Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, maí 24, 2006

Merkisdagur


í gær var merkilegur dagur í lífi fjölskyldunnar þegar hún Ragnheiður Dóra útskrifaðist úr leikskólanum sínum. Ég segi eins og Jón að ekki var laust við að ég fengi tár í augun þegar hún var kölluð upp, mikið er stelpan mín orðin stór! Hún er líka snillingur, er farin að lesa heilmikið og er bara almennt alveg stórfengleg manneskja, stærsti fjársjóður lífs míns.

Til hamingju með daginn elsku stóra stelpan mín!