Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

þriðjudagur, október 04, 2005

geisp

mikið afSKAPlega fannst mér síðasti þáttur af Despó leiðinlegur.. vona að bitið komi aftur í þættina, mér finnast þeir nefnilega ansi hreint skemmtilegir þegar þeir eru skemmtilegir. En ekki lofar það góðu.

En að öðru, ég las mér til mikillar ánægju að tveir ágætir kunningjar mínir, þeir Jón Leifs (son, ekki þessi dauði) og Egill Árni Pálsson fá tækifæri til að koma fram á tónleikum hjá Kiri te Kanawa annað kvöld. Því miður sé ég mér ekki fært að fara að hlusta á þá þar sem ég er algjörlega bit og sár og svekkt yfir því að hann Einar Bárðarson ætli sér að verða milljóneri með því að rukka að lágmarki þrettánþúsundogtvöhundruð íslenskar krónur fyrir að fara í HÁSKÓLABÍÓ að hlusta á tónleika.

Bíddu er ekki allt í LAGI!

Dame Kiri er auðvitað alveg svakalega flottur listamaður. Þess vegna getur vel verið að ég spanderi einhverntíma tvöþúsundkalli í viðbót við íslenska miðaverðið og fari til London til að hlusta á hana í Royal Albert Hall eða eitthvað.

Og það sorglega er að þetta er ekki einu sinni að heppnast hjá honum. Gerði það að gamni mínu í gær eftir að fara inn á síðuna og spegúlera í miðaverðinu að skoða hvað væri eiginlega selt mikið inn á þessa tónleika. Ég gat fundið í hverjum verðflokki 4 möguleika á 8 sætum í röð, eftir það hættir vélin að sýna möguleika, þannig að þeir hefðu getað verið margir í viðbót.

Það er ekkert selt inn á þá. Fólk er ekki fífl, hvað sem feiti selfyssingurinn virðist halda, það var það kannski síðast þegar hún hélt tónleika fyrir einu og hálfu ári, en það fellur ekki fyrir þessu aftur, hvursu snobbað sem það er.