Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

föstudagur, júní 09, 2006

plöggað á blögginu

Kæru vinir,

á góðviðrisdeginum á morgun er tilvalið að skella sér austur fyrir fjall í Sóheima í Grímsnesi að hlusta á undirritaða gaula fagra tóna úr íslenskum leikritum og erlendum söngleikjum við undirleik hæstvirts doktor med, dúllunar atarna. Tónleikarnir hefjast kl 13.3o og er aðgangur ógibbis! Mæli ég svo sterklega með því að fólk rölti þarna um, held að það sé hægt að kaupa sér lífrækt ræktað grannmeti og svo auðvitað frábær listaverk sem eru unnin á staðnum. Þar á eftir er hægt að fá sér kaffisopa og kökumola fyrir allan peninginn sem skapaðist við að þurfa ekki að borga inngang á tónleikana ;)

Vonast til að sjá sem flesta,

yðar, auðmjúklega

Væla Veinólínó