Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Me

Dagskrá gærdagsins var sumsagt svohljóðandi: TTT appendixes smá.. en bara á meðan ég var að brjóta saman þvottinn!

Á mig rann nefnilega sjaldgæft hreingerningaræði þegar ég náði í gluggaspreyið til að þurrka af sjónvarpinu til að geta horft á berfætta vitleysinginn segja mér hvurnin á að búa til bíó. Við fyrsta sprey fór ég að finna titringinn.. þeyttist af stað eins og hinn fornfrægi hvíti stormsveipur og tók íbúðina í gegn í einum grænum.. gerði allt nema skúra enda er það með eindæmum leiðinlegt.. jahh og svo lét ég ruslahauginn sem er herbergi fyndna barnsins vera, stefnan er nebblega sú að aldrei sé tekið til þar inni nema hún hjálpi til.

Enda þegar maður er veikur þarf maður að vera heima og þá hefur maður ekkert betra að gera en taka pleisið aðeins í gegn. maður. þegar maður er ekki nebblega veikur er maður yfirleitt ekkert heima hjá sér eða alltof þreyttur til að vera að svona vitleysu og asnaskap. maður.

Við allan hamaganginn hresstist ég nóg til að bjóða henni Ragnheiði Elínu fornvinkonu minni til sumbls um kvöldið, var nebblega ALEIN heima (sem gerist jú ekki oft), ég hafði sumsé hætt við að fara með Súppa í þrítugsafmæli í ofurþorpinu Hvergigerði, en búið var að planta fyndna barninu á sexuna um nóttina vegna þess og hún tók auðvitað ekki í mál að hætt væri við þau plön. Sumblið var hið ágætasta enda hittumst við vinkonurnar ALLTOF sjaldan, sérstaklega þar sem hún býr í umþaðbil 2 mínútna göngufæri.

Góður dagur í gær sumsé! og ekki var dagurinn í dag síðri (elska alkaselzer) frábær dagur með genginu mínu og tónleikar með mótettunni og Scola þar sem sungin var fallegasta kórtónlist í heimi, Messa fyrir tvo kóra eftir Frank Martin. Þetta verk söng ég tvívegis 1992, fyrst með Heimskórnum og svo með Herði og þeim uppi í Hallgrími. Og þarna sat ég í dag með gæsahúð dauðans allan tímann og grét krókódílatárum yfir að vera ekki með aftur.. muhuhuhuhuu.. hefði gert það ef ekki hefði verið fyrir þennan Messiaen.. úff ekki það að ég hefði viljað sleppa því fyrir nokkurn hlut :)