Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

mánudagur, júlí 11, 2005

hom svit hom i 4 daga

jæja, komin heim í mýflugumynd.. hér er stoppað í 3 daga þar til haldið er til bella Italia.

Þrennir frábærir tónleikar, hegglíngur af æfingum, hegglíngur af upptökum, skrönglast upp á Vörðufell, rölt niður í gjá og fossar skoðaðir, farið að stöng og þaðan að hjálparfossi, farið í annað skipti að hjálparfossi og þaðan í eyðimerkursundlaug, vaskað upp, spilað ótæpilega af tíu, nefleiknum, kana og aktsjónarí, glápt ótrúlega lítið á sjónvarpið, farið þrisvar sinnum í Þjórsárdal ÁN þess að sjá Heklu, hlegið óendanlega mikið, troðið sér í nýja pilsið með miklum tilþrifum, farið óvenjulítið í pottinn sökum ömurlegs veðurlags, gengið mjög oft í kirkju, keyrt mjög oft milli
reykjavíkur og skálholts, drukknir ÖRfáir bjórar og smávegis af víni (rauðu og hvítu, var ekki pikkí), sletta af móhítós og öðru, borðaður stórfenglegur matur og nammihrúgur, bakaðar tvær ammælissjúkkulaðikökur og bornar fram með jarðarberjum, hindberjum og rjóma, lesin ein bók og ráðnar tvær sunnudagskrossgátur..

kannski ekkert skrýtið þó ég sé alveg gjörsamlega að hrynja útaf.

En Skál!holt klikkar sko aldrei :D