Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

laugardagur, maí 07, 2005

sjokkfittsjokkhelvíti..

Eftir ENDALAUSA leit í bílnum í dag og þar VAR enginn sími var gamli bleikur auðvitað það fyrsta sem Jón Heiðar sá þegar hann opnaði bílinn.. æm só stjúbidd..

En jæja, nóg um það, sá gamli fær að fjúka enda orðinn vita ónýtur eftir viss "hot-tub incident" í holtinu Skála sumarið sem leið. Allir jú orðnir nett pirraðir að fá aðeins að njóta símasamvista við dívuna 15 sekúndur í senn þar til batteríið gaf sig.

Það GÓÐA er að ég get sett gamla símakortið í og fengið þarmeð alla kontaktana mína, dásemdarhringitóninn hans Þorbjarnar Bróður og jafnvel gömlu albert-hringitóna nashyrningsins sem ég ætti að geta sent honum úr nýju übergræjunni.

waysany. Kvöldið í kvöld er búið að vera svo stórfenglegt að langt er síðan ég hef átt svona skemmtilegt kvöld. Jahh eða þeas síðan á sunnudaginn síðasta.
Fór á alveg stórfenglegt tónleikauppistand (og já, það er víst til) hjá prímadonnunni Mary Lou Fallis í Salnum. ALLIR sem starfa við, hafa lært eða langar að læra söng eða starfa með söngvurum mega alls ekki láta þessa snilld fram hjá sér fara, hún fór á þvílíkum kostum að ég hef barasta ekki hlegið jafn mikið EVER.. ekki einu sinni á Izzardnum. Það eru til miðar á morgun, EKKI missa af þessu fyrir nokkurn hlut!

SVOOO fórum við súppi á Hús hinna fljúgandi rýtinga..

Hvernig er hægt að gera svona bíómynd? Það á ekki að vera hægt.
Get eiginlega ekki talað um hana ennþá. Hún er ennþá í meltingunni.

Enduðum kvöldið á brúnum Leffe í nautnalegum leðursófa á hundraðogeinum. Næs.