Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

laugardagur, janúar 17, 2004

one Hallveig please.. easy on the organising skills...

Sko... ég ætla EKKI að afsaka bloggleysið, lofaði mér því þegar ég byrjaði á þessari vitleysu að blogga bara þegar ég væri í stuði, og það hefur bara verið eitthvað lítið um það nýlega.. en vonandi fer að bætast úr því.
Jæja, hvað ætti maður svo að skrifa? Búið að vera bilun dauðans hjá mér alveg síðan fyrir jól, ég get stundum verið svo pirruð út í sjálfa mig hvað ég er óskipulögð... hehe :) nýjársheitið mitt, sumsagt að verða voða skipulögð hljómaði nú sosum voða vel, fékk mér hina smekklegustu dagbók hjá slektinu hjá útfararstofu kirkjugarðanna (næs...) og keypti mér möppu undir kvittanir sem ég gæti notað í skattinn.. og hvað gerist? Jú mér tekst að byrja Lundúnareisuna á því að gleyma kirkjugarðabókinni uppi á tíkalla (típensa?) síma á hinum stórfenglega fallega stað STANSTED AIRPORT og mappan er komin upp í hillu með ekkert innaní og kvittanir liggja eins og hráviði um alla íbúð.. (Damn... man þó oftast eftir að fá kvittanir fyrir hlutum sem ég get sett upp á móti.. það er jú HEILMIKIÐ afrek fyrir mig :) )

Svo var það dagsetningin ógurlega 15. janúar. Á þeim degi þurftu semsagt að vera komnar á sína staði tvær umsóknir. Önnur til Belgíu (umsóknin um keppnina ógurlegu sem mig langar svo í..) og hin inn í Íslandsbanka fyrir styrk.. heggling af péníng sem ég ætla að nota, t.d. til að komast í keppnina ógurlegu..
Þetta voru sko bæði umsóknir sem MÁTTU ALLS EKKI vera of seinar... og svona fer hin nýskipulagða Hallveig Rúnarsdóttir að:

Er með allar upplýsingar um hvað þarf að fylgja umsóknunum við höndina í margar vikur áður en þarf að skila. Ákveður að það sé nú algjör óþarfi að lesa þetta dót fyrr en daginn áður en haldið skal til London.

Fær taugaáfall dauðans þegar hún kemst að því að fyrir Belgíu umsóknina þarf t.d. myndir, auk mjög ítarlegs repertoire-lista (repertoire er sumsagt allt sem ég hef sungið.. ever...) tvö plögg frá þjóðskrá (vottorð um ríkisborgararétt og eintak af fæðingarvottorði) og útprent á skólaskírteinum.

Föstudagurinn (9. janúar) fer sumsagt í hending dauðans að redda þessum hlutum (með hjálp góðs fólks eins og starfsmanna ljósmyndavara Skipholti og hennar Vilborgar ritara tónlistarskólans.. takk allir!) og eftir kennslu er sest við skriftir og reynt að muna allt sem ég kann.. sem er mikið.. setið til 2 og needless to say vantaði nú samt helling uppá.. en hvað um það.

Laugardagsmorguninn (10. janúar) fer svo í pakk og kelerí við fyndna barnið þar eð ég ætlaði að vera soldinn tíma í burtu. Þurfti bara að láta hana Hildigunni systur prenta allt út fyrir mig til að taka með út. Veit að þau eru á leiðinni niðrí súsúkí skóla kl 12 og ákveð því að leggja nú af stað korter í tólf að sækja það. Kem að sjálfsögðu að tómum kofanum þar og þarf þarafleiðandi að senda Jón greyið í vinnuna að prenta út upp á nýtt. (hann var nú ekkert sérstaklega kátur skal ég segja ykkur! ;) )

Kemst klakklaust út til London (ótrúlegt en satt) og týni þar dagbókinni með öllum númerunum mínum, hjá kennaranum og þeim sem ég ætla að vera hjá. (Gat nebblega ekki ákveðið hvar ég ætlaði að vera, hjá Eyva vini eða Valdísi vinkonu
og þau bæði komin með magasár af stressi yfir að vita ekki hvort ég ætlaði að vera.. endaði svo hjá Eyva.. sem þýddi að ég fór í bíó á Leichester Square með farangurinn þar eð Eyvi vissi ekki hvort ég ætlaði að koma og keypti sér bíómiða. Samt skárra en að fara á djammið með Valdísi með farangurinn :) hún var nebblega LÍKA búin að plana kvöldið þar eð hún vissi ekki hvort ég ætlaði að vera.. hehehe) Sunnudagurinn fer svo í London afslappelsi, Gap á Piccadilly Circus og þess háttar.

