Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

laugardagur, desember 31, 2005

mót ára

eru merkileg og oft þykir mikil ástæða til að horfa um öxl og rifja upp gamla tíma. Ég hyggst gera það í mjög litlum mæli þetta árið sökum einstakrar leti og ómennsku sem ég hyggst eyða deginum í.. því kemur hér mín samantekt fyrir árið 2005:

ósmekklegasti sjónvarpsþáttur: endursýning RÚV á þætti um brunann í flugeldaverksmiðjunni í Seest kl 13.35 á gamlársdag.

gleðilegt ár :D

p.s. lofa arminnilegum 2005 pizzli á komandi ári...

miðvikudagur, desember 28, 2005

snobbveig

er núna með boðskort á bæði bessastaði og í brezka sendiráðið undir ískápsseglunum.. úahh

jólin voru súkkulöðuð, magapínuaukandi, ljósgefandi, fyndnabarnsgleðjandi, fjölskylduvænandi yndisleg eins og venjulega. Sérstaklega var ánægjulegt að eiga aktjúelt jólafrí á annan í jólum og var þá náttfatast fram eftir degi.. er voða lítið sona að segja frá gjöfum og þess háttar en má ekki láta hjá líða að segja frá magnaðasta silfurhálsmeni í heimi sem ég fékk frá Nonnasæta.

Það er ótrúlega fallegt.. hendi inn mynd við tækifæri.

Gleðilega rest mín kæru..

laugardagur, desember 24, 2005

jæja,


væla veinólínó óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla!


föstudagur, desember 23, 2005

afsluppunarprógrammið

gekk afspyrnuvel og maður er hálflamaður eftir þetta alltsaman.. ii djók

var alveg yndislegt og rólegt og jólalegt og hátíðlegt.. ég ætla sko að hafa þessa árlega héðan í frá, engar undantekningar eins og í fyrra!

næsta gigg verður svo í kastljósi sjónvarpsins þar sem hinir víðfrægu jólakettir munu troða upp með lagið þorláksmessukvöld af svölum neðarlega á laugavegi. Þar verðum við bæði kl 6 í hljóðprufu og uppúr 8 í beinni.. þetta verður geðveikt!

á morgun verður svo óhelga nótt kl 6 í nes og händel í miðnæturmessu á sama stað, svo meiri händel í ás kl 2 á jóladag.. gamangaman

fyndna barnið er fimmoghálfs í dag og fögnum við því mjög.. hún er sniðug stelpan.

miðvikudagur, desember 21, 2005

afstressunarprójekt Hallveigar

Ertu orðinn leiður á jólahjólum? Kringlunni með ofhlöðnum jólatrjám, alltof mörgu fólki sem hleypur um með brjálæðisglampa í augunum, barnastjörnum sem syngja í sífellu mig hlakkar til? Endalausum leikfanga-, kjöt- og gjafavörubæklingum sem streyma inn um lúguna? Grátandi fólki í sjónvarpinu yfir að hafa ekki fengið vörur frá BT í jólagjöf?

Annað kvöld kl 21 mun dívan halda kyrrðar og íhugunartónleika í Neskirkju ásamt Steina organista. Þar verður leitast við að nálgast hinn sanna jólaanda með kertaljósi og fagurri tónlist. Á efnisskránni verða aðventulög og maríuljóð auk aría eftir J. S. Bach, W. A. Mozart og G. F. Händel. Ég lofa yndislegri stund, hátíðleika í hámarki og afslöppun fyrir huga og hjarta. Það verður ekki einu sinni klappað á tónleikunum..

Aðgangseyrir er aðeins 1000 krónur og 500 fyrir eldri borgara og námsmenn. Allir velkomnir!

sunnudagur, desember 18, 2005

Guðmundur góði

er búinn að vera lengi á leiðinni inn á tenglalistann minn.. vesgú hér kemur eitt stykki gvendarbrunnur!

og af því tilefni er tilvalið að stela miskunnarlaust af vefnum hans, ég hef sjaldan grenjað jafnmikið af hlátri og yfir því að fara eftir þessu:

Farið á Vef TV, og horfið á Ísland í bítið. Þegar þátturinn byrjar að spilast skuluð þið hægrismella á myndina og velja Play speed > Slow.

Rosalega drekka þeir þarna uppi á hálsi...

fimmtudagur, desember 15, 2005

woah!

er hérmeð hætt að kvarta yfir slæmri gagnrýni ;)

sunnudagur, desember 11, 2005

af því ég hef svo lítið að gera ;)

kemur hér skenntilegur sploggleikur!

Settu nafnið þitt í comment og.....

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt..

sneðugt..

föstudagur, desember 09, 2005

svif

mikið rosavakalega var gaman í gær! Tónleikarnir alveg stórfenglegir þó svo að frá 24 bekk hljómi meira að segja besti söngvari heims dósalega. En maður er vanur því svo það kom ekki að sök, en þegar hann fór upp í tröppurnar til hliðar hljómaði röddin þrefalt! og sannaði þetta það sem ég hef alltaf sagt, þessi staður við hlið stjórnandans er versti staðurinn í húsinu til að syngja á.
Ég hef sungið nokkrum sinnum uppi á efri palli, á bíótónleikunum og ódisjónum og slíku og það er miklu betra en að vera fremst. Spurning um nýjar pælingar á uppröðun á sviðinu.

Partístandið og pilsaþyturinn í anddyrinu á eftir var ekki síðra. Ég talaði auðvitað við manninn sjálfan sem var hinn alþýðlegasti og ræddi þarna við hvern sem er. Hann er einstaklega viðkunnalegur og indæll maður sem ber með sér ósköpin öll af þokka og útgeislun, var ekki einu sinni bara að svara spurningum heldur spurði mig spjörunum úr um söngferilinn og hvernig mér hefði líkað í guildhall og hvernig gengi.. afskaplega huggulegt allt saman!

Söng svo nóttin var sú ágæt ein fyrir óla og dorrit við frábærar undirtektir ogmeð skemmtilegum afleiðingum sem þið fáið að heyra um seinna ;)

Talaði við fjölmarga aðra og af sumum símtölunum verða vonandi líka skemmtilegar afleiðingar sem þið fáið að heyra meira um síðar...

:D er ennþá í skýjunum!

fimmtudagur, desember 08, 2005

tilhlökkunar-tingling

uguvuðu hvað ég hlakka SVÍVIRÐILEGA til kvöldsins! :D

sunnudagur, desember 04, 2005

lesari

fyrir æsta aðdáendur vælunnar má benda á að hægt er að forvitnast um bókasmekk hennar í Samfélaginu í nærmynd rétt fyrir hádegi þar sem undirrituð verður lesandi vikunnar :D

föstudagur, desember 02, 2005

tíhí

þetta er snilld!

aðventan byrjuð...

ekki með aðventutónleikum í HÍ með snillingunum árna heimi og berglindi maríu..

ekki með sinfó og SNILLINGNUM Harry Bicket...

heldur með þessu hérna sem ég hlustaði á þegar ég kom heim úr háskólabíói og hótel sögu: http://www.baggalutur.is/mp3/Baggalutur_Sagan_af_Jesusi.mp3

hafið það gott á aðventunni gott fólk :D

fimmtudagur, desember 01, 2005

VÚHÚ!

er í geðveikri stemmningu fyrir kveldið mín kæru...

hér er nánar um tónleikana fyrir áhugasama! OG tengill þar sem er hægt að kubba miða... ;)