Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, september 01, 2004

svin i hveiti..

eða svín í toddíi öllu heldur.. er á fullu í kóreógrafíu í Sweeney Todd.. hrikalega er þetta skemmtilegt!

maður var jú nett blúsaður yfir að Hamingjusama Endinum væri lokið, og þá er auðvitað snilld að hella sér beint í næsta.

Lára Stefáns sá mikli snillingur er sumsagt búin að láta okkur leika til skiptis vélar, dýr og zombía síðustu kveld í Tjarnarbíói, þarna veltumst við um sviðið með miklum tilþrifum... já bara eins og svín í stíu.. helvíti verður þetta sneðugt. Hlakka líka ekkert smá til þegar sólistarnir bætast við, fullt af sniðugu fólki þar! Minn ástsæli yngri eldri (eða stóri litli) bróðir þar auðvitað fremstur í flokki, auk annara schnillinga eins og Ágúschsts Ólafs og Maríuschar Schverris..

Fíla líka mússíkina alltaf betur og betur. Vissi reyndar alltaf að Sondhæm væri kúl eftir að syngja lagið um sumarstelpurnar (girls of summer) í GSMD en hann er nú ekki beint auðmeltanlegur. En alveg hrrrikalega flottur!

Já mín kæru, nú er bara um að gera að byrja að láta sig fara að hlakka til :D