Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, desember 21, 2005

afstressunarprójekt Hallveigar

Ertu orðinn leiður á jólahjólum? Kringlunni með ofhlöðnum jólatrjám, alltof mörgu fólki sem hleypur um með brjálæðisglampa í augunum, barnastjörnum sem syngja í sífellu mig hlakkar til? Endalausum leikfanga-, kjöt- og gjafavörubæklingum sem streyma inn um lúguna? Grátandi fólki í sjónvarpinu yfir að hafa ekki fengið vörur frá BT í jólagjöf?

Annað kvöld kl 21 mun dívan halda kyrrðar og íhugunartónleika í Neskirkju ásamt Steina organista. Þar verður leitast við að nálgast hinn sanna jólaanda með kertaljósi og fagurri tónlist. Á efnisskránni verða aðventulög og maríuljóð auk aría eftir J. S. Bach, W. A. Mozart og G. F. Händel. Ég lofa yndislegri stund, hátíðleika í hámarki og afslöppun fyrir huga og hjarta. Það verður ekki einu sinni klappað á tónleikunum..

Aðgangseyrir er aðeins 1000 krónur og 500 fyrir eldri borgara og námsmenn. Allir velkomnir!