Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, maí 17, 2006

Gaularafréttir og annað smálegt.

Vælan stefnir hraðflygi á heimsfrægð í Búlgaríu og svona sem er gott.

annars er hellingur af tónleikum framundan sem er líka ansi skemmtilegt bara, sniðugt að vera orðinn svona frægur að vera alltaf að gigga eitthvað án þess að þurfa að skipuleggja það sjálfur.. verð með eðalhjónunum Bjarti og Jóhönnu í álftaneskirkju 24. maí, syng á Sólheimum þann 10 júní á nýrri tónleikaröð sem Þóra ofurbeib er að setja af stað og svo í nýju galleríi, Anima, á Ingólfsstræti þann 22. sama mánaðar í hádeginu, á nýrri tónleikaröð sem hún Hólmfríður sem rekur það er að starta á fimmtudögum. Semsagt nóg af giggum fyrir ykkur, kæru áhangendur.

Hef ákveðið siðferðis míns vegna (jú ég er VÍST með svoleiðis!) að kjósa í vor þann flokk sem hefur sýnt hvað minnst kommúnistísk vinnubrögð og mun því krossa við Svandísi og co. Sjallinn dundar sér við stóriðjustefnur milli þess að plaffa niður ljósastaura, bensínfretandi hömmerframmararnir eru að sjálfsögðu ekki umhugsunarverðir og samfylkingin vinnur að því leynt og ljóst að eyðileggja starfsvettvanga mína í borginni og getur því farið í norður og niðurfallið með freti eins og Skalla-Pétur orðar það. Þannig að VG er málið.

Nokkur ný andlit hér til hliðar í linkum, sum hálf, sum nashyrningsleg og sum með óvenjustórt hár.