Vá, Tosca!
Þá er Tosca tuggin, henni kyngt og meltingin komin á fullt. Plottið mitt ógurlega virkaði, var búin að bóka mér miða á sýninguna á fimmtudaginn kemur en datt í hug að ég gæti kannski laumað mér inn á FÍH frímiðanum í gær því ég var búin að frétta að það væri ekki alveg pakkað eins og á allar hinar sýningarnar. Sparaði mér 4500 kall og geri aðrir betur. Var reyndar frekar svekkt yfir að vera að fara ein, var búin að hringja í hina og þessa en enginn komst með mér. Síðan er ég þarna að væflast og rekst á Bóbó minn (Bjössa Thorarensen stórvin minn, jólakött og herra Fogg) og hann var í sömu sporum, á FÍH miða og hafði ekki fundið neinn með sér.. og viti menn! hann var í SÆTINU við hliðina á mér! ótrúlega skemmtilegt bara...
Mér fannst mjög gaman í gær, söngurinn var frábær.. tríóið stóð sig með eindæmum vel á því sviðinu og þó ég sé (af augljósum ástæðum ;) ) hlynnt fjölbreyttara vali á söngvurum við ÍÓ er ég ekki viss um að það hreinlega SÉU það margir aðrir hér á landi sem gætu sungið þessi hlutverk á þessum kalíber sem ég heyrði í gær.
Samt, ef ég á að vera alveg hreinskilin hefði alveg mátt leikstýra Elínu og Jóa aðeins meira, fannst vanta aðeins upp á að þau væru að sannfæra mig í hlutverkunum. Var mun hrifnari af þeim í Macbeth. En þau sungu eins og vel búttaðir berrassaðir englar. Óli Kjartan lék stórvel eins og venjulega.
Sviðsmynd og búningar flottir (nema þessi asnalegu sólgleraugu sem stóðu út eins og dragdrotting á trukkaralli) sérstaklega hafði ég gaman af Rúnari Geirmunds í biskupamúnderíngunni :D
Nokkur leikstjórnarklúður voru að pirra mig, af einhverjum ástæðum voru þeir að troða Jóa greyinu niðrí stiga hægra megin við sviðið þegar hann söng e lucevan le stelle þannig að maður sá hann ekki. Elín var líka krjúpandi að syngja vissi d´arte en hún var þó allavega uppá sviðinu. Þá var allur fókus tekin af henni þegar hún kastar sér fram af svölunum þannig að maður var alveg.. hvað varð af Toscu?
Allir örugglega voða spenntir að vita hvað mér fannst um húsið en ég verð bara að vera sammála honum Jónasi í þetta skiptið, þegar voljúmið fór upp fyrir eitthvað visst (sem gerist oft hjá svona látúnsbörkum eins og voru hér í aðalhlutverkunum) suðaði bara fyrir eyrunum á manni því húsið ber þetta engan veginn. Truflaði mig samt ekki nóg til að fullyrða að það eigi bara að slaufa þessu öllu, alls ekki, því þetta var ekki nema svo lítill hluti heildarpakkans.
Waysany, hægt að nöldra og sveia yfir einhverju smástöffi en sýningin var frábær og öllum aðstandendum til mikils sóma. Takk fyrir mig! :)
p.s. þeir sem fatta brandarann í nafni pistilsins eru kúl.. og mega láta vita í kommentakerfinu..
<< Home