sybbuskapur
jeminneini jesosybbin.
er ennþá að berjast við einhvern fjanda í uppáhaldshálsi allra landsmanna þannig að í gær var brugðið á það ráð að heimsækja nanatæ og var þar skellt sér á grænt karrí sem hefði eins verið hægt að nota í meðalstórt missæl sökum styrkleika.
Verð nú að segja eftir tvær síðustu heimsóknir á krúatæ að nana er ekki alveg að standa sig í samanburðinum. En sterkt var það og þjónaði þarmeð tilgangi sínum.
Við Nonni ræddum styrkleika matarins ítrekað yfir diskunum (milli þess sem við þurrkuðum tárin sem láku stöðugt og snýttum okkur) og þegar eitthvað var liðið á máltíðina kastaði Jóninn spurningu á fyndna barnið sem sat og japlaði á harmborgaranum sem hún fékk:
Pabbi: hvað segirðu Ragnheiður, er hamborgarinn þinn líka sterkur?
Ragnheiður Dóra: já... hann getur meira að segja lyft sprætinu mínu.
Hún er sniðug stelpan, ekki hægt að neita því.
<< Home