Búin..
Jæja allir geðveikt spenntir að vita hvernig gekk er þakki? Bara vel bara vel sko. þó þetta hefði verið eitt af öörfáum skiptum sem ég var stressuð.. þetta er svo furðulegt, ég er sko aldrei stressuð, ekki á útskriftartónleikunum mínum, ekki á frumsýningunni á óperunni, ekki á debút tónleikunum mínum, svo geta komið svona einstaka tilfelli þar sem ég er bara alveg að deyja! Var af þeim sökum fremur stíf eitthvað.. ekki alveg að fíla það. En söngurinn sjálfur var held ég bara fínn.. Kurt spurði allavega mikið, sem ég held að sé jákvætt..
Og EEELSKU Árni Heimir minn er auðvitað flottastur að nenna að koma með mér.. talandi um stöð og styttur! Takk elsku kallinn :)
Annars er ég svakalega glöð í dag! Þetta var nefnilega í fyrsta skipti þar sem ég hef haldið tónleika þar sem hefur dugað að senda fréttatilkynningu á dagblöðin! Bæði mogginn og fréttablaðið búin að hringja í mig, venjulega er það nefnilega þannig að maður þarf þvílíkt að hringja sjálfur og ýta á eftir og ég hélt að það yrði enn mikilvægara núna þegar er svona mikið um að vera.. en nei, virðist sem góðu rýnirnar og umfjöllunin sé farin að skila sér.. mahrr er bara að verða frægur! (djóóók)
:)
nú ætla ég að fara að borða rauðsprettu með kúskús, sólþurrkuðum tómötum, svörtum ólífum og pestó úr þessari búð:)
<< Home