Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Inn milli fjallanna þarf ég að æla...

Fullyrði það hér og nú að ekki er til á jarðríki leiðinlegri tónlist en íslensk ættjarðarlög (með einni undantekningu sem er lands míns fjöður..það er sumsagt ekki leiðinlegt...)

Vorum að pínast í tveimur heftum af þessari eðaltónlist á fyrstu kóræfingu Áskirkjukórsins á árinu... arg og úff! (fyndið líka þar eð hin og þessi af þessum lögum voru merkt: finnskt lag, Cristoph Willebald Gluck osfrv... mjög íslenskt allt saman..)

skiptum sem betur fer um gír fljótlega yfir í grösugri grundir, Knut Nystedt mótetta nr. 2 af þremur, Peace, mjög schvalt verk.. og svo stendur hún Bára Gríms fyrrverandi Grýla alltaf fyrir sínu...

Annars er ég búin að kveljast yfir Messiaen í allt kvöld, franskan að drepa mig.. er nefnilega að gerast svo fræg að flytja verk hans Trois Petites liturgies de la présence divine (reyndar ásamt 35 öðrum prímadonnum.. ég er samt AÐAL því ég fæ að syngja umþaðbil sjö nótur í sóló.. MÚHAHAHAHAHAHAHAHA.. nei djók...) með kammersveit Reykjavíkur 1 feb..

Þetta er GEGGJAÐ verk, plinkplonk galore, en verður örugglega mjög áhrifaríkt :) hlakka þvílíkt til en mikið SÚAKALEGA er þetta nú erfitt.. úff og úff.. og ekki bætir úr skák að það er SÆ skelfirinn sjálfur hann Paul Zukofski sem á að stjórna.. hann er frægur fyrir gíbbulegar kröfur.. margar skemmtilegar sögur til af kallinum.. kann bara ekki nógu vel að segja þær, læt hana Hildigunni systur um það bara :)

Fattaði að ég hafði nú ekki sagt alveg nógu vel frá Londonreisunni góðu.. því góð var hún þrátt fyrir annir miklar. Bjó hjá honum Eyva mínum í rottuholunni hans, hann býr inni á svaðalega gamalríku fólki sem á risa hús í þvílíkt huggulegu hverfi í Islington, þau eru þorskaleiga snobbuð, allavega kellingin, lætur Eyva æfa sig í aðalstofunni og segir svo við gesti: here is our music student! harharharh krakkarnir eru í einhverjum über-einkaskóla sem heitir Rugby og er á sama stalli og Eton og þau þekkja Harry prins osfrv.. samt er svo fyndið að þrátt fyrir að þau séu svona rík er samt allt í drasli heima hjá þeim! ferlega fyndið.. og enn ein sönnunin fyrir að Bretinn hefur ekki ALVEG sama skítastuðul og við ;) Svo er liðið aldrei heima um helgar.. fer líklegast í eitthvað summervilla úti á landi.. og þá á Eyvi húsið útaf fyrir sig og stundar það af krafti að stelast í fínar trufflur og tölvuna.. sem ég gerði að sjálfsögðu líka:) Þetta var sko ALVEG frábært.
Ég bauð Eyva svo út að borða í Angel, við fórum á geggjaðan norður-afrískan / Tyrkneskan stað í Angel sem er nú mesta partíhverfið í þessari yndislegu borg.
Fór líka að sjá LOTR-ROTK texta- og hlélausa á Leichester Square.. líka kúl. Hitti svo Valdísi vinkonu sem er líka ótrúlega skemmtilegt.. en besta var að fara í gamla skólann minn og hitta kennarann minn... guvuð hvað ég væri til í að eyða sosum eins og ári til tveimur í viðbót í tímum hjá henni.. en það dugir ekki að gráta það.. frekar en annað :)

úff nóg í bili....