Gærkvöldið var þokkalega skemmtilegt! Sling rúlaði auðvitað eins og venjulega, the Kills er núna orðin uppáhaldshljómsveitin mín.. vá þau voru svo ótrúlega schvöl, þvílíkt kemistrí í gangi á milli þeirra, hei ef það virkar í bíó af hverju þá ekki hjá hljómsveit? (nokkuð ljóst að farið verður á freistinguna miklu) Og Quarashi voru vægast sagt stórkostlegir.. nema nýji gaurinn, hann hefur ekki ennþá nógu góðan presens.. en það kemur örugglega með meiri reynslu.
Verst var þó að aumingja Jón dauðlangaði með mér, en ENGINN gat passað fyrir okkur! ótrúlegt.. sama uppi á teningnum í kvöld, við ætluðum að fara saman á Gaukinn að heyra í Eighties Matchbox B-Line Disaster! en aftur er enginn sem getur verið hjá fyndna barninu.. hvað er að gerast eiginlega! nokkuð ljóst að við þurfum að fara að fjölga í gæsluliðinu.. einhverjir sjálfboðaliðar???
Fór nú samt ekkert of seint heim.. um hálfþrjú, enda hefur dagurinn ekki verið svo slæmur.. ;)
<< Home