Fer daginn eftir (12. janúar) að lesa umsóknarreglurnar enn betur og kemst að því að það þurfa að fylgja með nótur af íslenska verkinu sem ég ætla að syngja ef ég kemst upp í aðra umferð. Það eru ekki margar búðir í London sem selja nótur af tónverkum Hjálmars H. Ragnarssonar. Bið Árna Heimi dúllu dauðans að faxa nóturnar út. Þær koma að sjálfsögðu í einhverju fokki og ég get ekkert sent þær með. Frábært. Svo fer síðasti Londondagurinn (13. janúar) í það að hanga á bókasafni Guildhall School of Music and Drama (öðru nafni Himnaríki á jörð) að ljósrita fyrstu og síðustu blaðsíður alls sem ég ætla að syngja ef ég kemst í lokahópinn. Btw.. það eru ekki til einar einustu nótur af Let the bright seraphim eftir Händel á þessu bókasafni, á að vera til í 4 aríubókum en þær eru allar týndar og heildarútgáfan af Samson (sem arían er úr) var í útláni. Sko, TO GIVE MYSELF CREDIT þá var það reyndar ekki af skipulagsleysi sem ég var að gera þetta þarna á síðustu stundu því aðalástæðan fyrir því að ég fór til London var að fara í tíma til söngkennarans míns og láta hana hjálpa mér að setja upp efnisskrá fyrir keppnina, þannig að ég gat ekki verið tilbúin með þetta fyrirfram.

Allavega, þetta kemst allt sosum heim og saman á endanum og ég ætla að senda þetta með dhl (reyndar án þessara tveggja nótna) af hinum rómaða stað STANSTED AIRPORT. Datt ekki hug annað en það væri hægt. Það var ekki hægt.

Morguninn eftir (14. janúar) fyrir kennslu fer þess vegna allur í snatt, niður í tónverkamiðstöð að kaupa nótur, út í súkka að ljósrita og inn í dhl á íslandi að senda þetta. Þeir lofuðu mér að þetta yrði komið, en ég get ekki sannreynt það með því að rekja sendinguna á netinu. Týndi nebblega kvittuninni.

Og það þýðir að ég hef kvöldið (14. janúar) og morguninn á the d-day (15. janúar) til að klára að ganga frá umsókninni fyrir íslandsbanka. Eyði kvöldinu í að skrifa umsóknina sjálfa (bréfið þeas), hreinsa til í íslenska sívíinu mínu, senda þetta dót til Hildigunnar í prentun og að búa til disk með íðilfögrum söng mínum til að skila með. Dettur ekkert í hug að hlusta á hann til að sannreyna að hann hafi heppnast. Of upptekin við að fá mér G&T og tobblerón til að passa að tollurinn fari nú ekki að skemmast.

Morguninn á þeim fimmtánda fer sumsagt í: Að týna umsókninni hans Eyva sem ég svo elskulega lofaði að skila líka í Íslandsbanka. Hringja í panikk í hann í london og láta hann faxa nýja umsókn. Finna svo umsóknina hans Eyva inni í Cosi Fan Tutte bókinni minni. Hringja í Eyva og segja honum að hætta við. Of seint auðvitað. Fara til Demetz og hjálpa honum að setja upp meðmælin mín sem eiga að fylgja með. Sækja jafnframt viðlíka meðmæli frá Keith Reed sem hann hafði faxað niður í súkka og til hennar elsku Obbu minnar. Fer svo til Hildigunnar og ætla að ná í útprentið. Dettur í hug af rælni að renna diskinum í gegn og kemst að því að hann er allur í fokki. Hildigunnur ofursystir gengur í málið á meðan ég fer aftur til Demetz og læt hann skrifa undir meðmælin sem ég hafði skellt upp í tölvunni á sexunni.

Fer svo með allan pakkann niður í Íslandsbanka, fyrir utan tvö skjöl sem ég er ekki ennþá komin með í hendurnar, meðmælin frá Theresu sem hún er ekki ennþá búin að senda (hrummppfff) og eitt annað, en ég fékk leyfi til að skila því inn seinna.. á þessum tímapunkti, sem ég er í anddyrinu á Íslandsbanka er klukkan orðin 1. 42 og ég á að vera mætt í kennslu kl. 2 inni í Habbnó... ÓMÆGOD hvað þetta var mikið spennufall..

ég get svarið það.. það ætti að henda mér í skipulagsfangelsið end þró avei ðe kí! ;)

Þetta var Hallveig í dag.