Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

mánudagur, maí 02, 2005

fréttir af vælunni

fyrir langþyrsta (nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn byrjar á Steingrímur).

Steini, þetta er fyrir þig og hættu svo þessu væli ;) múhahahaha

Hér kemur Ráð Dagsins. Gerðum innkaup ársins á laugardaginn þegar skellt sér var á eitt stykki verandarhitara. Ef verið er að brasa með gas, eld og þess háttar er EKKI góð hugmynd að kaupa það ódýrasta í boði. Kom í ljós að inni í þessari übergræju var alveg hreint ótækilega (mín alltaf í nýyrðasmíðinni.. ertu ekki ánægður með mig Gunnar Hrafn?) lítill og aumingjalegur bolti sem átti að halda gaspípunni upp í brennarann. Við smávegis (lesist: þónokkur) átök við að koma gúmmíslöngunni úr gaskútnum upp á hinn enda pípunnar losnaði þessi elskulegi bolti með þeim afleiðingum að eftir allt japlið, jamlið og fuðrið (þó sérstaklega það síðastnefnda) við að koma þessu saman stóðum við uppi með samanbráðnaðan verandarhitara þar sem gasið hafði flætt um allt og kveikt í öllu heila klabbinu.. maður bara heppinn að vera enn í heilu lagi hér með óbrennt hús. (sjö níu þrettán, eitt stykki barin gluggakista)

Hér kemur Hrós Dagsins. Hagkaupin stóðu sig gíbburlega vel við afturtöku bráðnaða járnhrúgaldsins og endurgreiddu upp í topp. Sko þá! Vorum svo ánægð með þetta alltsaman að við droppuðum oní massaman og grænt karrí á nana thai í hádeginu.

Við Súppi áttum miða í leikhúsið í boði Markaðsdeildar Símans og skelltum okkur að sjá Koddamanninn á litla sviði leikhúss vorrar þjóðar í gærkveldi. Frábær sýning í alla staði, rosalega vel skrifað stykki og vel leikið, leikstýrt og bara allsherjar húllumhæ. Ekki spillti fyrir að vera vel úttroðinn af yndislegu entrekódi frá þeim hérna (bauð kallinum í steik fyrir sosum eins og eina Carminu-aríu.. it´s good to be the diva).

Svo var ég að fá frábærar fréttir sem þið fáið að heyra um leið og ég fæ þær staðfestar.. jei!

Ekkert rosalega leiðinlegt að vera ég í dag.