Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

föstudagur, desember 09, 2005

svif

mikið rosavakalega var gaman í gær! Tónleikarnir alveg stórfenglegir þó svo að frá 24 bekk hljómi meira að segja besti söngvari heims dósalega. En maður er vanur því svo það kom ekki að sök, en þegar hann fór upp í tröppurnar til hliðar hljómaði röddin þrefalt! og sannaði þetta það sem ég hef alltaf sagt, þessi staður við hlið stjórnandans er versti staðurinn í húsinu til að syngja á.
Ég hef sungið nokkrum sinnum uppi á efri palli, á bíótónleikunum og ódisjónum og slíku og það er miklu betra en að vera fremst. Spurning um nýjar pælingar á uppröðun á sviðinu.

Partístandið og pilsaþyturinn í anddyrinu á eftir var ekki síðra. Ég talaði auðvitað við manninn sjálfan sem var hinn alþýðlegasti og ræddi þarna við hvern sem er. Hann er einstaklega viðkunnalegur og indæll maður sem ber með sér ósköpin öll af þokka og útgeislun, var ekki einu sinni bara að svara spurningum heldur spurði mig spjörunum úr um söngferilinn og hvernig mér hefði líkað í guildhall og hvernig gengi.. afskaplega huggulegt allt saman!

Söng svo nóttin var sú ágæt ein fyrir óla og dorrit við frábærar undirtektir ogmeð skemmtilegum afleiðingum sem þið fáið að heyra um seinna ;)

Talaði við fjölmarga aðra og af sumum símtölunum verða vonandi líka skemmtilegar afleiðingar sem þið fáið að heyra meira um síðar...

:D er ennþá í skýjunum!