Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, desember 27, 2007

pabbi sjötugur

minn kæri faðir á stórafmæli í dag, hann stendur á sjötugu og trúi því hver sem vill!

pabbi er mér ótrúlegur stuðningsmaður og hvetjari auk þess að vera eins og alkunna er með skemmtilegri mönnum.. hann er frábært skáld, frábær ferðafélagi og þess fyrir utan að sjálfsögðu besti afi í heimi!

Til hamingju pabbi minn, mér þykir alveg óskaplega vænt um þig :)

pabbi í stuðinu einu sinni sem oftar í Kjalvegsgöngunni okkar í fyrra.

miðvikudagur, desember 19, 2007

dásemd

ótrúlegur SNILLINGUR er Halldór Gylfason.. manni sem dettur í hug að láta spegilinn í Mjallhvíti hljóma eins Guðna Ágústsson á skilið einhverskonar verðlaun.

mánudagur, desember 17, 2007

oj

er að krepera á þessu veðri dauðans alltaf hreint, er með bullandi bakflæði og vinnuviku frá helveðe framundan (þetta tvennt fer sumsagt eins og gefur að skilja afskaplega illa saman), jólagjöfin krakkans er uppseld á ÖLLU LANDINU (veit það, er nebbla búin að hringja í allt landið að leita að henni) og það svarar ekki í búðdruslunni þar sem ég þarf að fá upplýsingar um hvort gjöfin kallsins sé komin í hús.

Mikið er nú gott að ég skuli vera svona blessunarlega laus við allt jólastress.. ha..

föstudagur, desember 14, 2007

spadomsgafan

Ég ætla að leyfa mér að spá því að bakaðar hafi verið smákökur á allavegana 2/3 heimila á suðvesturhorninu í dag.

miðvikudagur, desember 12, 2007

Lúxusvandamál fyrsti hluti

hvernig stendur á því að maður nennir með glöðu geði að fara upp í bíl, keyra í búðina, vappa þar um í tæpan klukkutíma að spá og spegúlera, safna í körfuna alls kyns þarfa og óþarfa, setja draslið í plastpoka, drusla því með erfiðismunum í bílinn, keyra heim, skutla pokunum inn í eldhús..

og nenna svo ekki með nokkru lifandis móti að setja draslið upp í skápana?

laugardagur, desember 08, 2007er ég eina manneskjan í heiminum sem hefur fattað að Eddie Izzard og Pink eru ALVEG EINS?