The lost blogs
hér eru meðfylgjandi tvö afar mikilvæg blogg síðustu viku sem sökum tölvuskorts komust ekki á óravíddir ínternetsins. Þau eru mjög ólík en fá þó hér að flakka saman:
7. júlí - London lament
Mikið afskaplega líður mér illa í dag.
Borgin mín, borgin mín í lamasessi eftir óheyrilega árás ofstækismanna sem ekkert hugsa um annað en það að myrða þá sem voga sér að reyna að lifa eigin lífi öðruvísi en þeir og "gegn" skoðunum þeirra og trú. Árásinni beint gegn fólki af öllum kynþáttum, líka þeirra eigin og ALDREI má ásaka þjóðflokka eða kynþætti um slík voðaverk. Hér er um mun ógeðfelldari og þrengri hóp að ræða sem er skítsama um allt annað en sjálfan sig og sína rétttrú.
Á hverjum degi í tvö ár kom ég á Moorgate stöðina í City. Í hverri viku fór ég á Liverpool Street stöðina. Brunaði í gegn um Kings Cross tvisvar á dag. Þennan dag var lokadagurinn í Guildhall þetta árið, fullt af vinum mínum og kunningjum að ferðast þangað.. Moorgate er næsta stöð við skólann. Þetta er óhugnanlegra en orð fá lýst.
Fyrir mér hefðu þeir eins getað sprengt upp Hlemm eða Lækjartorg.
Borgin mín, borgin mín.
8. júlí - ellismellurinn ég..
er víst formlega skriðin á fertugsaldurinn í dag. Ánægjulegt!
(reyndar bara fínt.. finnst frábært að vera að eldast, maður er allur miklu ánægðari með sjálfan sig og lífið en áður, tala nú ekki um þroskaðri og umburðarlyndari. Myndi sko ÞOKKALEISJÓN ekki vilja fara tíu ár aftur í tímann og verða sú sem ég var þá..)
Mér finnst samt ógeðslega skemmtilegt að eiga afmæli. Maður eldist víst seint upp úr því ef maður er ég sko ;)
<< Home