Af teflonheilum
Ég er með algjöran teflonheila. Ég man ekki neitt stundinni lengur, þarf að svamla um í sellupollinum í hálftíma ef ég þarf nauðsynlega að rifja eitthvað mikilvægt upp.. sem leiðir til þess meðal annars að ég er alveg hræðileg í trivial pursuit.. ég meinaða.. hvernig er hægt að gleyma nöfnunum á bæði Michael J. Fox OG Bette Midler í einum leik!!!
Ég man reyndar aldrei nöfn á fólki eða hvaðan ég þekki það.. frekar hvimleitt þar eð fólk virðist (af einhverjum ástæðum.. ehrmm) alltaf muna eftir mér (er nefnilega líka með athyglissýki dauðans..). Þannig er örugglega fullt af fólki úti í bæ sem heldur að ég sé geðveikt góð með mig að heilsa þeim ekki.. ÞAÐ ER EKKI ÞAÐ! ég man bara ekkert hver þið eruð ;)
Það er þokkalega fyndið þegar við Þóra Björk vinkona hittumst því hún er með svipað case of the stickfree mind og ég.. verri ef eitthvað er. Við hittumst t.d. um daginn í hádeginu einu sinni sem oftar, og ræddum þar mörg mikilvæg þjóðþrifamál s.s. fylleríisplön helgarinnar og verð á hárgreiðslustofum, en það var alveg merkilegt að í hvert skipti sem einhver truflun kom uppá, símhringing eða þjónsræfill, tók það okkur þónokkra stund að rifja upp hvað það var sem við höfðum verið að tala um rétt áður!
Annars er fjölskyldan hennar Þóru með fyndnara fólki, bróðir hennar, snillingurinn hann Halli er reyndar ÓTVÍRÆÐUR heimsmeistari í límleysisheilaeign síðan hann var morgunn einn úti á strætóstoppistöð í ÞÓ nokkrar mínútur að reyna að rifja upp hvað hann héti! Ekkert nema snilld!;)
Annars er ég með kenningu um þessa teflonheila því ég hef tekið eftir því að þetta er alls ekki óalgengt meðal fólks af minni kynslóð. Á meðan gamlingjarnir muna eftir prestsheimsókninni 7 nóvember 1923 þegar þau voru 5 ára, munum við ekki hvað við vorum að gera í fyrradag.
Það er að ég held einföld skýring á þessu. Þegar presturinn kom í heimsókn til hans Guðjóns gamla í nóvember ´23 hafði EKKERT annað markvert gerst þann veturinn hjá þeim á bænum! Engar auglýsingar komið fyrir augu og eyru þeirra, engir tölvuskjáir, sms, umferð í kring um þau osfrv.. hugsið ykkur muninn á fjölda skilaboða sem þeirra heili þurfti að vinna úr og svo okkar.. óTRÚlega mikill. Við erum bara því miður ekki orðin nógu þróuð til að heilinn geti unnið úr þessum ósköpum. Þess vegna munum við kannski að nýjasta Arielþvottaefnið angar eins og furuskógur en ekki að við áttum að mæta á fund kl. 4....
Talandi um ariel hér kemur meiri snilld frá krílinu:
Fréttamaður: Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels sagði af því tilefni...
Ragnheiður Dóra: Aríel.. hún er líka hafmeyja, alveg eins og María.. (Quote úr Hafmeyjunni 2)
Frekar fyndin mynd sem kom í hausinn á mér þarna ;) tíhí
<< Home