Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

fyndna barnið

á tvö góð móment síðustu daga:

1. á laugardaginn að éta jarðarberjahlaup úr nammidagsnamminu:

Ragnheiður Dóra: hvaða hlaup er nú þetta, mamma?

Mamma: hva, er það ekki bara gott?

Ragnheiður Dóra: jújú... það er samt eiginlega á bragðið eins og lyktin í Ikea..

2. Hlaupandi úr bílnum á leiðinni í píanótíma:

Mamma: hvað er þetta, á ekkert að kyssa mömmu sína bless?

Ragnheiður Dóra: oh, mamma, vertu ekki alltaf með þessa dramatík!