Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

föstudagur, júní 11, 2004

Hjálpræðis-Jane mætt á svæðið..

Og þá heldur plöggið áfram, fór á fyrsta fund í sumaróperunni í gær, við erum að setja upp Happy End eftir Weill/Brecht.. sem er ekkert nema schnilld!
það verður sko ekki síðra að vera þar, sérstaklega þar sem þar er ég með hlutverk, leik hina saklausu sveitastúlkukind Jane (hahh!!:))sem er í hjálpræðishernum.
Sagan fjallar semsagt um baráttu glæpagengis í spilavíti og hóps úr hjálpræðishernum, þekki nú reyndar söguþráðinn ekki alveg nógu vel ennþá.. fæ mússík og nótur osfrv á mánudaginn.. jei! Leikstjóri Kolbrún Halldórs og tónlistarstjóri Bogomil Font, sem leikur líka krossdressandi orgelþjóf..

Verður sett upp í píríódu, sumsagt búningar og leikmynd í anda þriðja áratugs síðustu aldar, nema á að vera meira svona teiknimyndastíll yfir þessu, Dick Tracy pakkinn.. sem er bara kúl.

Og á ég að segja ykkur soldið fyndið? skrifstofa sumaróperunnar er á Suðurgötu 3 (skrifstofum Vinstri Grænna.. af hverju ætli það sé ;)) allavega þá er þetta húsið þar sem var upprætt ólöglegt spilavíti fyrir nokkrum árum.. og hvaða hús er samtengt við þetta? jú, Hjálpræðisherinn! Ferlega cosmískt eitthvað.. þetta er þarafleiðandi nákvæmlega bletturinn sem Happy End myndi gerast á, myndi hann gerast í Reykjavík :)

En sýningin verður niðri í Óperu, frumsýnt í kring um 7. ágúst.. allir að mæta :)