Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

matti scarlatti

eða reyndar alessandro (bara ekki jafnflott fyrirsögn) verður í aðalhlutverki hjá okkur í Rinascente í kvöld þar sem við flytjum hina heilögu þrenningu sem er óratóría eftir hann.
Tónlistin er frábær og þó ég segi sjálf frá verður flutningurinn bara alveg rosaflottur, la famiglia verður þarna að dunda sér, ég, ólibró, marta, hilda og siggi ofurfrændsystkinastóðið verðum í góðum fílingi ásamt tveimur öðrum frábærum söngvurum Hrólfi og Jóhönnu auk nokkurra dásamlegra hljóðfæraleikara í viðbót, söru og ödda svo ekki sé minnst á il maestro sjálfan, steina stuðbolta.

Mæli með þessu eindregið, þetta verður rosalega kúl, Neskirkja klukkan átta, kostar tvo þúsundkalla inn, verið þar eða verið ferköntuð.

Nánar um tónleikana og reyndar tónlistarhátíðina í heild sinni hér.