Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, apríl 29, 2007

Suomi here I come

yðar háæruverðuga undirrituð verður fulltrúi Íslands í Sibeliusar söngkeppninni (þeirri fyrstu sem verður haldin, hingað til hafa bara verið haldnar fiðlukeppnir hjá þeim), í haust.. keppendur eru 32, langflestir finnar en einn dani, einn norðmaður, einn letti, 3 svíar og svo ég.. jei!

Spurning hvort við Eiki tökum tvennuna í ár.. hann Júró og ég Síbba.. hehehe

föstudagur, apríl 20, 2007

snilld

Why do we teach music? Not because we expect you to major in music. Not because we expect you to play and sing all your life. Not so you can relax. But so you will be human. So you will recognize beauty. So you will be sensitive. So you will have something to cling to. So you will have more love, more compassion, more gentleness, more good, in short, more life. Of what value will it be to make a prosperous living unless you know how to live? That is why we teach music.
-Unknown

stolið frá Geninu..

Efnisorð:

þriðjudagur, apríl 03, 2007

jæja, allir að mæta

Kór Áskirkju flytur Jóhannesarpassíu J.S.Bach, BWv 245, í Fossvogskirkju á Skírdag 5.apríl og Föstudaginn langa 6. apríl.

Flytjendur eru Kór Áskirkju ásamt kammersveit

– konsertmeistari - Hjörleifur Valsson.

Einsöngvarar eru Ágúst Ólafsson barítón, Bergþór Pálsson barítón, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Gunnar Guðbjörnsson tenór, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jóhanna Ósk Valsdóttir, messósópran.

Stjórnandi er Kári Þormar

Tónleikarnir hefjast kl:17. báða dagana.

Vonast til að sjá sem flesta, hægt er að nálgast miða í 12 tónum eða hjá mér og öðrum kórfélögum, nú eða þá að kaupa við innganginn :D

Lofa geeeeðveiku rokki og róli. Bach er helsti rokkari allra tíma eins og allir vita.

Kær kveðja,

Hallveig

Efnisorð: , ,