Voff
Ég og Skúli vinur vorum að spegúlera um daginn hvað voff þýddi og komumst að þeirri niðurstöðu að voff hlýtur að þýða "já".
já. því þeir segja aldrei neitt nema já. sko, hundar..
Mjá aftur á móti þýðir "ha?" og ekki bara eitthvað "ha?" heldur "ha-ið" sem maður segir þegar maður er að horfa á sjónvarpið og einhver er að reyna að tala við mann á meðan. þannig eru þeir nebblega. sko, kettir....
Enda er ég eiginlega cat-woman.. allavega ALLS ekki dog-woman... harhar :)
(fyrir ykkur sem finnst ég vera komin í tóma steypu og eruð farin að hafa áhyggjur af andlegri heilsu minni í vinnutörninni miklu.. þið hafið líklegast alveg rétt fyrir ykkur HAHAHAHAAHHA)
tíhí :)
og af vinnutörninni miklu:
Tónleikarnir mínir verða sumsagt með honum Steina orgeltöffara í Neskirkju þann 22. des kl 9. Þetta verða ofur-afslöppunar-visakortshvílandi-rólegheita-tilbeiðslutónleikar.. ættu að vera schvaltz.. vonast til að sjá sem flesta :)
<< Home