Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

laugardagur, desember 13, 2003

aaaaaaaaaaaaaahhhhhhhhhhhh

Jæja, börnin góð.

Þá eru jólin á næsta leyti og maður stendur algjörlega á haus í þessu öllu saman.. var í allan dag með grýlukerti í eyrunum niðrí bæ í pakkakaupum.. get skiljanlega lítið skrifað um heimtur þar eð stórfjölskyldan les bloggið af hinni mestu samviskusemi.. (EINS gott líka! ha!)
Margt fyndið búið að gerast síðan síðast og erfitt að velja úr til bloggs, en verð samt að kvarta aðeins og kveina yfir aumkunarverðri tilraun minni til kjólakaupa í smáralindinni (eða sem kallast öðru nafni forgarður helvítis hér á bæ) í gær.

Sko.. hvað er með þessi efni sem allir kjólar eru úr í dag! Liniefni! LINIEFNI! öll svona lin og teygjuleg og sem klessast upp að öllum mögulegum og ómögulegum bögðum og bugum á mínum fagra líkama þannig að ekkert er eftir fyrir ímyndunaraflið.. get svarið það, einn kjóllinn sem ég sá í gær var svo linur að meira að segja rassinn á GÍNUNNI virkaði stór! og þessi gína var sko þannig í laginu að ef hún væri lifandi hefði hún þurft svona stuðningsspýtu til að halda sér uppi eins og begónían mín...
Svo er það annað.. loxins tekst manni að finna einhvern kjólgopa sem lætur mann ekki líta út eins og michelin manninn.. og þá er hann ekki með neinum ermum.. KOMMON! það eru teljandi á tám annarrar lappar þær konur í kring um mig sem VIRKILEGA komast upp með að vera með bera handleggi.. (okok.. kannski aðeins fleiri) en það er eins og ekki einum EINASTA kjólaframleiðanda detti í hug að búa til fallega sparikjóla sem eru með t.d. hálfermum, eða fallegum síðum ermum.. og þeir búa þessa kjóla til upp í stærðir 20 eða eitthvað! gazalega lekkert alltsaman.. þá þarf maður að fara að bögglast með þessi sjöl dauðans sem auðvitað eru (EINMITT!) til í sama lit eða efni.. en krakkar mínir (komiði sæl) það er ekki hægt að vera með sjal á tónleikum.. talandi um stressfaktor dauðans... alltaf að detta af, eða leka niður, böggböggbögg.
Tókst svo á endanum að kaupa mér pils, mjög flott úr STÍFU efni en ermalaust reyndar.. (hehe þarna er hugmynd.. pils með ermum..) og að sjálfsögðu varð ég að taka á öllu mínu að komast út úr búðinni þvílíkur var þrýstingurinn á mig að kaupa ermalausa toppinn sem við átti (sko, þú færð þér bara sjal og NÆLIR það saman á nokkrum stöðum í kring um hendurnar... voða sniðugt.. já einmitt svona.. jahh þú getur náttúrulega stytt sjalið, það þarf ekkert að vera svona sítt... já þú kaupir þér bara brjóstahaldara í nákvæmlega sama lit, þá skiptir engu máli þó bæði höldurnar sjáist og krækjurnar á bakinu í gegn um víravirkið....)

já.

það fer nú að koma að því að ég fari að láta hana stefaníu sauma á mig.. greinilega eina sem virkar ;)

LONDON BEIBÍ LONDON!

Keypti mér flugmiða í gær! ætla að fara að hitta Theresu (gamla kennarann minn úr Guildhall)! VEI! get ekki beðið.. hmm get keypt mér efni í kjólinn sem Stefanía ætlar að sauma...