Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

mánudagur, febrúar 02, 2004

Jæja, það sem ég ætlaðað segja en ekki þegja var...

langaði að tala aðeins um hann zúkka kallinn meira.. sko, hef á tilfinningunni að hann sé nú sona nettur sadisti í sér þrátt fyrir einstaklega góða hegðun í þetta skiptið.. (maður er búinn að fá gömlu sögurnar staðfestar síðustu daga, sko ) allavega eru þessar svokölluðu "aðferðir til árangurs" hans mjög gammeldansk.. hmm gamaldags á það víst að vera.. byttan ég stingur upp kollinum af og til..

Waysany þá var þetta sumsagt þannig að hann tók einn fyrir á hverju námskeiði og braut hann gjörsamlega niður andlega.
Þegar einn hljóðfæraleikarinn sem lenti í þessu fór eftir námskeiðið til hans og spurði hvort hann ætti hreinlega að hætta að spila fyrst hann væri svona ómögulegur svaraði Zukofsky: "I´m doing it because I believe in you."

Einhver kallaði þetta "reverse engineering" í gær, sem virkar þannig að eitthvað er tekið og rifið í sundur til að sjá hvernig það virkar og hvort sé hægt að gera einhvern hluta viðkomandi hlutar skilvirkari og hlutinn þannig betri. Jújú gott og vel.

EN þessa aðferð MÁ bara ekki nota við börn, því þau bera ekki skynbragð til þess að svara fyrir sig eða hreinlega ganga út, eins og margir sem komnir eru til vits og ára myndu líklegast gera. Þess þó heldur eru þau eitthvað að fatta að þetta sé allt gert vegna þess að þau séu svona hæfileikarík!
Börn eru að upplagi svakalega viðkvæm, langt fram eftir aldri meira að segja, og svonalagað getur haft langvarandi áhrif.

Aftur á móti er svona hegðun (ekki nærri eins slæm reyndar) þekkt fyrirbæri í Masterclass konseptinu (sem er kennsla fyrir framan almenning). Þar er gjarnan hjakkað og potað alveg svakalega í einhverja á meðan aðrir eru látnir í friði með svipuð eða enn verri vandamál. Ég lenti í slíku hjá Graham Johnson. Hann var semsagt með Masterclass með lögum eftir Chausson og Chabrier. Ég var að syngja alveg SVÍVIRÐILEGA erfitt lag eftir Chabrier sem heitir Toutes les fleurs! (upphrópunarmerkið er sko í titlinum.. tíhí) Allavega þá tók hann mig þvílíkt í gegn, pikkaði á smáatriðum dauðans og lét mig kveljast þarna í 45 mínútur (af sko 3 tíma masterclass þar sem voru 12 aðrir söngvarar á). Síðan kom á eftir mér einhver ekkert sérstaklega góður og söng lagið sitt.. og kallinn brosti bara og sagði já og amen. Ég var náttúrulega frekar foj yfir þessu og fór til hans og spurði hvort ég hefði í alvörunni verið svona miklu verri en hann sem á eftir kom. Hann horfði á mig og sagði: "On the contrary, you were so much better. No point waisting time on those that don´t have the material" Gekk svo í burtu.

Reyndar tek ég fram að hann var ekki beint að þessu með andstyggilegum hætti.. hann var ekki leiðinlegur per se bara brjálæðislega pikkí. Öðruvísi en hann var við suma maður! Sumir undirleikararnir sváfu ekki í margar nætur fyrir Masterclassana hans og oft streymdu tárin undan svívirðilega andstyggilegum kommentum hans. Hann er nefnilega líka nettur sadisti. Eitt versta dæmið sem ég man eftir var þegar hann sagði við einn af þessum yndislegu stífuðu oxford bretum sem voru þarna (tónlistarlegt uppeldi í geldum kór í Oxford) sem var að syngja einhvern franskan stunusöng eftir ravel eða debussy eða einhvern: "you simply don´t have had enough experience with women to be able to sing this song" Tek aftur fram að þetta er fyrir fullum áhorfendasal af fólki.. ÞAÐ VERSTA VAR að strákgreyið skyldi ekki fatta upp á að svara kallinum með einhverju eins og "and you do???" þar eð kallandskotinn er auðvitað öfugri en Dana International!