færsla tekin út
Þar sem ég virðist greinilega hafa verið að bulla einhverja bölvaða vitleysu í síðustu færslu er ég búin að taka hana út og bið hlutaðeigandi, hina stórgóðu söngkonu Önnu Jónsdóttur og píanóleikarann Sigríði Freyju Ingimarsdóttur innilega afsökunar á þessari vitleysu.
Þeir hjá Kastljósinu hafa greinilega verið með nokkrar tökur í gangi og ekki endilega notað sömu töku á hljóði og mynd en það er þá augljóslega þeirra klúður.
Vil líka taka fram að alls ekki átti að vera um neina meinfýsni eða grín að nokkurri persónu að ræða enda var þetta mjög fallegt innslag og vel gert af hálfu listamannanna (en greinilega ekki tæknimannanna) og mér þykir leiðinlegt ef það kom þannig út. Það var svo sannarlega ekki ætlunin.
<< Home