allir að mæta fyrir mig!
Sælir allir Íslendingar
Til stendur að hafa meðmælagöngu þann 27. maí þar sem farið verður fram á
virkt lýðræði í sambandi við stóriðjustefnuna og undirskriftasöfnun hefst
með áskorun til stjórnvalda.
Endilega hafið samband við alla kunningja, vini og fjöldskyldu og látið
orðið berast um gönguna því við viljum fá alla með og gera þetta að
stórviðburði.
Laugardaginn 27. maí, kl. 13:00 standa Íslandsvinir fyrir göngu sem lagt
verður í frá Hlemmi í Reykjavík. Gengið verður niður Laugaveginn og endað
með útifundi á Austurvelli, þar sem
fram koma margir af okkar helstu tónlistarmönnum, auk skálda og annara
listamanna.
Við göngum . . .
fyrir íslenska náttúru
fyrir fjölbreytt atvinnulíf, hugvit, menningu
fyrir sköpunarkraft og frumkvæði
fyrir ný tækifæri
fyrir menntun
fyrir velferð
fyrir lífsgæði
fyrir lýðræði
fyrir sjálfstæði Íslendinga
Við göngum . . .
gegn misnotkun á náttúruauðlindum okkar
gegn efnahagslegu ósjálfstæði
gegn einhæfu atvinnulífi
gegn stóriðjustefnu stjórnvalda
Aldrei áður hefur náttúrugersemum okkar, efnahagslegu sjálfstæði og velferð
verið ógnað sem nú og því liggur mikið við.
Drög að dagskrá 27. maí.
13:00 - 14:00 Ganga frá Hlemmi niður á Austurvöll
14:00 Dagskrá hefst á Austurvelli
14:00 - 15:40 Örstutt kynning á undirskriftasöfnun 3 mín
Hjálmar
KK
Fjallkonan flytur ljóð
Ragnhildur Sigurðar (vistfræðingur) talar
Flís og Bogomil Font
Benni Hemm Hemm
Unglingar flytja beiðni sína
Ragnhildur Gísladóttir
Fræðsluefni rúllar á skjá allan tímann
Kærar þakkir til þeirra sem eru tilbúnir að leggja málefninu lið. Nú er
tækifærið til að "gera eitthvað"
Endilega áframsendið póstinn á alla sem þið þekkið.
Í viðhengi er plakatið sem þið megið endilega prenta út og hengja upp á
vinnustað ykkar og svo er kynningargrein.
Íslandsvinir
www.islandsvinir.org
<< Home