Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, júní 10, 2004

svííííínííííííí!!

Er að hlusta á Sweeney Todd.. hrikalega er þetta kúl mússík! Titillinn á þessu bloggi t.d. er þegar við sóprönurnar læðum okkur smekklega upp á háa Céið og ískrum nafn hins morðóða rakara.. smá synopsis hérna.. ha.. (eins gott að byrja strax að plögga ;) )

Sko, árið 1810 var rakari í London sem hét Benjamin og átti fallega konu. Einu sinni var líka dómari sem langaði í fallegu konuna rakarans. Svo hann sendir Benna greyið í útlegð og nær sér í konuna. Eftir 15 ár í útlegðinni sleppur Benni og fer aftur til London og ákveður að leita hefnda. Hann kallar sig Sweeney Todd og hefur aftur störf sem rakari, á sama stað, í rakarastofunni sinni sem er staðsett fyrir ofan bökubúð eina. Þar ræður ríkjum Ms. Lovett sem er b.t.w. eina manneskjan sem þekkir hann aftur. Hún býr til verstu bökur í London, nær sér í ketti og kakkalakka og fleira skemmtilegt til að hakka í bökurnar. Planið hjá Sweeney er að ná dómaranum í stólinn og drepa hann þar. Það mistekst og verður S þá svo svekktur á lífinu að hann fer á svona eitt stykki mörderíng rampeigtsj og slátrar nokkrum öðrum í staðinn. Nú, Ms. Lovett sér þetta fína kjöt sem liggur bara þarna undir skemmdum og ákveður að reyna nú að nýta þetta eitthvað.. og allt í einu eru bökurnar hennar orðnar BESTU bökur Lundúnabæjar.. ætla ekki að segja hvað gerist meira.. þið verðið bara að koma og sjá :)

fór á fund með leikstjóranum um daginn og uppfærslan verður GEGGJUÐ! þetta verður allt saman mjög gothic og svart og drungalegt og splatterið mun ráða ríkjum.. verður enginn huggulegur táknrænn rauður klútur dreginn þegar verið er að afhausa.. neinei það verða bara einhverjir lítrar af blóði sem gusast þarna yfir áhorfendur.. jahh eða eitthvað! :)

Bara kúl sko...