Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, október 15, 2003

jólajóla

já, já, giggin raðast upp um jólin.. ekkert nema gott um það að segja, farið að glitta í dollaramerkin í augunum..
fór af þeim sökum í flensusprautu í morgun.. ætla EKKI að missa helming tekna minna í desember eins og gerðist jólin ´99, fór ekki í sprautu það árið vegna bumbubúans sem er nú orðinn að fyndnasta barni í heimi, og það var eins og við manninn mælt, lagðist í flensu DAUÐANS og hefði eins getað snýtt mér í fimmþúsundköllum.. vææææl.
meðal annars ætlum við Steini að reyna að koma saman afstressunarjólasöngvum, helst í Landakoti þar sem fólk getur komið eftir kaupæðið og hvílt lúin bein og kreditkort undir ljúfum tónum.. gæti orðið skemmtilegt :) En meira um það síðar.

Af fullorðnum vinum

Átti mjög skemmtilega stund með Þóru Björk vinkonu í gær. Við töluðum meðal annars um hvað það er gaman að verða fullorðin, maður verður svo afslappaður eitthvað.
Fór að pæla í þessu um daginn, eftir annað gott samtal við aðra vinkonu mína, sú var að kvarta yfir leiðindum og hroka í einhverjum smástelpum sem voru með henni í skóla og við fórum að rifja upp hvað við hefðum sjálfar verið hrikalega leiðinlegar og sjálfhverfar þegar við vorum tvítugar. Þá var FÁTT hallærislegra en einhverjar þrítugar over the hill kvensur!
Þetta fylgir bara aldrinum nefnilega. Þegar maður er tvítugur er maður líka svo upphafinn, allt þarf að hafa svo mikla meiningu, maður les ekkert nema heimsbókmenntir og umræðuefnin eru flest á heimspekilegum nótum..
þegar ég var í MH hefði ég t.d. fyrr skorið af mér hægri handlegginn en viðurkenna að mér finnist gaman að hlusta á Kiss FM í bílnum.. sem mér finnst.
Æ já, þetta er mun betra núna. Og mér þykir vænt um vini mína.