Súppinn minn er að skipta um vinnu eins og margir vita og er að byrja hjá ofurtöffurunum í KáBé í dag. Hann tók sér frí í gær til að rístarta heilanum eftir áralanga "símanotkun" og svo skemmtilega vildi til að ég gat auðveldlega tekið mér frídag líka, engar athafnir, æfingar eða fundir planaðir, aldrei þessu vant.
Ákváðum að skella stelpunni í skólann fram að kaffi þar sem vetrarstarfið er byrjað og ekki gott fyrir hana að missa úr dag ef hægt er að forðast það, svo var líka ansi freistandi fyrir okkur að eiga einn dag saman bara tvö. Ákváðum að gera eins og við gerðum oft á bárunni og eiga túrhestadag í miðborginni. Hann byggist upp á því að rölta um bæinn, kíkja á eitt, tvö söfn, í menn og málningu og okurbúlluna og fá okkur gott í gogginn einhversstaðar. Ég ákvað að gera þetta bara með glanz og fara alla leið, í anorakkinn, gönguskóna, úfna hárið og ómálninguna og helst að blaðra þýsku allan tímann, en á síðustu stundu guggnaði ég, skellti smá spartli á fésið, hristi ögn upp í krullunum og skellti mér í hámóðins lopa og rúskinnsstígvél.. liðnir eru þeir indælu dagar nafnleysisins sem mér þótti svo vænt um í lundúnaborg.. össössöss (ur)
ANÍHÚ! okkur tókst ágætlega framanaf, skoðuðum ýmislegt sniðugt og annað miðursniðugt í laugarvegsverslununum tveimur (fann á hvorugum staðnum áskirkjudiskinn! hrumpff.. ég vil kaupið mitt!) og fengum okkur stórfenglegan hádegismat á krúathai sem hefur reyndar lengi staðið til.
Og þá átti a› skella sér í menninguna. Gengum fyrst í Listasafn Reykjavíkur. Lokað. Og svo í Listasafn Íslands. Lokað.
Enduðum bara í því að skoða rax á austurvelli.
Sem var reyndar algjör snilld svona þegar ég hugsa um það!
Ég er hætt við þennan titil. Nei annars, tókst jú ekki að vera nógu túrhestaleg þannig að hann stendur.
En eftir stendur að ég mæli stórlega með að fólk taki sér tíma af og til og njóti borgarinnar meðan það er ennþá líft í henni fyrir kfumglöðum væmnidvergum og viðbjóðshrokagikkjum..
p.s. Jóhanna og Bjartur, hjartanlega til hamingju með Nonna litla :D
mér finnst smart að skíra barn eftir söngkennaranum sínum.. ;)
p.p.s. þessi færsla var notabene skrifuð í gær.. goddam blogger sem virkar ekki rg í bala.. eldri útgáfan varð að publissja þessarri.. kann einhver skýringar á því af hverju ég get ekki bloggað að heiman en allir aðrir geta það? Anyone?