Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Vei ó vei...

Þrátt fyrir samviskusamlegt graðk á sólhöttum undanfarnar vikur hefur mér nú tekist að ná mér í ógeðispestina sem alla er búin að leggja í kring um mig undanfarið.. fór að finna fyrir roða í gær og skellti mér til Einars Thor í morgun sem aftur á móti skellti mér á Augmentin hið snarasta...sumsagt viðbjóður dagsins. Argh, ég hata fúkkalyf af ástríðu en ét þetta þó af krafti sökum slæmra áhrifa sem kvefpestir hafa á bankareikninginn minn.. stundum vildi ég nú bara vera að vinna í baunaverksmiðju frá 8-4 og þurfa ekki að fá magasár við það að finna kitl í hálsinum.. eða annars, nei það er lygi :)

Ferðin til Einars ánægjuleg að vanda, maðurinn er auðvitað í guðatölu hjá mér þar eð hann er EINI læknirinn sem fyndna barnið meikar. Hún meikar hann reyndar svo rosalega að þegar hún frétti í morgun að ég væri á leiðinni til hans fór hún að kvarta yfir eyrum og hori og kvefi og hósta og heimtaði að fá að fara með! Get svarið það, sama barnið og tók móðursýkiskast í 3 1/2 skoðuninni um daginn yfir að þurfa að stíga á vigt.. læknafóbía dauðans í gangi þar. En hún fékk nú ekki að fara með mér, en þegar Einar frétti þetta teiknaði hann handa henni mynd og sendi henni. Og af hverju var myndin? Rostungi sem sat uppi á eyju í sjónum og undir var kanína í baksundi :) Damn, nú vantar mig sko skanna til að skella henni hér inn..

annars allt skítsæmilegt að frétta, er að fíla þessa Messiaen vinnu í TÆTLUR, finnst Zúkki geggjaður og verkið brjálað stuð.. þessu má sko enginn missa af :)
Er annars að byrja að æfa næsta plink plonk verk dauðans, þrjá madrigala eftir rússneska snillinginn Alfred Schnittke. Verð svo líka að fara að læra verkið hennar Hildigunnar.. ehrmm...
þetta verður svo framborið á 15/15 tónleikum Caput í Borgarleikhúsinu þann 6 mars næstkomandi, en þið fáið nú að vita meira um það síðar.. þann sama dag eru svo Inga og Kiddi að gifta sig, verður sumsagt skemmtilegur dagur :)