Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, nóvember 27, 2005

og hefst þá plöggið..

kæru vinir, oft voru tækifæri til að heyra í vælunni en aldrei sem nú!

á miðvikudaginn verðum við Árni Heimir og Berglind María flauta með aðventutónleikana í hádegistónleikaröð HÍ í norræna húsinu kl 12.15. Þar verða bornar á borð 3 flúnkunýjar útsetningar eftir nokkra snillinga úr linkalistanum mínum, eldri útgáfuna, Önnu og Þóru. Snillingar allar saman það get ég sagt ykkur. Þar fyrir utan verða þarna tveir þjóðverjar á stangli, Trunk heitir einn og Wolf (snillingur.de) hinn. Svo er Frank Martin að flækjast þarna líka með snilldarstykki.

Og svo daginn eftir er komið að því! yðar undirrituð debúterar (eða því sem næst) með Melabandinu, syngjandi Bach kantötu númer 51, Jauchzet Gott in allen Landen!!!

Verður geggjað, hlakka svívirðilega til!

Af okkur er annars allt gott að frétta. Fyndna barnið fékk sitt fyrsta fix af dópi móðurinnar áðan þegar hún gjörsamlega stal senunni á fyrsta gigginu sínu með Englakór Bústaðakirkju á aðventukvöldi. Almáttugur hvað hún var sniðug! Við lágum í kasti og flestir nærsitjandi líka...