Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

þriðjudagur, desember 02, 2003

í mogganum í morgun:

Eitt mergjaðasta atriði tónleikanna var þegar lágstemmdar tenórraddir kórsins sungu kóral við þýðan undirleik hljómsveitarinnar. Undirbjó það áheyrendur fyrir hápunkt dagskrárinnar, sópranaríu þar sem sungið var fyrir hönd þeirra er minna mega sín: "Jafnvel mildum veikum rómi er hátign Drottins lofuð, þó lofgjörðin hljómi aðeins í andanum, þá endurómar hún hjá Honum á himnum."

Rödd Hallveigar, sem er björt og sakleysisleg, hæfði aríunni fullkomlega. Hófstilltur söngur hennar var svo óviðjafnanlega fagur að ekki er hægt að gera betur. Dempaður fiðluleikur Rutar Ingólfsdóttur féll líka vel að söngnum, og tignarlegur, hljómsterkur orgelforleikurinn þar á eftir var svo áhrifamikill að maður gersamlega gleymdi stund og stað. Er Herði, Hallveigu, Rut og öllu hinu tónlistarfólkinu hér með þakkað fyrir einstaka upplifun.

:)