Freedooom! Freedooom! freedooom!!FREEDOOOM!!!
Tók meðvitaða ákvörðun fyrir nokkrum dögum að minnka sjónvarpsgláp alvarlega.. eiginlega bara skammta mér klukkutíma á kvöld..
Man nebblega eftir því hvernig það var þegar ég bjó úti í London og átti ekkert sjónvarp, þvílíkt sem maður áorkaði! Ég málaði myndir, skrifaði ljóð og helling af sendibréfum (muniði, þau voru í svona umslögum með skrítnum marglitum límmiðum á..) og var svo auðvitað geðveikt dugleg að læra. Lagði kapla við kertaljós með tebolla og hlustaði á ógrynnin öll af tónlist.. snilld
Og nú er svo mikið að gera hjá mér að góð ráð eru kosnaðarsöm, hence the live-altering decision..
Og á þessum nokkru dögum er ég búin að:
Uppfæra síví-ið mitt, bæði á okkar ástkæra, ylhýra og engilsaxnesku
Pæla helling í (og plana fyrir) keppninni sem ég ætla að reyna að fara í í Belgíu á næsta ári
Finna fleiri keppnir sem mig langar í (fer sosum eftir hvernig gengur í þessari samt!;) )
Lesa aktjúal SKÁLDSÖGU!! (lesist: EKKI reifari!)
fikta mig áfram í Sibeliusar-forritinu.. og nota það
fara í heimsóknir
Æfa mig þvílíkt mikið
berjast við Sunnudagskrossgátu Morgunblaðsins (ekkert nema snilld)
Stofna eitt stykki kvartett með Skúla, Öllu og Kalla.. allt saman ágætis kórfélagar mínir alveg..
Auðvitað eru nettir annmarkar á þessu öllu saman, Amazon.co.uk reikningurinn snarhækkar (þar á meðal er LOTR TTT special edition extended version on four discs.. þetta hérna..) og aumina jón minn þarf að berjast mun meira um tölvuna sína en fyrr!
Þetta er nú samt sneðugt! Áfram sjónvarpsleysið!
<< Home