.

Ef farið er eftir þessum örfáu einföldu ráðum er nokkuð víst að ekki verði þörf á illri líðan á rímíníströnd sumarsins!

Og lýkur nú bulli dagsins. Ég er farin að hella mér upp á kaffi og svo er ég farin í Brynju í málningarkaup. Verð að gera eitthvað af viti.

fimmtudagur, júní 02, 2005

jájá

þetta passar bara fínt!

You scored as Cultural Creative. Cultural Creatives are probably the newest group to enter this realm. You are a modern thinker who tends to shy away from organized religion but still feels as if there is something greater than ourselves. You are very spiritual, even if you are not religious. Life has a meaning outside of the rational.

Cultural Creative

88%

Existentialist

69%

Postmodernist

56%

Romanticist

50%

Idealist

44%

Modernist

38%

Materialist

31%

Fundamentalist

25%

What is Your World View? (updated)
created with QuizFarm.com

miðvikudagur, júní 01, 2005

Barnið (eða þannig) sem ég á tíu prósent í (allavega!)

er orðin stór í dag, þrettán ára pæja!

ég átti mikið í henni Fífu minni þegar hún var lítil, sumarið sem hún var eins árs var ég í vist hjá Hildigunni systur þar eð ég gat náttúrulega ekki unnið venjulega vinnu það sumarið frekar en önnur vegna anna við kórferðir. (Reyniði bara að sækja um vinnu hjá Haggubbi segjandi.. fyrst verð ég í Skálholti í viku í byrjun júlí og svo þarf ég að fara til Spánar í 5 vikur í lok júlí, byrjun ágúst og svo...)
Það sumar var ég átján ára á rölti með Fífuna mína í bænum allt sumarið og það verður að viðurkennast að barnið var alveg óhugnanlega líkt mér, jafnvel líkari mér en mömmu sinni.

Það voru ófáir sem óskuðu mér til hamingju með fallega og þæga barnið mitt ;) Og falleg og þæg var hún, alveg eins og fullorðin manneskja og hefur verið alveg síðan. Það er leitun að eins skynsömum og heilsteyptum krakka og hef ég því vægast sagt litlar áhyggjur af því þótt hún sé að skríða inn á unglingsaldurinn.
Segi bara: Guð forði þeim sem ætlar að fara að reyna að fá hana Fífu til að gera eitthvað sem hún vill ekki! Peer pressure mæ as!

Allavega, til hamingju með afmælið elsku Fífa mín :D